Færsluflokkur: Tónlist

Risarnir að taka við sér.

Það er ánægjulegt að útgáfurisarnir séu að taka við sér, og bregðast við breytu markaðsaðstæðum. EMI var fyrst að leyfa afritunarlausa tónlist og núna er Warner að taka við sér. Ég hef verið að vinna fyrir tónlistar miðilin Amie Street sem er dóttur fyrir Amazon. Vefurinn hefur verið fá skerf af viðskiptum frá risunum sem nú þegar hafa samið við móðurfyrirtækið. Þetta er því gleðilegar fréttir fyrir mig persónulega.

Það er samt ein hindrun sem trufla risana í samstarfi við Amie Street. En það er að Amie Street neitar að setja landfræðilegar hindranir á tónlist. Það þýðir að fólk hvar sem er getur keypt tónlist af okkur hjá Amie Street, jafnframt þýðir það að listamenn allstaðar að geta selt tónlist hjá okkur. Risarnir eru en að reyna að verja dreifileiðir sínar, með því að selja miðlum aðgang að tónlist á ákveðnu markaðsvæði. Það er okkar skoðun að það er úrelt hugmyndafræði, um leið og tónlist er gefin út þá halda ekki landfræðilegargirðingar henni. 

Verðfyrirkomulagið fer einnig fyrir brjóstið á Risunum, en verðið Amie Street ræðst af eftirspurn. Eftir því sem tónlistin er vinsælli þeimum dýrari er hún. 

Það er hellingur af íslenskri tónlist á Amie Street, það erum 50 íslenskar hljómsveitir sem eru inn á vefnum. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga að skoða vefin geta skrifað orðið "iceland" þar sem stendur promotion code í innskráningar ferlinu. 


mbl.is Amazon.com mun selja tónlist frá Warner Music á Mp3 sniði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um frístundabyggð í Skálholti.

Ég var ekki gamall þegar ég heyrði hugmyndir um að koma upp byggð í Skálholti. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar á þessum merka stað og var þar eins mikið og ég gat til fimmtán ára aldurs. Ástaðan er að Afi minn og Amma bjuggu þar í yfir 45 ár. Þau voru bændur þar, Afi minn ræktaði upp það manngerða landslag sem landsmenn sjá í dag. Auk þess var Afi staðarhaldari síðustu búskapar ár sín. Ég hef alltaf haft skiljanlegar sterkar taugar til Skálholts, vegna fortíðar minnar. Mamma mín er líklega síðasti einstaklingurinn sem fæddist í Skálholti. 

Afi sagði alltaf það myndi verða uppbygging í Skálholti í framtíðinni, hann reiknaði með að húsunum myndi fjölgja þar sem sumarbúðirnar eru núna. Hann talaði alltaf um að það yrði sett upp Elliheimili upp fyrir uppgjafa Presta. Ég veit ekki hvort það verði rauninni hvort þessi Frístundabyggð eigi að vera griðarstaður uppgjafa presta.

skálholt

Það er ljóst frístundabyggðin er staðsett á gríðarlega fallegum stað, líklega byggilegasta staðnum í Skálholti. Síðasta mannvirkið sem var á þessum stað var fjárhús sem Afi minn átti. Einnig var gert ráð fyrir að byggja bændaskóla þarna fyrir allnokkrum tugum ára síðan. Ég fór þarna síðasta sumar til þess að sína hverina þarna, en þarna eru fallegir hverir sem kenndir eru við Þorlák Helga. Ekki langt frá er Skálholts tunga sem er gríðarlega löng slétta.

Ég hef spurt mig þeirra spruninga hvort það væri mögulegt að ég hefði áhuga að eiga frístundahús þarna á æskuslóðum mínum. Ég efa það. En það væri vissulega gaman að koma þarna og keyra betri vegi, einnig væri gaman að eiga möguleika á að fara á hestbak í skálholtstungu. 


Airwaves 2007 (Sunnudagur)

 

Það var átak að rífa sig upp á rassgatinu og fara í vinnuna. Fimmti í Airwaves var í gær, ég var reyndar eitthvað hálf tjónaður af þreytu þegar við fórum á lokadag Airwaves. Í fyrra þá langaði mig að fara á sunndagskvöldið en gat það ekki vegna heilsuleysis. Það kom mér óvart hversu vel atburðirnir voru sóttir, það var nánast fullt allstaðar.

 

31. The Magic Numbers

Það var óvænt ánægja að fá að sjá Magic Numbers á Airwaves í ár. Ég hafði hlustað á slagarana þeirra og þótt nokkuð til hljómsveitarinnar koma. Sem hljómsveit voru þau þétt og gaman að sjá bassafantinn þruma hljómsveitinni áfram. Ég var reyndar orðin frekar þreyttur undirlokin, fannst settið hjá þeim frekar boring undir restina. Pínu langdregið, hefði verið til á að heyra alla slagaranna í einni súpu.

 

32. Sudden Weather Change

Ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að sjá þessa pilta. En þeir gistu hjá tengdapabba mínum þegar þeir voru að spila í Frakklandi með tilheyrandi ævintýrum. Það var líka gaman að lesa alla lofsamlegu gagnrýnina um þá á hátíðinni. Búið að skapa hellings Buzz í kringum þá. Þeir voru þrælskemmtilegir, ærslafullir og gredda rann af þeim. Þurfa samt að bæta ýmislegt ef þeir ætla að meika það.

 

33. Cut off your hands.

Seinasta bandið sem við sáum var frá Nýja Sjálandi. Þegar komið var við sögu þá var þreytan að ná heljartökum mér. Þeir virkuðu kröftugir og vel æfðir. Spiluðu svipað rokk og var boðið upp hjá mörgum hljómsveitunum á undan. Það var eitthvað við söngvaran sem minnti ungan Morrisay. Ég hefði viljað sjá þetta band fyrr á hátíðinni, eða í betra tómi.


Airwaves 2007 (laugardagur)

Úff, þá er fjórði í Airwaves að baki. Af minni hálfu þá var meira drukkið en áður, því kannski ekki allt sem er eins skýrt og í fyrri pistlum. Kvöldið var samt þrælskemmtilegt. Margar frábæra hljómsveitir, fullt af hápunktum. Allir sem ég hef hitt eru yfir sig ánægðir með hátíðina, þá sérstaklega skipulagninguna. Nánast engar raðir og flæði á milli tónleikastaða er gott. Reyndar hafa hljómsveitir sem hafa spilað á Lídó verið óánægðar með mætinguna. Reyndar er staðurinn mjög stór og því virðist kannski færri vera inn á staðnum en eru raunverulega inn í. Staðurinn er reyndar pínu útúr.

 

22. Amina

Ég byrjaði daginn á skreppa í næst hús, Fríkirkjuna. Ég hef séð Aminu nokkrum sinnum hita upp fyrir Sigurrós, ég hef ekki séð þær í aðalhlutverki áður. Ég hef heldur ekki áður farið á tónleika í Fríkirkjunni, þó að kirkjan sé í túnfætinum hjá mér. Þrátt fyrir óæskilegar súlur og harða bekki þá er Fríkirkjan fín tónleikastaður. Einnig er eitthvað kirkjulegt við tónlist Aminu. Ég væri til í að sjá Aminu spila í Skálholti, þar sem ég er alin upp. Mér fannst tónlist Aminu undurfalleg og skemmtileg, þær nutu aðstoðar trommar sem bætti stemminguna. Sem sagt mjög flottir tónleikar.

 

23. Borko

Við sáum lokalagið hjá Borko, virtist vera góð stemming í salnum. Hefði verið forvitnilegt að rannsaka hvað hátthlutfall inn á Iðnó hafi einhvern tíman verið í MH.

 

24. Lada Sport

Við röltum yfir á Nasa og Lada Sport var að spila. Ég hef ekki séð þá síðan þeir spiluðu á Músíktilraunum. Þeim hefur farið helling fram, besta lagið var lagið sem söngvarnir syngja báðir. Samt er enn einhver unglingabólu bragur yfir þeim, verður gaman að sjá hvað verður úr þeim þegar þeir hafa náð meiri þroska.

 

25. Dikta

Þéttasta bandið á Airwaves 2007 er Dikta. Alveg ótrúlega vel æfðir og þéttir. Heyrði bara fyrstu tvö lögin þeirra og þau voru mjög flott. Eru greinilega að breyta um stíl hægt og rólega. Hef séð þá 100 sinnum áður og ákvað því að hasla mér völl annarsstaðar.

 

26. Hjaltalín

Við náðum tveimur síðustu lögunum hjá Hjaltalín og þau voru bæði frábær. Ég var búin að gefa mér að hljómsveitin væri eins konar Arcade Fire Íslands en það var af og frá. Hafa algjörlega sinn eigin stíl sem þau eru búin að mastera. Ég ætla fara sem fyrst og sjá þá heila tónleika með þeim. Mjög lofandi.

 

27. Hafdís Huld

Það kom mér í opna skjöldu að Listasafnið var hálftómt þegar Hafdís Huld byrjaði. Ég hélt að hún væri ásamt MÚM helstu íslensku aðdráttaröflin á hátíðinni. Listasafnið var ekki alveg staðurinn fyrir lágstemmta tónlist Hafdísar. Hún stóðst ekki væntingar mínar sem voru miklar. Langar næst að sjá hann minna ríma og jafnvel með sætum.

 

28. Leaves.

Næst sá ég félaga mína í hljómsveitinni Leaves. Ég hef séð ótrúlega hátt hlutfall tónleika þeirra á Íslandi. Þeir stóðu fyrir sínu, sýndu meiri spila gleði en oft áður. Ég hefði viljað heyra meira af nýju lögum frá þeim. Það var gaman að sjá Gogo dansarana fremst hjá þeim.

 

29. !!!

Ég bjóst aldrei við að komast inn á !!! án þess að fara í röð. Þeir voru Headline á hátíðinni ásamt Bloc Party og Chromero. Og, þvílíkt band. Þau voru rosaleg, eitt markmið það var að skemmta. Það tókst þeim svo sannarlega. Var aldrei dauðstund hjá þeim og lögin hjá þeim voru mjög góð. Söngvarinn leit út eins og Will Farrell og virtist kunna öll trixinn í bókinni. Svo sannarlega hápunkturinn á hátíðinni.

 

30. Radio Luxemborg.

Við kíktum aftur upp á Lídó. Ég var eiginlega komin í þannig ástand að ég man ekki alveg eftir bandinu. Samt virtist það vera frambærilegt og proffessional. Væri til í gefa þeim tækifæri seinna.


Airwaves 2007 (föstudagur)

Þriðji í Airwaves er að baki. Gæði dagskrárliða föstudagsins var mikið meiri en á hinum tveimur kvöldunum. Skipuleggendum hefur tekist að skapa eðlilegt flæði á milli staða ólíkt því sem var á tveimur síðustu hátíðum. Það gerir það að verkum að bærinn iðar af lífi á götunum út, sem betur fer hefur verið sæmilegt veður.

 

Ég heyrði það frá einum að í rauninni væru heitustu hljómsveitir á Airwaves, þau bönd sem væru búin að gera minnst. Það er rétt hjá þeim vitra manni, fyrir mér er Airwaves hátíð til að þess að láta koma sér á óvart, upplifa eitthvað nýtt. Þess vegna hef ég nánast unnið enga heimavinnu áður en ég fer út á kvöldin, leyfi kvöldinu að líða áfram í fullkominni óvissu.

 

Reyndar verð ég að byrja á að segja frá atriði sem átti sérstað á listsafninu í gær. Þannig er mál með vexti að á karlaklósettinu þá eru pissuskálarnar við spegil, sem gerir það að verkum að það er auðvelt að fylgjast með hvað fer fram fyrir framan pissuskálina. Menn eru mis spéhræddir, undirritaður hefur ekki talist vera mjög spé hræddur, án þess þó að vera með einhverja sýniþörf. Um kvöldi þá voru greinilega þeir spéhræddu meira mál en öðrum. Þegar ég fór á klósettið þá voru um 20 manns að bíða, flestir karlmenn reyndar eitthvað af stelpum, engin af þessum hafði götz að reyna klósettskálina. Ég taldi þetta nú lítið mál, fór að fyrstu pissuskálinni, og þá skildi ég af hverju engin vildi nota hana. Ég fékk óskiptaathygli, var mældur út í laumi. Það endaði með því að ég fékk sviðskrekk og ekkert gerðist. Það var til þess að ég þurfti að hrofa á Múm í spreng. En þá að viðburðum dagsins:

 

13. Mr. Silla og Mongoose

Fyrsta atriði kvöldsins var hún Mr. Silla ásamt honum mongoose. Ég hafði ekki séð þau áður á sviði, ég hafði hlustað talsvert á þau á Myspace og verið mjög hrifin. Reyndar hef ég átt lag með mongoose á Itunes frá því á dögum Mp3.is. Ég var spenntur fyrir þeim. Mr. Silla er frábær söngkona frá náttúrurnar hendi. Hún hefur einstaka rödd og tilfinningu til að tjá hana. Það vantaði samt eitthvað hjá þeim tveimur, ég hefði viljað sjá tónlistina útsetta fyrir hljómsveit, það vantaði að fylla upp ákveðið rými. Stundum var kliðurinn ofurseldur tónlistinni, sem var truflandi. En margt mjög flott við þetta tvíeyki.

 

14. Bloodgroup

Ég einnig mjög spenntur fyrir Bloodgroup, hef fylgst með þeim í gegnum Myspace líkt og Mr. Silla. Þau voru hreint útsagt frábært, lögin fín, frami staðan frábær og orkan sem þau gáfu frá sér var ótrúleg. Voru kannski á erfiðum tíma, fyrir tónlistina þeirra. Þau þurftu að rífa salinn upp á rassgatinu til að fara dansa, og það fyrir klukkan níu. Viti menn að þeim tókst það, allt var iðandi og allir komnir með bros á vör. Það besta so far á Airwaves.

 

15. Esja

Næst hentumst við yfir á Iðnó, til að sjá Krumma og Daníel Ágúst. Við höfðum kynnt okkur þá á Myspace. Auk þess þá sáum við athyglisvert sólóverkefni hjá Daníel Ágúst á Airwaves í fyrra. Samstarf þeirra svínvirkar, raddir þeirra ná undarlega vel saman. Einnig eru nokkrir augljósir hittarar hjá þeim. Reyndar var ég stundum að furða mig á þessum píanóleikar sem þeir voru með og heyrðist ekkert í, ég var ekki viss hvort hann væri plöggaður. Einnig held ég að session bassaleikari myndi hjálpa bandinu mikið og gera þetta massívara. Engu að síður það var þetta fínt hjá þeim, enda báðir pró að þeir verða.

 

16. Trentmöller

Við þurftum að bíða í röð fyrir utan Listó, sem var alls ekki svo slæmt. Við heyrðum samtal íslendinganna Bertels og Bertels við breta sem kynnti sig sem klámmyndastjörnuna Naked Nathalie. Það var eins og góður skets úr Office. Þegar við komum inn þá var dúndrandi danstónlist inni. Við vorum ekki alveg í gír við Trentmöller, en miðað við stemminguna þá var hann að gera vel. Við gáfum honum ekki gaum, hvíldum þess í stað lúna fætur undir átök kvöldsins.

 

17. Múm

Ég hef ekki gefið Múm nægilegan gaum, mig langaði að tékka á því hvort þeir stæðu undir öllu því buzzzi sem þau hafa fengið í gengum árin. Ójá, þau voru æðislegt, allt við þau var á heimsmælikvarða. Fékk þó nokkrum sinnum gæsa húð og svo voru þau skemmtileg út á við. Gaman að sjá hljómsveitarstjórann Gunna Tynes stjórna hersveitinni eins og herforingi. Einnig var frábært að sjá hina hæfileikaríku Mr. Sillu með Múm.

 

18. Of Montreal

Ég hefði lítillega kynnt mér Of Montreal á myspace og var einnig búin að lesa um það á netmiðlum að þau væru yfirburðarhress. Það reyndist rétt, hressleikinn er þeirra sérgrein, reyndar fannst mér (ólíkt mörgum öðrum), það vera það eina sem hljómsveitin hafði fram að færa. Reyndar höfðu þau gott grúf. Mér fannst þau eins og B-Sissors Sisters, fínt að láta þau mæta ef skipuleggendur hafa ekki efni á Skæra systrunum. Þrátt fyrir að sándgaurinn þeirra hafi mætt í vinnufötunum, þá var þetta í fyrsta skipti í ár þar sem sándið hefur verið í ólagi í ár á Listasafninu.

 

19. GusGus

Ég náði síðustu metrunum af GusGus á Nasa, og þvílík geðveiki sem greinilega var búið að vera í gangi þar. Fólk var eins og nýkomið úr sturtu í öllum fötunum með sælubros á vör. Þegar ég kom inn þá var Einar Örn að syngja með þeim það liggur í augum úti. Allt var crazy. Maður sogaðist inn í stemminguna og var fljótlega farin að missa stjórn á útlimunum, enda ekki annað hægt undir þessum seiðandi tónum.

 

20. Ghostigtal

Einar og Curver spiluðu með GusGus á meðan þeir voru að stilla upp. Ég hef farið slatta oft á tónleika með Ghostigital, annað hvort hafa þeir verið ömurlegir eða geggjaðir. Ég hef nánast alltaf séð þá Airwaves. Þeir eru í raun Airwaves fyrir mér, ögrandi, skemmtilegir og óútreiknalegir. Auk þess þá er tónlist þeirra þannig að hún er nánast snertanleg, sem er líklega vegna bassans, sem gerir hana svo sterka upplifun þegar maður nær snertingu við hana. Því niður náði ég ekki snertingunni í gær, þeir voru samt ekki slæmir, það var frekar ég sem var ekki mótækilegur.

 

21. Jagúar

Á heimleiðinni þá komum við við á Iðnó, þar var Jagúar að spila. Ég hafði nákvæmlega engan áhuga á að kíkja á þá en gerði það samt. Þeir voru búin að kokka upp rífandi stemmingu. Þeir voru búnir að sanka að sér stelpum í strákaleit upp á svið til sín sem dönsuðu eins og þær væru á síðasta söludegi.


Airwaves 2007 (fimmtudagur)

Annar í Airwaves að baki. Kvöldið var mun betra en það fyrsta. Eins og áður voru við með lítið planað, leifðum í raun kvöldinu að þróast. Við fórum meðal annars á Lídó, hef ekki komið þar inn áður.. Staðurinn er flottur, minnir á Súlnasal, kjörin fyrir árshátíðir. Spúsu minni fannst kjörið að stofna stað þarna fyrir fólk í endurvinnslu hugleiðingum (makalega þar að segja), eins konar 101 players. Fín hugmynd. Reykingarbannið setur skemmtilegan svip á Airwaves 2008, það þýðir meira flæði inn á staðina. Fólk fer beint í röð, þegar það fer út að reykja. Reykir í röðinni. Einnig hefur áfengisverðið lækkað miðað við Airwaves 2006. Bjór á Nasa kostar 600 kr í staðin fyrir 750 og lítil dós á listó kostar 500 í stað 600 kr. Eins er framkvæmdin mikið betri núna en í fyrra. Ég skil reyndar ekki afhverju við þurftum að bíða í 10 mín í röð fyrir utan listó og staðurinn var tómur. Eins og ég sagði áður þá léttum við kylfu ráð kasti við val á uppákomum í gær. Útkoman var þokkaleg.

 

7. Ampop

Það er reyndar ótrúlega erfitt að fjalla í svona útlistum um listamenn sem maður þekkir mjög vel. Ég hef fylgst með list sköpun hans Bigga manna best frá því að hann var 13 ára, og mann eftir fyrsta tölvufælnum sem hann sýndi mér og hét ampop í Huldulandinu. En hvað um það, þeir áttu gott mót, spilagleðin skein af þeim. Voru þéttir, nýju lögin voru misjöfn, seinasta lagið er hittari. Kom mér á óvart hvað listasafnið hentaði þeim vel, taldi að þeir myndu henta betur í litlu rími. En það reyndist vera rugl í mér.

 

8. Wulfgang

Okkur langaði mikið að sjá hvernig lídó liti út, því örkuðum við uppeftir. Wulfgang var að spila, ég hafði séð þá einu sinni áður live og þeir voru þá mjög daprir. En þetta var mikið betra hjá þeim nú, líklega hefur sándið skipt sköpum. Þeir voru þéttir og taktfastir. Reyndar er eitthvað við sándið hjá þeim sem ég er ekki að fíla, eins er þetta kannski alveg minn tebolli. Þrátt fyrir það voru þeir fínir.

 

9. Boys in a Band

Næstir á svið var hin "færeyska" Jakobínarína. Voru alveg ótrúlega hressir, rétt stíliseraðir og kunnu öll trixinn. Mikið skemmtilegra band en íslenska unglingabandið. Veit ekki hvort ég hefði nennu í að hlusta á heilaplötu með þeim, en þeir voru rosalegir Live. Það besta hingað til á Airwaves. Þegar þeir byrjuð þá voru 3 á dans gólfinu (það er svona parketlagt dansgólf á Lídó), en það var fljótt að fyllast og ég efast um að það hafi verið einhver sem hafi leiðst þarna. Svona á að gera þetta, áfram Færeyjar.

 

10. Ólöf Arnalds

Ég er búin að vita af Ólöfu Arnalds mjög mörg ár, ég held að við séum jafngömul. Ég hef séð hann nokkrum sinnum live en aldrei þó eina. Ég fékk plötuna í afmælisgjöf fyrr á árinu, ein besta afmælisgjöfin sem ég fékk þetta árið. Ólöf spilaði á Iðnó, mínum uppáhalds tónleika stað. Það var stúttfullt út að dyrum, ástæðan var samt ekki að það væru það margir inn á staðnum. Heldur var eitthvað fólk búið að taka sér það bessaleyfi að setjast á gólfið og fólkið fyrir aftan þurfti að standa í troðning. Engan vegin ásættalegt. En fluttningur hennar var frábær, hún er stútfull af hæfileikum, var mjög örugg og hafði þægilega nærveru. Ég ætla að far við fyrsta tækifæri aftur á tónleika með henni. Og að sjálfsögðu eiga allir að eiga plötuna með henni Við og Við.

 

11. Grizzly Bears.

Eins kemur fram í færslu hér á framan þá kom ég frá NY á miðvikudaginn. Grizzly Bears voru með mér í flugvélinni, ásamt reyndar öðrum böndum, þeir voru eina bandið sem ég þekkti. Ég kunni ekki við annað en að sjá þá, var búin að hlusta á þá. Þeir eru mjög fínt band, en því miður þá átti ég í erfiðleikum með að njóta tónleikana, vegna kliðs. Þeir eru stútfullir allir af hæfileikum, Eiga örugglega 100 hljóðfæri, sem þeir kepptust við að spila á. Vor reynda stundum full mikið að rembast við að sýna öll hljóðfærin sín. Þeir syngja líka allir eins og englar, örugglega verið kórdrengir á uppvaxtar árum sínum. En því miður fannst mér þeir ekki alveg vera að gera sig. Ég væri til í að horfa á þá í þjóðleikhúsinu eða Óperunni, en ekki í portinu á Hafnarhúsinu.

 

12. The Duke Spirit

Það var ekkert spennandi eftir 12 í gær í gangi, má kannski skrifa það á skipuleggendur. Við ákváðum að fara á Lídó eftir að við vorum búin að rannsaka Airwaves bæklinginn. Auk þess þá búum við rétt hjá Lídó, stutt heim eftir tónleikana. Úff, þessi grúppa var ekki að gera sig. Hún er skipuð söngkonu og fjórum gaurum. Strákarnum sáu um að búa til þungagítarveggi, og söngkonan sá um laglínuna. Söngkonan sem er lagleg, hefði hæglega getað tekið þátt í Rockstar Supernova, en hún passaði ekki alveg við þetta band og bandið passaði ekki við hana. Mjög mikil meðalmennska í gangi. Langt frá því að vera spennandi band.


Airwaves 2007 (Miðvikudagur)

Jæja þá er fyrsti í Airwaves búin, ég hef sagt það áður að það sé best fyrir bönd að koma fram á miðvikudeginum. Vegna þess langflestir blaðamenn eru mættir, færri staðir eru opnir en á öðrum dögum hátíðirnar, því eru færri um athyglina. Þrátt fyrir það hefur fyrsti dagurinn oft verið slakasti dagurinn hljómsveitarlega.

Kvöldið í kvöld, var ekki svo frábrugðið fyrri reynslu minni á miðvikudags Airwaves. Við fórum á NASA, Organ og Gaukinn. Það kom á óvart hvað það voru margir og því hvað mikill troðningur var inn á stöðunum. Skipuleggendur mættu að ósekju bæta einum stórum stað í viðbót á fyrsta í Airwaves á næsta ári (ég mæli með Iðnó). En þá um hljómsveitirnar og listamennina.

1. Elísa.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við miklu, ég óttaðist að hún væri í einhverjum Evanescence hugleiðingum með dass af einhverju víkingarokki. En sem betur fer var það ekki reyndinni. Þetta var bara alveg fínt hjá henni, ágætislagasmíðar hún var fín sjálf. Reyndar hefði trommarinn mátt hemja sig að mínu mati. Í gamladaga þá fór ég helling af kolrössu og fannst þær frábærar, þær sönnuð að stelpur geta vel rokkað. Elísa rokkað smekklega sem var fínt. Frammistaða hennar var ekki frábær, heldur meira svona skammlaus.

2. Smoosh

Næsta band kom rosalega á óvart. Ég vissi ekkert um þetta band, en það komu á svið tvær unglingstelpur, sem ég komst seinna að voru 15, 13 ára gamlar, ellefu ára gömul litla systir þeirra kom seinna á bassan sem var mun stærri en hún. Það var hljómborð og trommur á sviðinu. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér, mér datt orð í hug eins og Mickey muse clube, pedophile, Einar Bárðarson og eitthvað fleira. En vitið hvað þessir fordómar áttu ekki alveg við, auðvita geta ungar stelpur rokkað eins og strákar. Þeir voru mun þroskaðri en strákabönd á þeirra aldri, eins t.d Hanson bræðurnir. Þetta var meira en bara krúttlegt, þær eru mjög efnilegar og ég efast um það að þær séu pródúserað band. Þannig að samlíkingarnar sem mér datt í upphafi í hug voru ekki byggðar á réttmætum grunni. Samt var þetta ekkert æðislegt, kom meira á óvart. Trommara systirin var þrusugóð. Ég vona svo innilega að þær feti ekki þann stíg sem að barnastjörnur vilja feta inn á og við lesum daglega á mbl.is.

3. Soundspell

Ég hafði séð þá í þættinum hjá Jóni Ólafs og þeir voru fínir þar. En guð minn góður hvað þeir voru leiðinlegir. Komu mér gjörsamlega í opna skjöldu með leiðindum. Þeir minntu mig á Airwaves tónleika Daysleeper á sínum tíma, sem toppuðu allt í hallærislegheitum. Algjör vonbrigði.

 4. Poetrix

Við ætluðum á Organ en það voru fleiri að bíða eftir að komast inn en voru inni. Við kíktum þá á Gaukinn. Gaukurinn er flottur eftir breytingar, skjáirnir koma vel út og eiga eftir að minnka troðninginn. Bandið sem við sáum voru Poetrix, þeir voru fínir. Ekki kannski alveg mitt sterkasta svið, tónlistarlega. En höfðu gaman, Einar Ágúst tók með þeim lag, líklega í fyrst og eina skipti sem hann spilar á Airwaves. Fyrir sögn á næsta Séð og heyrt verður, "Einar Ágúst spilar með ungum röppurum á Airwaves". Vitið til.  

5. Lights on the Highway.

Ég ákvað að gefa Loth séns, vegna þess að ég var að vinna með trommaranum og lagið paperboat finnst mér mjög flott. Ein þeir voru drep leiðinlegir, ég er búin að bíða eftir að Kristó söngvari springi út í 15 ár, ég er að gefast upp á því. Paperboat var fínt annað ekki nógu gott, sérstaklega var fyrstalagið leiðinlegt.

6. Cocktail Vomit

Þetta var það eina sem við vildum ekki missa af í kvöld. Ástæðan er sú að vinkona okkar hún Agnes er að syngja í þessu bandi. Þau komu mér á óvart, voru þrælskemmtileg og náðu upp eftirminnilegri stemmingu. Voru greinilega illa undirbúin en það kom ekki að sök, lýðurinn þyrsti í að dansa og djamma og þau sá fyrir því að kokka danstakta og koma liðinu í stuð. Örugglega sveittast stemming á miðvikudagskvöldi í Rvk í langan tíma, sem ekki tengist framhaldsskólaballi. Tveir þumlar upp fyrir að vera skemmtileg.


Airwaves 2007 (upphitun)

Jæja þá er komið að því árlega.. Airwaves.. Má segja að það sé ígildi verslunarmannahelgar eða þjóðahátíð í mínu lífi. ég er kannski eins upptrekktur eins og oft áður fyrir kvöldið.. ástæðan er að ég kom heim frá NY í nótt. Reyndar var stórubróðurhátíð Icelandic Airwaves að byrja þar sem kallast cmj. Það voru skildi á hverju götuhorni að auglýsa staði, bönd og hátíðina í heild sinni. Ég veit ekki af hverju hátíðirnar rekast á, ég hélt að Airwaves ætti að vera viku á undan CMJ, en það hefur greinilega eitthvað skolast til.

Ég hef tekið það upp í vana minn að  blogga um það sem fyrir augu ber á airwaves. Ég byrjaði á þessari iðju árið 2002 og hef gert það síðan nem að ég sleppti út árinu 2004, þar að segja að blogga. Ég ætlaði að rifja upp þessar færslur en ég fann hvorki færslur ársins 2002 og 2003, þannig það fórst fyrir.

Ég fór á mjög eftirminnilega tónleika í NY með hljómsveitinni The National, þeir voru í einu orði rosalegir.  Bæði var staðurinn, Music Hall of Williamsburg, og hljómsveitin frábær. Þegar við komum fyrir utan hrörlegt atvinnuhúsanaði með múrsteinagluggum þá leist okkur ekki á blikuna, en inni þá var staður sem minnti á gamla Tunglið, með stórum svölum og upphækkað að aftan. Allt var retró og cool, við náðum að smygla okkur upp á svalirnar með aðstoð miskunnsams dyravarðar. Við fengum besta staðinn á svölunum. Miskunnsami dyrasvörðurinn vaktaði svæðið fyrir framan okkur og sá til þess að við fengum besta útsýnið. Ég var reyndar fyrir því óhappi að missa niður bjór fram af svölunum, nokkrir fílelftir blökkumenn kom upp og ætluðu að ganga frá mér. Aftur kom miskunnsami dyravörðurinn mér til bjargar og henti breiðu blökkumönnum út. Ég var reyndar of drukkin til þess að átta mig á því hvað hefði gerst hefði ég ekki notið þessa besta dyravarðar sem ég hef kynnst.

Að tónleikunum þá var það Elvis Perkins sem hitaði upp, það var undarlegur fýr. Eftir áhyggja var pínu Elvis í honum og pínu Carl Perkins. Hann var með upptúnað kántrý band með sér sem sett grallarislegan blæ á þetta. Þar með líka pínu hallærislegan. En þeir höfðu gaman, Trommarinn minnti á litla trommarann og Kontrabassaleikarinn leit út eins tveggja metra David Spade í kúrekaskóm með kúrekahatt.

The National birtist fljótlega eftir að Elvis Perkins var búin. Þeir komu mér á óvart. Ég bjóst við miklu en hvað þeir voru rosalega vel spilandi og þéttir. Söngvarinn var ótrúlegur, hvað er málið með þessa rödd. Reyndar benti samferðarfélagi minn réttilega á að þegar keyrslan var mest hjá bandinu þá heyrðist lítið í honum. Auk þess kom mér skemmtilega á óvart hvað sessionleikarinn sem spilaði með þeim spilaði stórt hlutverk. Sá spilaði á fiðlu, píanó og orgel. Fiðlan passa fullkomlega við allt, keyrði oft bandið áfram. Píanó kaflarnir voru flottir eins og í laginu Fake Empire. Mig grunnar að þessir tónleikar verði ekki toppaðir á Airwaves, en maður fer jú á að airwaves til þess að uppgötva eitthvað nýtt.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég mæli með því að þeir sem vilja kíkkja á cool og skemmtilega staði fari til Williamsburg. Greinilega mikil uppbygging þarna í gangi og allt hipp og cool..

Það var gaman að fylgjast með liðinu sem var á leiðina á Airwaves í flugvélinni á leiðinni heim. Sumir voru greinilega í hljómsveit, ég þóttist taka eftir bandinu Grizzly Bears meðal annars. Svo voru sumir mjög stíliseraði, ég gaf mér að það væri fjölmiðlafólk og svo voru sumir sem réðu sér ekki fyrir kæti sem voru greinlega áhorfendur... Skemmtilegt að upplifa Airwaves frá þessum enda..

Þetta verður forvitnileg hátíð, stöðunum hefur fjölgaði, ég vona að það verði til þess að það verði til þess að það verði auðveldara að rölta á milli. Dagskráin er skemmtileg, margt sem rekst á. Ég er ekki með eins mikið planað og oft áður, ætlar bara að rölta, upplifa og láta koma mér á óvart. 

 


Tónlistariðnaðurinn er að breytast

Áður fyrir þá spiluð hljómsveitir á tónleikum til þess að selja geisladiska, en nú er öldin önnur (reyndar í orðsins fyllstu). Stór tíðindi er að gera gerst í tónlistarbransanum þessa dagana. Tvö af stæstu böndum Bretlands eru að gefa tónlist sína á netinu. Charlatans og Radiohead. Ástæðan er sú í báðum tilvikunum að þeir telja sig báðar fá meira út úr því að gefa tónlist sína út sjálfir en að gera samning við einhvern útgáfurisa. Aðferðir hljómsveitana er mismunandi, Charlatans hefur augljóslega gert fínan samning við útvarpstöðina xfm í Bretlandi fyrir að dreifa plötunni. Radiohead kýs hinsvegar að leyfa fólki að ráða hvað það borgar fyrir tónlistina. Höfða þannig kannski pínu inn á samvisku neytandans.

Sjálfur hef ég tekið þátt í starfsemi tónlistarmiðilsins Amie Street. Við erum búin að ræða þetta framferði hljómsveitan fram aftur í dag og í gær, það sérstaklega gær. Við erum mjög ánægðir með þessi tíðindi, en er þetta í takt við það sem við höfðum spáð, hljómsveitir fara meira út í það að gefa út sjálfar en styðjast við útgáfufyrirtækja. Þess vegna er það einbeittur vilji okkar að starfa sjálfstæðir, gefa öllum kost á því að stunda viðskipti með tónlist hjá okkur. Við höfum ekki verið að loka svæðum, þannig ákveðnir hópar gætu ekki keypt tónlistina og svo framvegins. Reyndar höfum við orðið af viðskiptum vegna þessara ákvarðana okkur, eða reyndar þeirra sem starfa NY. (Ég ræð ekki svo miklu)

 Við metum það sem svo að samskipta hraðin hafi aukist svo að það er í rauninni ekki hægt að útloka ákveðin markaðsvæði. Internetið hefur breyt kynningarleiðum, breyt dreifingu. Upplýsingatækni hefur breyst upptöku mynstri og gert upptöku kostnað minni. Áður fyrir þá voru þá stækkuðu útgáfufyrirtækin í krafti þess að þeir höfðu yfirburði í dreifingu, áttu greiðan aðgang að kynningu og áttu jafnvel stúdíóinn. Síðan þá hefur veruleiki þeirra breyst, síðasta hálmstráið þeirra var einokun þeirra á dreifingu. Þar að segja að koma geisladiskum í búðum. Fréttir fyrradagsins, eru fyrst og fremst þær að það hafa orðið breytingar í dreifing og sölu á tónlist.

Útgáfufyrirtækin hafa því ekki sama punktak sem þau höfðu áður, eina sem þau sitja upp með er útáfu- og dreifingaréttur á eldri titlum. Á þessum réttindum sínum liggja þau eins og ormar á gulli. Þau þrást við og vilja selja tónlist á svipuðum eða sama prís í gengum netið og á geisladiskaformi. Sem er náttúrlega ótrúlegt, vegna þess að virðiskeðjan online er svo mikið minni en á netinu.

Það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður, hvort það verði fleiri hljómsveitir sem feta í fótspor Radiohead og Charlatans.  


mbl.is Ný plata frá Radiohead eftir tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir Undirtónar

Fyrir c.a þremur og hálfu ára þá stakk ég nebbanum inn í þennan fríblaða bransa. Það var rétt áður en að Undirtónar og Sánd hættu. Þó að mín tilraun hafi mistekist þá er ég búin að bíða eftir ungu og efnilegu fólki til þess að taka við kindlinum eftir að hin merku brautryðjenda rit Undirtónar og Sánd hættu. Ekkert hefur gerst þanngað til nú, reyndar hefur grapevine staðið sig mjög vel sem götu-fríblað. Auk þess þá er Fréttablaðið og Blaðið fríblöð, en samt í dagblaða formi en ekki götublaða formi. Reyndar er ég að gleym blaðinu sem Svanson.net gefur út

 Biggi og Snorri Baron eru reynslu miklir í þessum bransa, blaðið er í mjög góðum höndum. Reyndar eru þeir ekki unglömb enn þá, báðir yfir 30 að skrifa gefa út fjölmiðil fyrir fólk á aldrinum 16-25.  Þeir verð að passa sig að leyfa ungu og efnilegu fólki að koma að útgáfunni. Svo hún líti ekki út eins og hvað er hipp og cool fyrir þenna markhóp í augum gaura sem eru yfir þrítugt.

Ég mun alla vegana bíða spenntur. Ef ég ætti eitthvað ráð fyrir þá væri að samtvinna fleiri miðla en dagblaða rekstur. Nýta vefmiðlinn bæði með Video og Hljóði.  Með því þá væri hægt að þróa spennandi konsept, auk þess þá myndi efnistökin fá meiri snertingu heldur en ef þeir væru eingöngu með dagblaðs útgáfu.


mbl.is Nýtt blað fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband