Söngkona dagsins - Alexa Ray Joel

Alexa Ray Joel

Í staðin fyrir lag dagsins frá tónlistarvefnum Amie Street, þá ætla ég að hafa söngkonu dagsins að þessu sinni. Söngkona sem ég kynni til sögunnar er Alexa Ray Joel, eins og eftir nafnið gefur til kynna þá er hún dóttir Billy Joel og fyrirsætunnar Christie Brinkley. Alexa er ný orðin 21 árs og hefur stundað pínónám frá ungaaldri. Í ágúst í fyrr þá gaf Alexa út sinn fyrsta og eina geisla disk eða öllu heldur þröngskífu (EP). Platan ber heitið Sketches og hægt er að nálagst hana í heild sinni á Amie Street.  Skífan ber heil 6 lög og eru þau flest í ætt við tónlist Norah Jones og einnig má heyra og finna fyrir sterkum áhrifum frá tónlist föðurs hennar. Reyndar má heyra í nokkrum lögunum samlíkingar við Ray Charles, en þess má geta að Alexa tók upp millinafnið Ray eftir honum.

Endilega sem flestir ættu að tékka á þessari efnilegu söngkonu, hægt er að fá alla plötuna þegar þetta er skrifað á aðeins 55 cent. En það fer ört hækkandi vegna þess að verðlagning tónlistar á Amie Street fer eftir eftirspurn og það er mikil eftirspurn eftir Alexa Ray Joel.

Hægt er að finna meiri upplýsingar á heimasíðu hennar  http://www.alexarayjoel.com/ og á myspace síðunni hennar http://www.myspace.com/alexarayjoel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband