Færsluflokkur: Tónlist

Forgotten Lores á Amie Street.

Líklega vinsældast og virtasta rapphljómsveit Íslands gefur út plötuna sína “Frá heimsenda” út á Amie Street. Þegar þetta er skrifað þá er hægt að ná í plötuna frítt, en það verður ekki lengi. Ég hvet sem flesta að skrá sig inn ná í plötuna, því hún er frábær. Persónulega þá féll ég fyrir þeim á Airwaves 2005 en þar voru þeir með live band með sér. Þið ykkar sem hafið áhuga á íslensku tungumáli þá er þetta eitthvað sem þið verið að skoða.  Ég tók mér það bessaleyfi að vitna í Helgu Þórey Jónsdóttir tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins.  

Besta plata ársins

Forgotten Lores – Frá heimsenda... Fimm stjörnur

.....Hljómsveitin samanstendur af tveimur plötusnúðum og þremur röppurum og eru þeir allir framúrskarandi á sínu sviði. Það er ekkert óþægilegt við tónlistina, hún flæðir vel og í henni er að finna mikil djassáhrif. Hljóðvinnslan er afskaplega vönduð, þeir hafa mikinn metnað fyrir góðri tónlist, það heyrist vel á Frá heimsenda....

......Að öðrum ólöstuðum eru rímnasmiðir og rapparar Forgotten Lores þeir bestu á Íslandi. Textagerð þeirra er beitt og ákveðin. Það eru margir sem fjalla um stjórnmál, lífið og heimspekileg málefni en ekki á sama hátt og þessir strákar. Þeir eru hnyttnir, málefnalegir, hreinskilnir og einlægir.....

.....Þetta eru rímnasmiðir 21. aldarinnar, megi íslenskufræðingar taka það til athugunar....

....Í tilfelli Frá heimsenda hafa þeir svo sannarlega tekið framförum sem hljómsveit. Þessi plata er það besta sem ég hef nokkurn tímann heyrt þá gera, ég fórna höndum yfir snilld þeirra, ég vil æpa yfir vegfarendur Laugavegsins: Kaupið Frá heimsenda!.......

.......Frá fyrsta lagi til síðasta skila reynsla og hæfileikar þeirra sér óumdeilanlega. Frá heimsenda kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrirsjánlegrar tónlistar. Hver endurtekningin á fætur annarri fyllir hillur tónlistarverslananna og mega þeir vara sig sem ekki senda frá sér smekklega útsetta meðalmennsku. Forgotten Lores minna mig á afhverju ég elska tónlist. Þeir eru fullir af metnaði og gleði. Þeir koma mér í gott skap í hvert sinn sem ég hlusta á þá. Loksins kemur út plata sem hyllir þá eins og þeir eiga skilið. Frá heimsenda með Forgotten Lores er án efa besta íslenska platan sem ég hef heyrt á þessu ári...........

Endilega tékkið á þessu sem og annarri tónlist á amiestreet.com. Það er sérstakt Íslands tilboð á Amie Street. Þeir skrá sig þurfa að skrifa iceland þar sem stendur promotional code, við það þá fá þeir 2$ til þess að kaupa sér tónlist. www.amiestreet.com/signup

Síða Forgotten Lores á Amie Street er: http://amiestreet.com/viewProfile.php?id=44237 

 


Íslensku hljómsveitirnar á Amie Street

 

Fyrir þá sem að fíla hip-hop þá er hægt að finna úrvals íslenskar hljómsveitir og listamenn. Hljómsveitir á borð við  Orginal Meldoy or Mystik One flytja mjög hefðbundið hip-hop. Einnig er hægt að finna listamenn sem er að búa til takta og sönglaust hip-hop. Beatmakin Troopa nýtur vinsælda og virðingar inn á Amie Street.. Steve Sampling og Dj B-Ruff hafa nýlega skráð sig inn Amie Street og eru mjög góðir.

 

Fyrir þá sem að fíla popp tónlist þá er hægt að finna helling af íslenskum lista mönnum inn á Amie Street. Hljómsveitin Vafurlogi spila órafmagnað rólindis popp. Binni P er trúbador sem spilar kassagítars popp. Binni er einnig meðlimur í hljómsveitinni Cellar Door, ásamt Binna er söngkonan Sandra í hljómsveitinni. Hún hefur mjög fagra rödd, hljómsveitin hefur notið vinsælda á Amie Street. Það eru fleiri söngkonur sem eru að gera það gott á Amie Street.  Íslenska raftónlistar gyðjan í  Beautiful Chaoz er inn á Amie Street. Einnig Worm is Green sem spila rafræna tónlist og hafa kvensöngvara. Get Down For Glory spila tilraunakennda raftónlist.

 

Fyrir þá sem fíla Rokk og ról þá er nóg af slíkri tónlist á Amie Street. Þeir sem eru þekktastir eru líklega Telepathetics . Tony the Pony hafa einnig verið vinsælir á íslandi, en þeir spila einhverskonar blöndu of rokki og poppi. Hljómsveitin Nögl spilar framsækið rokk. Shima spila einnig framsækið rokk, þykir tónlistin þeirra minna á hljómsveitir á borð við Tool og NIN. Royal Fanclub  Koda spila Indý skotið rokk. Sun Temple spila tilrauna kennt rokk er hliðarverkefni trommarans í Jakobínurínu. Bob spila einnig tilraunakennt rokk og platan þeirra dodbobqoqpop hefur hlotið mig góða gagnrýni víðast hvar. Stafrænn Håkon spilar draumkennda tilraunatónlist.

 

Fyrir þá sem fíla eitthvað harðar þá er hægt að mæla með Aston Cut. Það er jafnvel hægt að finna íslenskt pönk á Amie Street, Morðingjarnarnir og Pönkbandið Fjölnir.  Að lökum hvetjum við sem flesta til þess að skoða hljómsveitina Johnny and the Rest, en hún spilar blús tónlist.  


mbl.is Íslenskur dagur á erlendri tónlistarsíðu á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Air til Íslands

Ég frétti það í morgun að franski rafdúettinn Air er að koma til landsins í júlí. Air hefur verið ein af uppáhalds hljómsveitum mínum, frá því að ég eignaðist geisladiskinn Moon Safari. Ég hef ekki hlustað á neinn geisladisk jafn mikið og Moon Safari, kaupin á honum eru ein af mínum bestu fjárfestingum. Koma dúettsins er í tengslum við atburðinn "Franskt vor" sem byrjaði með frábæri myndlistasýningu á Listasafni Íslands.

 

Dúettinn var myndaður árið 1995 af arkitektanemanum Nicolas Godin og stærðfræðinemanum Jean-Benoit Dunckel. 1997 gáfu þeir út fimm laga þröngskífuna Premiers Sympomes, ári seinna kom fyrst stóra platan þeirra Moon Safari. Hún sló í gegn um allan heim fyrsti singullinn var lagið "Sexy Boy" í kjölfarið kom " Kelly Watch the Stars" og "All I Need". Platan fékk mjög góða dóma og var yfirleitt ofarlega í árs uppgjörum.

 

Tveimur árum seinna gerðu þeir félagar tónlistina fyrir kvikmyndina "The Virgin Suicides" eftir Sofíu Coppola. En þeir hafa einnig komið að tónlistinn fyrir aðrar myndir sem hún hefur gert eins og Lost in Translation og Marie Antoninette.

 

Önnur stóra platan þeirra var 10,000 Hz Legend. Á þeirri plötu nutu þeir liðsinnis meðal annars meistara Beck. Platan fékk ekki eins góða dóma og meistaraverkið  Moon Safari. En þó eru hún full af slögurum eins og "Radio #1" "How does it make you feel" og "Don´t be light".

 

Þriðja stóra platan þeirra kom út árið 2004 Talkie Walkie. Hún fékk þó nokkra athygli og seldist vel, náði meðal annars öðru sæti á breska vinsældalistanum. Persónulega finnst mér að hún hafi ekki fengið það lof sem hún á skilið, en mér finnst hún ekki síðri Moon Safari. Á plötunni eru lög á borð við ,,Cherry Blossom girl" "Surfing on a rocket" og "Alpha Beta Gaga". Ég þori að veðja að flestir hafa blístrað stefið úr síðast nefnda laginu en það er gjörsamlega búið að ofnota það í auglýsingum á Skjá einum.

 

Air-liðar komu einnig að gerð meistaraverki Charlotte Gainesbourg 5:55, ég hef reyndar ekki heyrt þá plötu en ég hef bara heyrt gott um hana.

 

Í næsta mánuði er væntanleg fjórða stóra platan frá Air, hún mun heita Pocket Symphony. Hún lofar vægast sagt mjög góðu hún er pródúseruð af ofurmenninu Nigel Godrich (Radiohead, Travis, Beck, Paul McCartney) og íslandsvinurinn Jarvis Cocker mun aðstoða þá. Væntanlega munu þeir spila efni af henni í Júlí.

Airpocketsymphony

 

Hægt er að hlusta á myspace-síðunni þeirra á fyrsta singullinn http://www.myspace.com/intairnet

 

Í tónlistar spilaranum hérna við hliðina á er hægt að hlusta á lagið Playground of Love sem hljómaði í kvikmyndinni The Virgin Suicides. 


Meira um Ronn Moss, fyrir áhugamenn Bold and the Beautiful

Stuttu eftir að ég skirfaði fyrri færsluna þá voru lög með Ronn Moss sett inn á Amie Street. Hægt er að nálgast þau frítt á síðunni. Einnig má heyra tóndæmi á síðunni hjá mér. Ég á von á allir aðdáendur bold and the beautiful nýti tækifæri að náð í lög með goðinu.... Verði ykkur að góðu....

Söngvari dagsins: Ronn Moss a.k.a Rigde Forrester.

Eins og ég sagði frá í færslu hér að framan þá hef ég lúmskt gaman af lélegu sjónvarpsefni. Ég get játað upp á mig ýmsar syndir í þeim efnum og þar á meðal að hafa horft á Bold and the Beautiful. Reyndar skipti það ekki máli þó maður missti af einum eða tveimur eða jafnvel tuttugu þáttum, það hafði ekkert gerst. Nema stundum voru komnir nýir leikarar í hlutverk aðal persónanna. Ég ætla líka að játa það að mamma mín horfir á þáttinn en þann dag í dag og þess vegna hef ég ,,dottið" inn í þættina.

Bold and the beautiful er ekki bein ástæða fyrir þessu blogi heldur er það leikarinn sem leikur Ridge Forrester í þáttunum hann Ronn Moss. En ég er að vinna að verkefni fyrir hljómplötu fyrirtæki Audio Bee. Þegar ég var að renna í gegnum listamennina sem þeir hafa á sínum snærum þá var Ronn Moss einn af þeim. Já... þeir gáfu út plötuna Uncover með Ronn Moss í ágúst í fyrra. Ég ætla ekki að fjalla efnislega um plötuna, en David Hasselhoff má fara vara sig. Á undanförnum mánuðum hefur Ronn Moss og félagar verið á tónleika túr sem nefnist the sharp dressed man.

  

Hann hefur náð allnokkrum vinsældum í Ástralíu, sem svipar kannski við vinsældir David Hasselhoff í Þýskalandi. En þar er Mr. Moss eins konar cult hetja og til álita í kosningum sem Ástrali ársins. Þess ber að geta að Ronn Moss er fæddur og uppalin í Los Angeles.

Ronn Moss sem er í dag 55 áraþótt hann framúrskarandi efnilegur í Amerískum fótbolta. (Hefur líka lúkið í það). En það var tónlistin sem átti hug hans allan, hann byrjaði hljómsveitunum og Punk Rock and Count Zeppelin og Fabled Airship. Moss þótt efnilegur bassaleikari og árið 1976 gekk hann í hljómsveitina Player. Ég veit rosalegt nafn. En þeir voru eins smells hljómsveit (One hit wonder), og það var engin smá hittari. Það var lagið "Baby come back" sem ég held að nánast allir kannist við.

  neðstur til vinstri

Því miður ég ekki nægilega tæknilega sinnaður til þess að setja inn myndbönd með Ronn Moss inn á síðuna en þau eru rosaleg og vil ég benda á áhuga sömum á heimasíðuna www.ronnmoss.com til þess að skoða þau.

 


Söngkona dagsins - Alexa Ray Joel

Alexa Ray Joel

Í staðin fyrir lag dagsins frá tónlistarvefnum Amie Street, þá ætla ég að hafa söngkonu dagsins að þessu sinni. Söngkona sem ég kynni til sögunnar er Alexa Ray Joel, eins og eftir nafnið gefur til kynna þá er hún dóttir Billy Joel og fyrirsætunnar Christie Brinkley. Alexa er ný orðin 21 árs og hefur stundað pínónám frá ungaaldri. Í ágúst í fyrr þá gaf Alexa út sinn fyrsta og eina geisla disk eða öllu heldur þröngskífu (EP). Platan ber heitið Sketches og hægt er að nálagst hana í heild sinni á Amie Street.  Skífan ber heil 6 lög og eru þau flest í ætt við tónlist Norah Jones og einnig má heyra og finna fyrir sterkum áhrifum frá tónlist föðurs hennar. Reyndar má heyra í nokkrum lögunum samlíkingar við Ray Charles, en þess má geta að Alexa tók upp millinafnið Ray eftir honum.

Endilega sem flestir ættu að tékka á þessari efnilegu söngkonu, hægt er að fá alla plötuna þegar þetta er skrifað á aðeins 55 cent. En það fer ört hækkandi vegna þess að verðlagning tónlistar á Amie Street fer eftir eftirspurn og það er mikil eftirspurn eftir Alexa Ray Joel.

Hægt er að finna meiri upplýsingar á heimasíðu hennar  http://www.alexarayjoel.com/ og á myspace síðunni hennar http://www.myspace.com/alexarayjoel

 


Eigandi Framsóknarflokksins með afmælistónleika

Ég las það í blaðinu Sirkus (sem verður lélegra og lélegra með hverju eintakinu) að Ólafur Ólafsson, eigandi sérhagsmunasamtakanna sem kallaður Framsóknarflokkurinnn,  væri að fara að halda upp 50 ára afmælið sitt. Ekkert til sparað við veislu höldin og ætlar hann að flytja inn erlenda hljómsveit fyrir um 70 milljónir króna. Það er enn ekki komið í ljós hvaða hljómsveit þetta er. En ég er búin að pæla í þessu allan daga hvaða hljómsveit þetta er.

 

Þetta er áhugavert sérstaklega í ljósi umræðunnar um spila mennsku Duran Duran í nýársveislu kaupþings-Ármans. Einhvers staðar sá ég að það hefði kostað 35 milljónir, því er þetta einhver helmingi stærri hljómsveit heldur en Duran Duran. Reyndar væri það týpískt að Framsóknar-Ólafur fengi Duran Duran til þess að spila helmingi lengur í sinni veislu en Ármann. Þó það væri týpískt fyrir íslenska plebba þá á ég erfitt með að kaupa það að Framsóknar-Ólafur muni ekki vera hugmyndaríkari enn þetta. Einnig yrði hann dæmdur í Plebbalandi sem hermikráka og það vill xb-óli alveg örugglega ekki. Jafnframt hafa Duran Duran spilað nýlega á Íslandi (verst spilandi band sem undirritaður hefur séð spila á stór tónleikum)

 

Kannski reynir XB-Óli að toppa KB-Ármann með því saman eina Wham aftur. Fá George Micheal og Andrew Ridgley saman aftur, þannig væri hann búin að ulla laglega framan í KB-Ármann og kókaín-kynslóðina sem stýrir Kaupþingi. En Ólafur er einn af stærstu eigendum þess banka. Reyndar held ég að það þurfi meira til en 70 milljónir og afmæli ríkasta óþokka íslands, svo þeir komi aftur fram. George Michael spilaði reyndar í einhverju Rússa partýi á nýja árinu fyrir meiri pening en 70 milljónir. Hann myndi varla fórna virðingu sinni frekar, svo er hann líka samkynhneigður það myndi ekki fara vel í sannkristna Framara.

 

Mér þykir reyndar alveg ljóst að þetta band hafi verið vinsælt, þegar Ólafur var ungur.  Látum okkur sjá Ólafur var tvítugur 1977, ári áður en ég fæddist. Þá var diskóbylgjan í algleymingi. Einhvers staðar las ég að The Supremes væri að koma aftur saman, án þess að vera beint diskó og vinsælar að eins fyrr, þá gæti það vell verið. Einnig held ég að KC and the Sunshine Band, sé líka en að spila. Reyndar held ég að þessar hljómsveitir kosti ekki nærri því svona mikið. Ég meina Sister Sledge spiluðu á Brodway án þess að nokkur tók eftir því.

 

Reyndar held ég að það verði boðið upp á einhvern viðbjóð, ég held að Ólafur sé ekki smekkmaður á tónlist frekar en annað. Totó að koma til landsins þannig það er ekki líklegt að það verði boðið upp á þann viðbjóð í tvígang. Reyndar væri það viðhæfi að Ólafur myndi syngja með þeim Afrika, vegna þess að hann keypti sér syndaflausn með styrk til Afríku. Micheal Bolton er búin að koma, þannig það væri old-news og varla er það Rod Steward. Celine Dion kostar meira en 70 milljónir. Reyndar gæti verið að það yrði keypti einhver dramadíva til þess að syngja. Þannig að hann gæti fengið Whitney Huston (myndi skemmta sér vel með kaupþingsgenginu), Maríu Carey, Barböru Streisand. En það myndi ekki passa að láta þessar dívur spila í einhverri frystigeymslu. Reyndar fengi Óli prik, prik ef hann myndi flytja Dolly Parton inn.

 

Reyndar gæti verið að Óli væri dulin rokkari myndi finna eitthvað sem myndi hæfa fyrstigeymslunni. Gæti verið hann sé að flytja Billy Idol inn? Eða Ozzy Osbourne? Nei varla. Frekar myndi hann flytja inn Billy Joel eða Elvis Costello. Þó svo að mér þætti það yfir náttúrlega hallærslegt að hlusta á þá í frystigeymslu. Kannski verða Guns and Roses aðalnúmerið eða iðnaðarrokkarnir í Bon Jovi. Hver veit?

 

Svo er náttúrlega séns á að XB-Ólafi sé mikið um að verða hipp og kúl. Hann gæti flutt Robbie Williams inn til að heilla kaupþingsliðið upp úrskónum eða jafnvel meistar Timberlake. Reyndar myndi það topp allt ef Britney Spears og París Hilton myndu mæta, djöfulli væri framsóknar- Óli kúl þá. Myndir af Öfugnafna mínum honum Birni Inga og Framsóknar Denna, með sitthvora kókdísina upp á arminn í Séð Heyrt. Þetta gæti jafnvel halað inn x-b atkvæðum, óþó.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband