Hagstæð kjör eru afstæð

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að borga 50 þúsund á ári fyrir að hafa aðgang að enska fótboltanum.

Mér finnst 114% hækkun ekki hagstæð.

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að þurfa að festa mig í úreltu áskriftarkerfi.

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt ef ég byggi út á landi og fengið aðeins 3 stöðvar af 5 og samt að borga sama verð og höfuðborgarbúar.

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að borga 1300 krónur miðaða við að horfa á bara um 40 leiki á ári.

Mér finnst ekki hagstætt að binda mig í 12 mánuði yfir hlut sem tekur aðeins níu mánuði.

Mér finnst verðlag á enska boltanum ekkert sérstaklega hagstætt, en það er bara mín skoðun. 

Þetta er kannski hagstætt verð miðað við það að 5-7 þúsund heimil eru með Sky. Fjöldi manna eru eins og ég kjósa að fara á barin eða horfa á þetta frítt í gegnum netið. Heilmargir sem ég þekki hafa tekið sig saman og borga áskriftina saman. Og þarf leiðandi eru líkur á að það verði færri áskrifendur en þeir gerðu ráð fyrir. Þannig að þeir eru ekki að fá eins miklar tekjur og þeir gerðu ráð fyrir. Þyrftu því að hækka áskriftina enn meira og til að standa straum af kostnaði. En þeir kjósa að halda áfram að bjóða "hagstæð" kjör.

Ég mæli með forritinu Sopcast, í gegnum það getur þú horft á alla leiki ókeypis. 


mbl.is Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband