Airwaves 2007 (Miðvikudagur)

Jæja þá er fyrsti í Airwaves búin, ég hef sagt það áður að það sé best fyrir bönd að koma fram á miðvikudeginum. Vegna þess langflestir blaðamenn eru mættir, færri staðir eru opnir en á öðrum dögum hátíðirnar, því eru færri um athyglina. Þrátt fyrir það hefur fyrsti dagurinn oft verið slakasti dagurinn hljómsveitarlega.

Kvöldið í kvöld, var ekki svo frábrugðið fyrri reynslu minni á miðvikudags Airwaves. Við fórum á NASA, Organ og Gaukinn. Það kom á óvart hvað það voru margir og því hvað mikill troðningur var inn á stöðunum. Skipuleggendur mættu að ósekju bæta einum stórum stað í viðbót á fyrsta í Airwaves á næsta ári (ég mæli með Iðnó). En þá um hljómsveitirnar og listamennina.

1. Elísa.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við miklu, ég óttaðist að hún væri í einhverjum Evanescence hugleiðingum með dass af einhverju víkingarokki. En sem betur fer var það ekki reyndinni. Þetta var bara alveg fínt hjá henni, ágætislagasmíðar hún var fín sjálf. Reyndar hefði trommarinn mátt hemja sig að mínu mati. Í gamladaga þá fór ég helling af kolrössu og fannst þær frábærar, þær sönnuð að stelpur geta vel rokkað. Elísa rokkað smekklega sem var fínt. Frammistaða hennar var ekki frábær, heldur meira svona skammlaus.

2. Smoosh

Næsta band kom rosalega á óvart. Ég vissi ekkert um þetta band, en það komu á svið tvær unglingstelpur, sem ég komst seinna að voru 15, 13 ára gamlar, ellefu ára gömul litla systir þeirra kom seinna á bassan sem var mun stærri en hún. Það var hljómborð og trommur á sviðinu. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér, mér datt orð í hug eins og Mickey muse clube, pedophile, Einar Bárðarson og eitthvað fleira. En vitið hvað þessir fordómar áttu ekki alveg við, auðvita geta ungar stelpur rokkað eins og strákar. Þeir voru mun þroskaðri en strákabönd á þeirra aldri, eins t.d Hanson bræðurnir. Þetta var meira en bara krúttlegt, þær eru mjög efnilegar og ég efast um það að þær séu pródúserað band. Þannig að samlíkingarnar sem mér datt í upphafi í hug voru ekki byggðar á réttmætum grunni. Samt var þetta ekkert æðislegt, kom meira á óvart. Trommara systirin var þrusugóð. Ég vona svo innilega að þær feti ekki þann stíg sem að barnastjörnur vilja feta inn á og við lesum daglega á mbl.is.

3. Soundspell

Ég hafði séð þá í þættinum hjá Jóni Ólafs og þeir voru fínir þar. En guð minn góður hvað þeir voru leiðinlegir. Komu mér gjörsamlega í opna skjöldu með leiðindum. Þeir minntu mig á Airwaves tónleika Daysleeper á sínum tíma, sem toppuðu allt í hallærislegheitum. Algjör vonbrigði.

 4. Poetrix

Við ætluðum á Organ en það voru fleiri að bíða eftir að komast inn en voru inni. Við kíktum þá á Gaukinn. Gaukurinn er flottur eftir breytingar, skjáirnir koma vel út og eiga eftir að minnka troðninginn. Bandið sem við sáum voru Poetrix, þeir voru fínir. Ekki kannski alveg mitt sterkasta svið, tónlistarlega. En höfðu gaman, Einar Ágúst tók með þeim lag, líklega í fyrst og eina skipti sem hann spilar á Airwaves. Fyrir sögn á næsta Séð og heyrt verður, "Einar Ágúst spilar með ungum röppurum á Airwaves". Vitið til.  

5. Lights on the Highway.

Ég ákvað að gefa Loth séns, vegna þess að ég var að vinna með trommaranum og lagið paperboat finnst mér mjög flott. Ein þeir voru drep leiðinlegir, ég er búin að bíða eftir að Kristó söngvari springi út í 15 ár, ég er að gefast upp á því. Paperboat var fínt annað ekki nógu gott, sérstaklega var fyrstalagið leiðinlegt.

6. Cocktail Vomit

Þetta var það eina sem við vildum ekki missa af í kvöld. Ástæðan er sú að vinkona okkar hún Agnes er að syngja í þessu bandi. Þau komu mér á óvart, voru þrælskemmtileg og náðu upp eftirminnilegri stemmingu. Voru greinilega illa undirbúin en það kom ekki að sök, lýðurinn þyrsti í að dansa og djamma og þau sá fyrir því að kokka danstakta og koma liðinu í stuð. Örugglega sveittast stemming á miðvikudagskvöldi í Rvk í langan tíma, sem ekki tengist framhaldsskólaballi. Tveir þumlar upp fyrir að vera skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira ósammála þér. Elísa fannst mér ekki skemmtileg en Soundspell voru frábærir. Þú ert greinilega ekki með smekk fyrir þessa tónlist. Söngvarinn er ótrúlegur. Þetta er 17 ára gutti! Strákar á þessum aldri eiga ekki að geta sungið svona  Hann verður stjarna, ekki spurning. Það var líka mikið talað um það í kringum mig.

Hallgrímur Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég er sammála þér Hallgrímur að þeir séu efnilegir, söngvarinn er þá sérstaklega. En það var Sverrir Bergmann líka þegar Daysleeper var í svipuðum sporum. Að öllum líkindum verður hann stjarna. Mér fannst of mikill rembingur í þeim, sem gerði þá drep leiðinlega. En auðvita er þetta bara mín skoðun..

Ingi Björn Sigurðsson, 18.10.2007 kl. 10:45

3 identicon

Poetrix er reyndar sóló artist en ekki band

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:24

4 identicon

Ég var þarna líka og ekki smá impressed af Soundspell. Á diskinn en fannst þeir ekki síðri á sviði. Mikill kraftur sérstaklega í söngvaranum. Svona kraftur og metnaður getur misskilist sem rembingur kannski. Auðvitað mega allir hafa sinn smekk en ég vona hann lesi ekki þessa líkingu við Sverri Bergmann. Sverrir var ok þegar hann var "efnilegur" en þá var hann ábyggilega tæpum áratug eldri en söngvari Soundspell og komst hvorki þá né nú í hálfkvisti við hann. Ef ég væri hann myndi ég móðgast að lesa samlíkingu við Sverri Bergmann  Mér finnst alveg absúrd að þessir strákar séu 17. Vona bara að þeir haldi áfram.

Hildur Stefáns. (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Takk fyrir upplýsingar um Poetrix, ég þarf greinilega að vinna heimavinnuna mína betur. Ástæðan fyrir því að fór út af Soundspell var sú að mér fannst of mikil rembingur í gangi. Svipað og þegar Dayslepper spiluðu fyrir þremur eða fjórum árum. Ég hef ekkert sett út á söngvarna í þessu band, frekar en aðra liðsmenn.

Ég vona innilega að þeir haldi áfram, þeir eiga fullt af tækifærum til að vaxa og þroskast.

Ingi Björn Sigurðsson, 18.10.2007 kl. 12:50

6 identicon

Ég skil, svo þú varst stutt. Þeir voru nefnilega í miklu meira stuði eftir að leið á og toppurinn var síðasta lagið. Fyrst voru einhver hljóðvandræði, þá sagði hljómborðsleikarinn eitthvað og það er kannski það sem þú ert að meina. Anyway, mér fannst flott að þeir létu þetta ekki setja sig út af laginu. Þeir halda pottþétt áfram eftir dóminn á Rás 2 í dag hjá Andreu Jóns. Ekki smá flottur dómur.

Hildur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband