Hugleiðingar um frístundabyggð í Skálholti.

Ég var ekki gamall þegar ég heyrði hugmyndir um að koma upp byggð í Skálholti. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar á þessum merka stað og var þar eins mikið og ég gat til fimmtán ára aldurs. Ástaðan er að Afi minn og Amma bjuggu þar í yfir 45 ár. Þau voru bændur þar, Afi minn ræktaði upp það manngerða landslag sem landsmenn sjá í dag. Auk þess var Afi staðarhaldari síðustu búskapar ár sín. Ég hef alltaf haft skiljanlegar sterkar taugar til Skálholts, vegna fortíðar minnar. Mamma mín er líklega síðasti einstaklingurinn sem fæddist í Skálholti. 

Afi sagði alltaf það myndi verða uppbygging í Skálholti í framtíðinni, hann reiknaði með að húsunum myndi fjölgja þar sem sumarbúðirnar eru núna. Hann talaði alltaf um að það yrði sett upp Elliheimili upp fyrir uppgjafa Presta. Ég veit ekki hvort það verði rauninni hvort þessi Frístundabyggð eigi að vera griðarstaður uppgjafa presta.

skálholt

Það er ljóst frístundabyggðin er staðsett á gríðarlega fallegum stað, líklega byggilegasta staðnum í Skálholti. Síðasta mannvirkið sem var á þessum stað var fjárhús sem Afi minn átti. Einnig var gert ráð fyrir að byggja bændaskóla þarna fyrir allnokkrum tugum ára síðan. Ég fór þarna síðasta sumar til þess að sína hverina þarna, en þarna eru fallegir hverir sem kenndir eru við Þorlák Helga. Ekki langt frá er Skálholts tunga sem er gríðarlega löng slétta.

Ég hef spurt mig þeirra spruninga hvort það væri mögulegt að ég hefði áhuga að eiga frístundahús þarna á æskuslóðum mínum. Ég efa það. En það væri vissulega gaman að koma þarna og keyra betri vegi, einnig væri gaman að eiga möguleika á að fara á hestbak í skálholtstungu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband