Færsluflokkur: Tónlist
13.8.2007 | 20:05
June Carter-Cash á Amie Street
Amie Street, vefurinn sem ég hef verið að vinna fyrir, er að fyllast af tónlist. Þeir sem hafa séð myndina I walk the line, sem fjallar um ævi Johnny Cash muna eftir June Carter. Fyrir skömmu síðan þá var gefin út plata sem var tileinkuð June Carter og hennar tónlistararflegð.
Platan heitir Anchored in Love hana er hægt að nálgast hana á Amie Street. Listamenn á borð við Willie Nelson, Elvis Costello, Sheryl Crow, Billy Bob Thornton Loretta Lynn, Kris Kristofferson, og stjúpsysturnar Rosanne Cash og Carlene Carter.
Þetta er einstaklega athyglisverð plata, sem ég mæli með. Hægt er að nálgast hana hérna. Hægt er að nálgast efni á plötunni með því að skrá inn lykilorðið iceland þar sem stendur promotional code. Þá fæst credit til að kaupa af Amie Street.
Hér í tónlistarspilaranum má heyra Walk the line með engum öðrum en Elvis Costello.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 16:29
Amie Street og Amazon
Tónlistarvefsíðan Amie Street sem ég hef verið að vinna fyrir á síðustu mánuðum var seld að hluta til internetsrisans Amazon. Það eru auðvita frábærar fréttir fyrir þennan litla tónlistarmiðils sem við höfum verið að skapa síðast um það bil árið. Fyrst og fremst er það mikil viðurkenning fyrir stofnendurnar og það starf sem þeir hafa unnið, sem rosalegt.
Við þennan samruna mun koma um 1000 hljómsveitir inn á vefinn á næstu dögum. Nú þegar er byrjað að streyma inn tónlist. Sem dæmi má finna gamlar perlur með Johnny Cash, Elvis og Ellu Fisgerald. Einnig má finna gamlar Airwaves hetjur á borð við Datarock og Thivery Cooperation. Einnig er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum nýkomin inn en það er hljómsveitin Cardigans.
Ég veit ekki enn hvaða þýðingu þessi samruni hefur fyrir mig persónulega, það kemur í ljós. Ýmislegt er þá í deiglunni í sambandi við Íslenska tónlist inn á síðunni. Inn á síðunni hérna er mesta selda lagið á Amie Street, það er Losing My Mind með hljómsveitinni Some Velvet Morning.
Ef einhver þarna úti hefur áhuga á að vita meira um Amie Street, eða hefur áhuga á koma tónlistinn sinni þarna út. Þá má hafa samband við mig.. ingibs@gmail.com
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 10:57
Hagstæð kjör eru afstæð
Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að borga 50 þúsund á ári fyrir að hafa aðgang að enska fótboltanum.
Mér finnst 114% hækkun ekki hagstæð.
Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að þurfa að festa mig í úreltu áskriftarkerfi.
Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt ef ég byggi út á landi og fengið aðeins 3 stöðvar af 5 og samt að borga sama verð og höfuðborgarbúar.
Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að borga 1300 krónur miðaða við að horfa á bara um 40 leiki á ári.
Mér finnst ekki hagstætt að binda mig í 12 mánuði yfir hlut sem tekur aðeins níu mánuði.
Mér finnst verðlag á enska boltanum ekkert sérstaklega hagstætt, en það er bara mín skoðun.
Þetta er kannski hagstætt verð miðað við það að 5-7 þúsund heimil eru með Sky. Fjöldi manna eru eins og ég kjósa að fara á barin eða horfa á þetta frítt í gegnum netið. Heilmargir sem ég þekki hafa tekið sig saman og borga áskriftina saman. Og þarf leiðandi eru líkur á að það verði færri áskrifendur en þeir gerðu ráð fyrir. Þannig að þeir eru ekki að fá eins miklar tekjur og þeir gerðu ráð fyrir. Þyrftu því að hækka áskriftina enn meira og til að standa straum af kostnaði. En þeir kjósa að halda áfram að bjóða "hagstæð" kjör.
Ég mæli með forritinu Sopcast, í gegnum það getur þú horft á alla leiki ókeypis.
Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 13:21
Hvað með lagið Party in the white house?
Bannað að syngja um Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 20:03
Leaves tónleikar á Organ
Ég vildi vekja athygli á það að félagar mínir í hljómsveitinni Leaves eru með tónleika á nýja tónleikastaðnum Organ. Ég hef aldrei komið inn á Organ en hann á að vera hannaður sem tónleika staður. Hljóðkerfið á að vera sér hannað fyrir staðinn og því má eru væntingarnar miklar. Mig hlakkar mjög til að sjá til hvernig til hefur tekist, er vonandi ekki með endalausum súlum eins og NASA og Þjóðleikhúskjallarinn. Eða í L og lár til lofts eins og Gaukurinn, eða nánast barlaus eins Iðnó.
Það sem ég hef heyrt af nýja efninu hjá Leaves þá er miklar breytingar í gangi hjá þeim. Mun tilraunakenndari en áður, rokkaðari og skítugri. Hlakka mikið til að heyra endanlega útgáfu á plötunni.
Hér til hliðar má heyra lagið Angela Test á tónlistarspilaranum. Nýja stuffið hjá þeim er allt öðruvísi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:45
Þegar Google eyðilagði góða sögu
Ég hef lengi verið á því að Lee Hazelwood hafi verið mikil snillingur. Að mínu mati þá er lagið Some Velvet Morning eitt af flottari lögum sem ég hef heyrt. Anstæðurnar Lee og Nancy Sinatra, hann dimmraður og drungalegur og Nancy með engla rödd. Hraði takturinn þegar hann syngur og hægláti takturinn þegar Nancy syngur. Alveg ótrúlegt lag, sem ég mun alltaf muna eftir hvenær ég féll fyrst fyrir.
En það var einmitt um verslunarmannahelgi fyrir nokkrum árum. En þá var ég í útilegu og kynntist manni sem vildi endilega kynna mig fyrir Nancy og Lee. Hann spilaði Summer Wine og téð lag hér að ofan. Á meðan sagði hann mér alveg ótrúlegar sögur af Nancy og Lee. Söngur sem ég hlustaði agndofa af hrifningu. Hann sagði mér frá helling af sögum af ástarsambandi Nancy og Lee. Hann hafi verið eldgömul fyllibita á meðan að Nancy hefði verið uppreisnargjörn dekurdrottning. Engum var verr við þetta ásta samband heldur en Frank. Átti Frank að hafa fengið Mafíuna til liðs við sig til þess að ganga frá Lee. Þessi saga var mikið meira djúsí heldur en sagan af Sid og Nancy.
Þar sem ég hef mjög gaman að segja fólki sögur. Þá hafði ég þessa sögu all oft eftir og skreyti hana jafnvel en meira. Ég kynnti fullt af fyrir tónlist þeirra Lee og Nancy. Svo fyrir stuttu síðan þá datt mér einhvern vegin í hug að sannreyna þess sögu. Mér leið pínu kjánalega að hafa breyt út þennan hugarburð útilegumannsins.
Það er kannski kaldhæðni orlagana að Lee hafi látist um verslunarmannahelgina. Kannski enn undarlegra að ég að vinna fyrir breska hljómsveit um þessar mundir sem heitir tja... Some Velvet Morning...
Hér í tónlistarspilaranum ætla má finna Some Velvet Morning með Nancy og Lee ásamt laginu Losing My Mind með hljómsveitinni Some Velvet Morning.
Lee Hazlewood látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 13:42
Kaupþing býður upp á viðbóð
Mikið er ánægjulegt þegar íslensk fyrirtæki taka sig til og halda tónleika. En þegar þessir miðaldra kaupþingsmenn taka sig til þá verður fjandin laus. Ármann i London ofborgar útbrendum tónlistarmönnum á borð við Tom Jones og Duran Duran. Óli eigandi flytur inn stærsta kóktail listamann sögunar fyrir alltof mikin penning. Núna er hefur markaðsdeild Kaupþings borgað fyrir Concert örugglega milljónir króna fyrir að skipuleggja fyrir sig einhverju mesta tónlistar runki íslandssögunar.
Megnið af listamönnum voru upp á sitt besta á síðustu öld og spila nánast eingöngu tónlist sem var saminn á þeirri öld. Ungabrumið á tónleikunum, syngur coverlög eða lög sem er matreidd ofan í það. Það er árið 2007 en ekki 1997, það hefði hæglega getið verið sama lin-up árið 1997. Garðar í tónlistarskólanum, Luxor alvöru boy-band (en ekki sam sull fullorðina) og nælon stúlkna band. Kynnir var líka á topi síns tónlistarlega ferlis á þessum árum.
Ég kann að vera sjálfmiðaður, en það eru flestir. Ég vil óska þeim sem eru 40 ára og eldri og öðrum sem líkar vel við þessi leiðindi til hamingju með þetta stórglæsilega framtak Kaupþing Banka. Ég hef ekki áhuga..
Kaupþing heldur tónleika í tilefni af afmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.7.2007 | 19:51
365 og enski boltinn
Um dagin kom frétta tilkynning frá 365 um verð á enska boltanum sem fer á stað fyrst í Ágúst. Verðið fyrir herleg heitin verða í kringum 4400 krónur, en þeir hafa stofnað sér sjónvarpsrás til þess að sýna fótboltan. Reyndar eru möguleikar að borga minna ef þú skuldbindur þig í ársáskrift með einhverju öðru hjá 365. Hér má sjá verðupplýsingar frá 365 í sambandi við enska boltan.
Sýn 2 (enski boltinn) = 4.390 kr
Stöð 2 og Sýn 2 = 7.824 kr
Sýn og Sýn 2 = 8.890
Stöð 2 og Sýn og Sýn 2 með aukastöðvum Sýn = 10.710 kr
Mér finnst fáráðlegt að borga 4400 krónur á mánuði fyrir Enska boltan, eða 44 þúsund krónur á ári. Ég trú ekki þú verðir að borga fleiri en 10 mánuði. Auðvita er 365 frjálst að verðleggja áskriftarleiðir sínar eins og þeim sýnist. Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun er auðvita útsetningaverðið sem þeir borguðu. Ég fer ekki út aðra pakka, einhvern tíman reiknaði ég það út að fólk er að borga 400 krónur per klukku tíma á stöð 2 miðað við áhorfendakannir Capacent, sem er líka rosalegur peningur.
Ástæðan fyrir því að þeir geta ekki reikna með mínum penningum eru að ég horfi líklega um helming Liverpool leikja og kannski 10 aðra á leik tímabili. Því væri ég að borga c.a 1300 krónur fyrir hvern leik. Sem er eiginlega það há upphæð, að mér finnst vera hafa mig að fífili ef ég gerði slíkan samning. Þetta eru þrír bjórar á pöb með leiknum. Svo plús þá getur maður horft á highlight úr öðrum leikjum og mörk á youtube.
Ég væri kannski til í að borga 400 krónur per leik, með öðrum orðum ég þyrfti að horfa á 110 leiki á tímabili til þess að ég myndi spá í þessari fjárfestingu. það myndi þí að ég myndi horf á fótbolta í 160 klukkustundir sem er rétt um ein vinnumánuður í fótbolta gláp.
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki efnaður, ný komin úr námi og á unga fjölskyldu, hef því nóg annað við penninga mína að gera, en að borga upp útsendingarkostnað fyrir 365. Ef ég ætti hins vegar nóg að penningum þá myndi ég fá mér Sky digital. Háskerputíðni og færustu sparkfræðingar í heimi beint í æð. Ég fatta rauninni afhverju þeir sem eru búnir að kaupa sér Háskerpusjónvarp, nýta það ekki. Annað hvort finnst þeim fyrst og fremst gaman að monta sig af HD merkinu framan af sjónvarpinu eða það er búið blekja þá það mikið að þeir vita ekki það þurfi HD útsetningu svo tækið virki.
Fyrir utan það þá er áskriftarsjónvarp sem slíkt úrelt fyrirbæri. Gæti skrifað langar ritgerðir um það, kannski seinna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2007 | 18:35
Ráðherrar og Hæfileikar
Nú er það orðið ljóst að það verður jöfn kynjaskipting hjá xS. Nýfrjálshyggju kútarnir finnst fárráðlegt að velja ráðherra eftir kynferði en ekki hæfileikum. Þeir virðast telja að fólk sé hæfileikaríkar eftir því sem það er ofar á lista og eftir því í hvaða kjördæmi það er. Finnst t.d sjálfsagt að efsti maður ákveðis kjördæmis fái þingsæti. Ég sé engan mun á þessum kríteríum jafnaðarmanna og nýfrjáhyggju kútanna. Þess sett ég niður mína eigin kríteríu þar sem ég tel að mentun þroski hæfileika. Jafnframt ætti að reynsla að þroska þá en fremur.
Forsætisráðherra: Geir H með tvöfaldan MA. í hagfræði og stjórnmálafræði. Reyndar er hefð fyrir að lögfræðingar séu forsætisráðherrar xD
Utanríkisráðherra: ISG... Hún fór til LSE til að taka Evrópufræði í framhaldsnámi, Jafnvel Árni Páll hann er með framhaldsnám úr Evrópurétt. Bjössi B hefur einnig ritað mjög mikið um utanríkismál en því miður er herin farin og kalda stríðið búið.
Fjármálaráðherra: Illugi eða Ágúst Ólafur... Báðir hagfræðimenntaðir, reyndar er ÁÓÁ með samblöndu við lögfræði
Menntamálaráðherra: Dr. Guðfinna skýrir sig sjálft, Guðbjartur samfylkingarkall er líka gamall skólastjóri sem og Ragnheiður Ríkarharðs.
Dómsmálaráðherra: Þorgerður Katrín, ein af fjölmörgum lögfræðingum í hópnum. Líklegust vegna tignar hennar innan xd
kirkjumálaráðherra: Séra Karl augljóslega, Reydar kæmi Björgvin Sig til greina vegna heimspekimenntunar sinnar.
Sjávarútvegsráðherra: Dr Össi, reydnar sérfræðingur í Laxi. Einnig minnir mig að Krist Júl sé með skiptstjórnarréttindi og var stjórnarformaður Samherja.
Félagsmálaráðherra: Ásta Ragnheiður var í félagsfræði í gamla daga en kláraði ekki. Kata Júl var í mannfræði en kláraði ekki. það er böns af stjórnmálafræðingum í báðum flokkum á þingi. Það er því nokkuð margir sem koma til greina.
Heilbrigðisráðherra:Ásta Möller eini með heilbrigðismenntun,
Tryggingamálaráðherra: Pétur Blöndal Tryggingasérfræðingur þannig hann er líklegur.
Iðnaðarráðherra: Sturla Böðv hann er byggingartæknifræðingur að mig minnir.
Viðskiptaráðherra: Þó ótrúlegt megi virðast þá er engin viðskiptafræðingur inn á þingi fyrir flokkana, nema þá kannski Ólöf Norðdal ég held reyndar að hún sé Lögfræðingur. Þeir hagfræðimenntuðu því sterkir inn Illugi og ÁÓÁ. Reyndar hefur Björk Guðjónsdóttir stundað innflutning í 10 ár og Jón Gunnarsson átti búðir með konu sinni. Ótrúlegt en satt það ráðuneyti sem ætti að vera auðveldast ekki neinn augljós kanditad .
Samgönguráðherra: Gunnar Sverrisson er eini verkfræðingurinn augljóst.
Landbúnaðarráðherra: Árni Matt dýralæknir.. Reyndar er Kjartan Ólafsson garðyrkjuskóla gegninn.
Umhverfisráðherra: Dr. Össur eini fyrir utan Árna matt sem menntaður í náttúruvísindum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2007 | 20:59
Skátar á Amie Street!!!
Hljómsveitin Skátar gefa út plötu sína Ghost of the Bollocks to Come á tónlistarvefnum Amie Street. Það er hægt að nálgast plötuna fyrir rúmlega á 1$ hérna. Það tók mig smá tíma til þess að ná þessari plötu en hún er hreint út sagt frábær. Þetta er einhverskonar indý progrokk, reynd er að gera tónlistina eins óhefðbundna og hægt er. Stundum má segja að sum lögin séu í rauninni brot úr mörgum lögum. Með einhverjum undraverðum hætti þá mynda lögin einhverja óreiða heild. Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistargagnrýnandi hjá Mogganum hittir naglann á höfuðið í gagnrýni sinni. En ég tek mér það bessaleyfi að birta brot úr henni, en hún birtist 28 apríl síðast liðinn og gaf hún plötunni fjórar stjörnur.
"Tónlistin sem þeir bjóða upp á á þessari annarri geislaplötu sinni er um margt ruglingsleg, og fyrstu hlustanir eru eins og að stinga hausnum inn í steypuhrærivél, svo ruglaður er maður í ríminu. Þegar línurnar fara að skýrast fer maður að heyra smá Sonic Youth (t.d. í gítarspili) en svo eru áhrif frá finnskri nýbylgju, íslensku pönki og progrokki ásamt auðvitað fullt af einhverju óútskýranlegu sem er bara hjá Skátunum."
Hérna í tónlistarspilaranum mínum má finna lagið Skálholt sem hefur heyrst X-inu og Reykjavík FM. Sjálfum þykir mér vænt um allt sem tengist Skálholti (ég er alin þar upp) og það er ástæðan fyrir því að ég vel lagið.
Fyrir ykkur sem eru orðin leið á hlusta á einhæfa tónlist sem er hætt að koma á óvart þá mæli ég með Skátum. Gefið tónlistinni tíma og þá er ekki aftur snúið, eitt sinn skáti ávallt Skáti.
Vegna einskærar góðmennsku minnar þá hef ég ákveðið að hjálpa þeim sem vilja eignast plötuna með því að opna aftur fyrir kynningar kóðann iceland. Þegar þið skráið ykkur inn skrifið þið orðið iceland þar sem stendur promotional code. Þá fáið þið kredit til að kaupa skáta plötuna og aðra tónlist á Amie Street.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)