Airwaves 2007 (Miðvikudagur)

Jæja þá er fyrsti í Airwaves búin, ég hef sagt það áður að það sé best fyrir bönd að koma fram á miðvikudeginum. Vegna þess langflestir blaðamenn eru mættir, færri staðir eru opnir en á öðrum dögum hátíðirnar, því eru færri um athyglina. Þrátt fyrir það hefur fyrsti dagurinn oft verið slakasti dagurinn hljómsveitarlega.

Kvöldið í kvöld, var ekki svo frábrugðið fyrri reynslu minni á miðvikudags Airwaves. Við fórum á NASA, Organ og Gaukinn. Það kom á óvart hvað það voru margir og því hvað mikill troðningur var inn á stöðunum. Skipuleggendur mættu að ósekju bæta einum stórum stað í viðbót á fyrsta í Airwaves á næsta ári (ég mæli með Iðnó). En þá um hljómsveitirnar og listamennina.

1. Elísa.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við miklu, ég óttaðist að hún væri í einhverjum Evanescence hugleiðingum með dass af einhverju víkingarokki. En sem betur fer var það ekki reyndinni. Þetta var bara alveg fínt hjá henni, ágætislagasmíðar hún var fín sjálf. Reyndar hefði trommarinn mátt hemja sig að mínu mati. Í gamladaga þá fór ég helling af kolrössu og fannst þær frábærar, þær sönnuð að stelpur geta vel rokkað. Elísa rokkað smekklega sem var fínt. Frammistaða hennar var ekki frábær, heldur meira svona skammlaus.

2. Smoosh

Næsta band kom rosalega á óvart. Ég vissi ekkert um þetta band, en það komu á svið tvær unglingstelpur, sem ég komst seinna að voru 15, 13 ára gamlar, ellefu ára gömul litla systir þeirra kom seinna á bassan sem var mun stærri en hún. Það var hljómborð og trommur á sviðinu. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér, mér datt orð í hug eins og Mickey muse clube, pedophile, Einar Bárðarson og eitthvað fleira. En vitið hvað þessir fordómar áttu ekki alveg við, auðvita geta ungar stelpur rokkað eins og strákar. Þeir voru mun þroskaðri en strákabönd á þeirra aldri, eins t.d Hanson bræðurnir. Þetta var meira en bara krúttlegt, þær eru mjög efnilegar og ég efast um það að þær séu pródúserað band. Þannig að samlíkingarnar sem mér datt í upphafi í hug voru ekki byggðar á réttmætum grunni. Samt var þetta ekkert æðislegt, kom meira á óvart. Trommara systirin var þrusugóð. Ég vona svo innilega að þær feti ekki þann stíg sem að barnastjörnur vilja feta inn á og við lesum daglega á mbl.is.

3. Soundspell

Ég hafði séð þá í þættinum hjá Jóni Ólafs og þeir voru fínir þar. En guð minn góður hvað þeir voru leiðinlegir. Komu mér gjörsamlega í opna skjöldu með leiðindum. Þeir minntu mig á Airwaves tónleika Daysleeper á sínum tíma, sem toppuðu allt í hallærislegheitum. Algjör vonbrigði.

 4. Poetrix

Við ætluðum á Organ en það voru fleiri að bíða eftir að komast inn en voru inni. Við kíktum þá á Gaukinn. Gaukurinn er flottur eftir breytingar, skjáirnir koma vel út og eiga eftir að minnka troðninginn. Bandið sem við sáum voru Poetrix, þeir voru fínir. Ekki kannski alveg mitt sterkasta svið, tónlistarlega. En höfðu gaman, Einar Ágúst tók með þeim lag, líklega í fyrst og eina skipti sem hann spilar á Airwaves. Fyrir sögn á næsta Séð og heyrt verður, "Einar Ágúst spilar með ungum röppurum á Airwaves". Vitið til.  

5. Lights on the Highway.

Ég ákvað að gefa Loth séns, vegna þess að ég var að vinna með trommaranum og lagið paperboat finnst mér mjög flott. Ein þeir voru drep leiðinlegir, ég er búin að bíða eftir að Kristó söngvari springi út í 15 ár, ég er að gefast upp á því. Paperboat var fínt annað ekki nógu gott, sérstaklega var fyrstalagið leiðinlegt.

6. Cocktail Vomit

Þetta var það eina sem við vildum ekki missa af í kvöld. Ástæðan er sú að vinkona okkar hún Agnes er að syngja í þessu bandi. Þau komu mér á óvart, voru þrælskemmtileg og náðu upp eftirminnilegri stemmingu. Voru greinilega illa undirbúin en það kom ekki að sök, lýðurinn þyrsti í að dansa og djamma og þau sá fyrir því að kokka danstakta og koma liðinu í stuð. Örugglega sveittast stemming á miðvikudagskvöldi í Rvk í langan tíma, sem ekki tengist framhaldsskólaballi. Tveir þumlar upp fyrir að vera skemmtileg.


Airwaves 2007 (upphitun)

Jæja þá er komið að því árlega.. Airwaves.. Má segja að það sé ígildi verslunarmannahelgar eða þjóðahátíð í mínu lífi. ég er kannski eins upptrekktur eins og oft áður fyrir kvöldið.. ástæðan er að ég kom heim frá NY í nótt. Reyndar var stórubróðurhátíð Icelandic Airwaves að byrja þar sem kallast cmj. Það voru skildi á hverju götuhorni að auglýsa staði, bönd og hátíðina í heild sinni. Ég veit ekki af hverju hátíðirnar rekast á, ég hélt að Airwaves ætti að vera viku á undan CMJ, en það hefur greinilega eitthvað skolast til.

Ég hef tekið það upp í vana minn að  blogga um það sem fyrir augu ber á airwaves. Ég byrjaði á þessari iðju árið 2002 og hef gert það síðan nem að ég sleppti út árinu 2004, þar að segja að blogga. Ég ætlaði að rifja upp þessar færslur en ég fann hvorki færslur ársins 2002 og 2003, þannig það fórst fyrir.

Ég fór á mjög eftirminnilega tónleika í NY með hljómsveitinni The National, þeir voru í einu orði rosalegir.  Bæði var staðurinn, Music Hall of Williamsburg, og hljómsveitin frábær. Þegar við komum fyrir utan hrörlegt atvinnuhúsanaði með múrsteinagluggum þá leist okkur ekki á blikuna, en inni þá var staður sem minnti á gamla Tunglið, með stórum svölum og upphækkað að aftan. Allt var retró og cool, við náðum að smygla okkur upp á svalirnar með aðstoð miskunnsams dyravarðar. Við fengum besta staðinn á svölunum. Miskunnsami dyrasvörðurinn vaktaði svæðið fyrir framan okkur og sá til þess að við fengum besta útsýnið. Ég var reyndar fyrir því óhappi að missa niður bjór fram af svölunum, nokkrir fílelftir blökkumenn kom upp og ætluðu að ganga frá mér. Aftur kom miskunnsami dyravörðurinn mér til bjargar og henti breiðu blökkumönnum út. Ég var reyndar of drukkin til þess að átta mig á því hvað hefði gerst hefði ég ekki notið þessa besta dyravarðar sem ég hef kynnst.

Að tónleikunum þá var það Elvis Perkins sem hitaði upp, það var undarlegur fýr. Eftir áhyggja var pínu Elvis í honum og pínu Carl Perkins. Hann var með upptúnað kántrý band með sér sem sett grallarislegan blæ á þetta. Þar með líka pínu hallærislegan. En þeir höfðu gaman, Trommarinn minnti á litla trommarann og Kontrabassaleikarinn leit út eins tveggja metra David Spade í kúrekaskóm með kúrekahatt.

The National birtist fljótlega eftir að Elvis Perkins var búin. Þeir komu mér á óvart. Ég bjóst við miklu en hvað þeir voru rosalega vel spilandi og þéttir. Söngvarinn var ótrúlegur, hvað er málið með þessa rödd. Reyndar benti samferðarfélagi minn réttilega á að þegar keyrslan var mest hjá bandinu þá heyrðist lítið í honum. Auk þess kom mér skemmtilega á óvart hvað sessionleikarinn sem spilaði með þeim spilaði stórt hlutverk. Sá spilaði á fiðlu, píanó og orgel. Fiðlan passa fullkomlega við allt, keyrði oft bandið áfram. Píanó kaflarnir voru flottir eins og í laginu Fake Empire. Mig grunnar að þessir tónleikar verði ekki toppaðir á Airwaves, en maður fer jú á að airwaves til þess að uppgötva eitthvað nýtt.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég mæli með því að þeir sem vilja kíkkja á cool og skemmtilega staði fari til Williamsburg. Greinilega mikil uppbygging þarna í gangi og allt hipp og cool..

Það var gaman að fylgjast með liðinu sem var á leiðina á Airwaves í flugvélinni á leiðinni heim. Sumir voru greinilega í hljómsveit, ég þóttist taka eftir bandinu Grizzly Bears meðal annars. Svo voru sumir mjög stíliseraði, ég gaf mér að það væri fjölmiðlafólk og svo voru sumir sem réðu sér ekki fyrir kæti sem voru greinlega áhorfendur... Skemmtilegt að upplifa Airwaves frá þessum enda..

Þetta verður forvitnileg hátíð, stöðunum hefur fjölgaði, ég vona að það verði til þess að það verði til þess að það verði auðveldara að rölta á milli. Dagskráin er skemmtileg, margt sem rekst á. Ég er ekki með eins mikið planað og oft áður, ætlar bara að rölta, upplifa og láta koma mér á óvart. 

 


Tónlistariðnaðurinn er að breytast

Áður fyrir þá spiluð hljómsveitir á tónleikum til þess að selja geisladiska, en nú er öldin önnur (reyndar í orðsins fyllstu). Stór tíðindi er að gera gerst í tónlistarbransanum þessa dagana. Tvö af stæstu böndum Bretlands eru að gefa tónlist sína á netinu. Charlatans og Radiohead. Ástæðan er sú í báðum tilvikunum að þeir telja sig báðar fá meira út úr því að gefa tónlist sína út sjálfir en að gera samning við einhvern útgáfurisa. Aðferðir hljómsveitana er mismunandi, Charlatans hefur augljóslega gert fínan samning við útvarpstöðina xfm í Bretlandi fyrir að dreifa plötunni. Radiohead kýs hinsvegar að leyfa fólki að ráða hvað það borgar fyrir tónlistina. Höfða þannig kannski pínu inn á samvisku neytandans.

Sjálfur hef ég tekið þátt í starfsemi tónlistarmiðilsins Amie Street. Við erum búin að ræða þetta framferði hljómsveitan fram aftur í dag og í gær, það sérstaklega gær. Við erum mjög ánægðir með þessi tíðindi, en er þetta í takt við það sem við höfðum spáð, hljómsveitir fara meira út í það að gefa út sjálfar en styðjast við útgáfufyrirtækja. Þess vegna er það einbeittur vilji okkar að starfa sjálfstæðir, gefa öllum kost á því að stunda viðskipti með tónlist hjá okkur. Við höfum ekki verið að loka svæðum, þannig ákveðnir hópar gætu ekki keypt tónlistina og svo framvegins. Reyndar höfum við orðið af viðskiptum vegna þessara ákvarðana okkur, eða reyndar þeirra sem starfa NY. (Ég ræð ekki svo miklu)

 Við metum það sem svo að samskipta hraðin hafi aukist svo að það er í rauninni ekki hægt að útloka ákveðin markaðsvæði. Internetið hefur breyt kynningarleiðum, breyt dreifingu. Upplýsingatækni hefur breyst upptöku mynstri og gert upptöku kostnað minni. Áður fyrir þá voru þá stækkuðu útgáfufyrirtækin í krafti þess að þeir höfðu yfirburði í dreifingu, áttu greiðan aðgang að kynningu og áttu jafnvel stúdíóinn. Síðan þá hefur veruleiki þeirra breyst, síðasta hálmstráið þeirra var einokun þeirra á dreifingu. Þar að segja að koma geisladiskum í búðum. Fréttir fyrradagsins, eru fyrst og fremst þær að það hafa orðið breytingar í dreifing og sölu á tónlist.

Útgáfufyrirtækin hafa því ekki sama punktak sem þau höfðu áður, eina sem þau sitja upp með er útáfu- og dreifingaréttur á eldri titlum. Á þessum réttindum sínum liggja þau eins og ormar á gulli. Þau þrást við og vilja selja tónlist á svipuðum eða sama prís í gengum netið og á geisladiskaformi. Sem er náttúrlega ótrúlegt, vegna þess að virðiskeðjan online er svo mikið minni en á netinu.

Það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður, hvort það verði fleiri hljómsveitir sem feta í fótspor Radiohead og Charlatans.  


mbl.is Ný plata frá Radiohead eftir tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir Undirtónar

Fyrir c.a þremur og hálfu ára þá stakk ég nebbanum inn í þennan fríblaða bransa. Það var rétt áður en að Undirtónar og Sánd hættu. Þó að mín tilraun hafi mistekist þá er ég búin að bíða eftir ungu og efnilegu fólki til þess að taka við kindlinum eftir að hin merku brautryðjenda rit Undirtónar og Sánd hættu. Ekkert hefur gerst þanngað til nú, reyndar hefur grapevine staðið sig mjög vel sem götu-fríblað. Auk þess þá er Fréttablaðið og Blaðið fríblöð, en samt í dagblaða formi en ekki götublaða formi. Reyndar er ég að gleym blaðinu sem Svanson.net gefur út

 Biggi og Snorri Baron eru reynslu miklir í þessum bransa, blaðið er í mjög góðum höndum. Reyndar eru þeir ekki unglömb enn þá, báðir yfir 30 að skrifa gefa út fjölmiðil fyrir fólk á aldrinum 16-25.  Þeir verð að passa sig að leyfa ungu og efnilegu fólki að koma að útgáfunni. Svo hún líti ekki út eins og hvað er hipp og cool fyrir þenna markhóp í augum gaura sem eru yfir þrítugt.

Ég mun alla vegana bíða spenntur. Ef ég ætti eitthvað ráð fyrir þá væri að samtvinna fleiri miðla en dagblaða rekstur. Nýta vefmiðlinn bæði með Video og Hljóði.  Með því þá væri hægt að þróa spennandi konsept, auk þess þá myndi efnistökin fá meiri snertingu heldur en ef þeir væru eingöngu með dagblaðs útgáfu.


mbl.is Nýtt blað fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

June Carter-Cash á Amie Street

Amie Street, vefurinn sem ég hef verið að vinna fyrir, er að fyllast af tónlist. Þeir sem hafa séð myndina I walk the line, sem fjallar um ævi Johnny Cash muna eftir June Carter. Fyrir skömmu síðan þá var gefin út plata sem var tileinkuð June Carter og hennar tónlistararflegð. 

Platan heitir Anchored in Love hana er hægt að nálgast hana á Amie Street. Listamenn á borð við Willie Nelson, Elvis Costello, Sheryl Crow,  Billy Bob Thornton  Loretta Lynn, Kris Kristofferson, og stjúpsysturnar  Rosanne Cash og Carlene Carter.

 Þetta er einstaklega athyglisverð plata, sem ég mæli með. Hægt er að nálgast hana hérna. Hægt er að nálgast efni á plötunni með því að skrá inn lykilorðið iceland þar sem stendur promotional code. Þá fæst credit til að kaupa af Amie Street.

Hér í tónlistarspilaranum má heyra Walk the line með engum öðrum en Elvis Costello. 


Amie Street og Amazon

Tónlistarvefsíðan Amie Street sem ég hef verið að vinna fyrir á síðustu mánuðum var seld að hluta til internetsrisans Amazon. Það eru auðvita frábærar fréttir fyrir þennan litla tónlistarmiðils sem við höfum verið að skapa síðast um það bil árið. Fyrst og fremst er það mikil viðurkenning fyrir stofnendurnar og það starf sem þeir hafa unnið, sem rosalegt.

 

Við þennan samruna mun koma um 1000 hljómsveitir inn á vefinn á næstu dögum. Nú þegar er byrjað að streyma inn tónlist. Sem dæmi má finna gamlar perlur með Johnny Cash, Elvis og Ellu Fisgerald. Einnig má finna gamlar Airwaves hetjur á borð við Datarock og Thivery Cooperation. Einnig er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum nýkomin inn en það er hljómsveitin Cardigans.

 

Ég veit ekki enn hvaða þýðingu þessi samruni hefur fyrir mig persónulega, það kemur í ljós. Ýmislegt er þá í deiglunni í sambandi við Íslenska tónlist inn á síðunni. Inn á síðunni hérna er mesta selda lagið á Amie Street, það er Losing My Mind með hljómsveitinni Some Velvet Morning.

 

Ef einhver þarna úti hefur áhuga á að vita meira um Amie Street, eða hefur áhuga á koma tónlistinn sinni þarna út. Þá má hafa samband við mig.. ingibs@gmail.com


Hagstæð kjör eru afstæð

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að borga 50 þúsund á ári fyrir að hafa aðgang að enska fótboltanum.

Mér finnst 114% hækkun ekki hagstæð.

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að þurfa að festa mig í úreltu áskriftarkerfi.

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt ef ég byggi út á landi og fengið aðeins 3 stöðvar af 5 og samt að borga sama verð og höfuðborgarbúar.

Mér finnst ekkert sérstaklega hagstætt að borga 1300 krónur miðaða við að horfa á bara um 40 leiki á ári.

Mér finnst ekki hagstætt að binda mig í 12 mánuði yfir hlut sem tekur aðeins níu mánuði.

Mér finnst verðlag á enska boltanum ekkert sérstaklega hagstætt, en það er bara mín skoðun. 

Þetta er kannski hagstætt verð miðað við það að 5-7 þúsund heimil eru með Sky. Fjöldi manna eru eins og ég kjósa að fara á barin eða horfa á þetta frítt í gegnum netið. Heilmargir sem ég þekki hafa tekið sig saman og borga áskriftina saman. Og þarf leiðandi eru líkur á að það verði færri áskrifendur en þeir gerðu ráð fyrir. Þannig að þeir eru ekki að fá eins miklar tekjur og þeir gerðu ráð fyrir. Þyrftu því að hækka áskriftina enn meira og til að standa straum af kostnaði. En þeir kjósa að halda áfram að bjóða "hagstæð" kjör.

Ég mæli með forritinu Sopcast, í gegnum það getur þú horft á alla leiki ókeypis. 


mbl.is Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með lagið Party in the white house?

Heiðar sem er yfirleitt kenndur við Botnleðju er sniðugur gaur. Sóló verkefnið hans The Viking Gaintshow, hlaut ekki verðskuldaða athygli á sínum tíma. En skemmtilegasta lag síðast árs var lagið Party in the white house? Spurning hvort það hefði fengið spilun á kananum ef hann væri en við líði eða hvort lagið hefði slopið í gegnum nálarauga AT&T. Hægt er að hlusta á lagið hér við hliðina á.
mbl.is Bannað að syngja um Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að haga stærð eftir hentugleika.

Á háskóladögum mínum þá nam ég aðferðafræði og grein sem kallaðist Almenningsálit hjá þeim mikla meistara Ólafi Þ. Harðarsyni. Eftir þá kúrsa þá öðlaðist ég nýja sýn á fjölmiðla og upplýsingar frá fyrirtækjum. Ólafur kenndi mér meðal annars að það væri til þrennskonar lýgi. Hrein lýgi, hvít lýgi og tölfræði. Flest fyrirtæki reyna að haga tölum sér í hag, vegna þess að þykir styrkja ímynd og sjálfsmynd fyrirtækja.

Upp á síðkastið hefur 365 verið að reyna að verja slæmar ákvarðanir í verðlagsmálum á fótbolta. Það vill svo til að deildarstjóri tekjusviðs er útlærður almannatengsla maður (PR). Almannatengslamenn eiga að meðal annars að sjá til þess að fréttaflutningur sé fyrirtækjum hagstæður. Ef hann er ekki hagstæður þá beygja þeir hann, nota aðferðir sem ég lærði hjá Meistar Ólafi Þ. Harðarsyni. Pétur tekjustjóri, hefur notað ótrúlegar aðferðir til að hagræða verðskrá 365 eftir hentugleika, því miður hans vegna þá hefur það mistekist hjá honum.

365 er þannig í sveit sett að það vill svo heppilega til að fyrirtækið með markaðsráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði. Því hefur Pétur verið alveg einstaklega heppin með viðmælendur, þrátt fyrir það hefur allt mistekist hjá honum. Hann fór til að mynda í drottningaviðal hjá Framsóknar Denna í íslandi í dag. Denni kom að því viðtalinu sem er eiginlega inntak þessa pistils, hann klifaði á þeir sem eru ónægðir sé hávær minnihluti.

Þessi fullyrðing hávær minnihluti hefur farið pínu fyrir brjóstið á mér. Hvað hafði Steingrímur fyrir sér að það væri aðeins hávær minnihluti sem væri óánægður með verðið hjá 365. Ætli hann hafi Capacent rannsókn til að styðjast við? Ætli að meirihluti heimila landsins hafi verið þá þegar keypt aðgang að sýn2? Ætli að hann hafi gert vinnustaðakönnun og fæstir hafi verið óánægðir með verðlagningu 365? Varla, hann slengdi þessu út í loftið tilhæfulausu. Hver var tilgangurinn? Jú líklega til að reyna að skapa hype í kringum sýn2.

Bennitikt Bóas blaður DV hélt áfram með þessa klifun, hávær minnihluti, notaði hana hana á sömu forsendum og Denni.

Téður Pétur hér að ofan, hefur vitnað í skoðankönnun sem 365 lét gera hjá viðskiptamönnum sýnar (þeirrar gömlu góðu). Sem hann hefur rangtúlkað annað hvort viljandi eða af vankunnáttu (hefði átt að sytja tíma hjá Óla Þ). Þar blæs hann því út að 80% af kúnnum sýnar hafi verið með enska boltan. Út frá þeim upplýsingum finnur hann út að 20% væntanlegra kúnna sýnar2 séu að borg hæðsta mögulega verðið fyrir enska boltan. Augljós aðferða villa hjá Pétri, líklegast notuð til þess að sýna fram á þenna meinta háværa minnihluta.

Á forsíðu visir.is, segir frá því að áskriftasala sýnar2 gangi frábærlega, sú ályktun er dregin út frá orðum sjónvarpsstjórans sem lætur hafa eftir sér ,,áskriftarsalan er betri en ég þorði að vona". Gaman er vita hverjar væntingar Hilmars sjónvarpstjóra hafi verið áður en salan hófst. En ég leyfi mér að fullyrða að þessi frétt sé skrifuð undir formerkjum Almannatengsla Péturs, með sömu formerkjum og það sem ritað er hér að ofan.


Leaves tónleikar á Organ

Ég vildi vekja athygli á það að félagar mínir í hljómsveitinni Leaves eru með tónleika á nýja tónleikastaðnum Organ. Ég hef aldrei komið inn á Organ en hann á að vera hannaður sem tónleika staður.  Hljóðkerfið á að vera sér hannað fyrir staðinn og því má eru væntingarnar miklar.  Mig hlakkar mjög til að sjá til hvernig til hefur tekist, er vonandi ekki með endalausum súlum eins og NASA og Þjóðleikhúskjallarinn. Eða í L og lár til lofts eins og Gaukurinn, eða nánast barlaus eins Iðnó.

Það sem ég hef heyrt af nýja efninu hjá Leaves þá er miklar breytingar í gangi hjá þeim. Mun tilraunakenndari en áður, rokkaðari og skítugri. Hlakka mikið til að heyra endanlega útgáfu á plötunni.

Hér til hliðar má heyra lagið Angela Test á tónlistarspilaranum. Nýja stuffið hjá þeim er allt öðruvísi.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband