Þegar Google eyðilagði góða sögu

Ég hef lengi verið á því að Lee Hazelwood hafi verið mikil snillingur. Að mínu mati þá er lagið Some Velvet Morning eitt af flottari lögum sem ég hef heyrt. Anstæðurnar Lee og Nancy Sinatra, hann dimmraður og drungalegur og Nancy með engla rödd. Hraði takturinn þegar hann syngur og hægláti takturinn þegar Nancy syngur. Alveg ótrúlegt lag, sem ég mun alltaf muna eftir hvenær ég féll fyrst fyrir. 

En það var einmitt um verslunarmannahelgi fyrir nokkrum árum. En þá var ég í útilegu og kynntist manni sem vildi endilega kynna mig fyrir Nancy og Lee. Hann spilaði Summer Wine og téð lag hér að ofan. Á meðan sagði hann mér alveg ótrúlegar sögur af Nancy og Lee. Söngur sem ég hlustaði agndofa af hrifningu. Hann sagði mér frá helling af sögum af ástarsambandi Nancy og Lee. Hann hafi verið eldgömul fyllibita á meðan að Nancy hefði verið uppreisnargjörn dekurdrottning. Engum var verr við þetta ásta samband heldur en Frank. Átti Frank að hafa fengið Mafíuna til liðs við sig til þess að ganga frá Lee. Þessi saga var mikið meira djúsí heldur en sagan af Sid og Nancy.

 Þar sem ég hef mjög gaman að segja fólki sögur. Þá hafði ég þessa sögu all oft eftir og skreyti hana jafnvel en meira. Ég kynnti fullt af fyrir tónlist þeirra Lee og Nancy. Svo fyrir stuttu síðan þá datt mér einhvern vegin í hug að sannreyna þess sögu. Mér leið pínu kjánalega að hafa breyt út þennan hugarburð útilegumannsins.

Það er kannski kaldhæðni orlagana að Lee hafi látist um verslunarmannahelgina. Kannski enn undarlegra að ég að vinna fyrir breska hljómsveit um þessar mundir sem heitir tja... Some Velvet Morning... 

Hér í tónlistarspilaranum ætla má finna Some Velvet Morning með Nancy og Lee ásamt laginu Losing My Mind með hljómsveitinni Some Velvet Morning.

 


mbl.is Lee Hazlewood látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing býður upp á viðbóð

Mikið er ánægjulegt þegar íslensk fyrirtæki taka sig til og halda tónleika. En þegar þessir miðaldra kaupþingsmenn taka sig til þá verður fjandin laus. Ármann i London ofborgar útbrendum tónlistarmönnum á borð við Tom Jones og Duran Duran. Óli eigandi flytur inn stærsta kóktail listamann sögunar fyrir alltof mikin penning. Núna er hefur markaðsdeild Kaupþings borgað fyrir Concert örugglega milljónir króna fyrir að skipuleggja fyrir sig einhverju mesta tónlistar runki íslandssögunar.

Megnið af listamönnum voru upp á sitt besta á síðustu öld og spila nánast eingöngu tónlist sem var saminn á þeirri öld. Ungabrumið á tónleikunum, syngur coverlög eða lög sem er matreidd ofan í það. Það er árið 2007 en ekki 1997, það hefði hæglega getið verið sama lin-up árið 1997. Garðar í tónlistarskólanum, Luxor alvöru boy-band (en ekki sam sull fullorðina) og nælon stúlkna band. Kynnir var líka á topi síns tónlistarlega ferlis á þessum árum.

Ég kann að vera sjálfmiðaður, en það eru flestir. Ég vil óska þeim sem eru 40 ára og eldri og öðrum sem líkar vel við þessi leiðindi til hamingju með þetta stórglæsilega framtak Kaupþing Banka. Ég hef ekki áhuga..


mbl.is Kaupþing heldur tónleika í tilefni af afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

365 og enski boltinn


Um dagin kom frétta tilkynning frá 365 um verð á enska boltanum sem fer á stað fyrst í Ágúst. Verðið fyrir herleg heitin verða í kringum 4400 krónur, en þeir hafa stofnað sér sjónvarpsrás til þess að sýna fótboltan. Reyndar eru möguleikar að borga minna ef þú skuldbindur þig í ársáskrift með einhverju öðru hjá 365. Hér má sjá verðupplýsingar frá 365 í sambandi við enska boltan. 

Sýn 2 (enski boltinn) = 4.390 kr
Stöð 2 og Sýn 2 = 7.824 kr
Sýn og Sýn 2 = 8.890
Stöð 2 og Sýn og Sýn 2 með aukastöðvum Sýn = 10.710 kr 

Mér finnst fáráðlegt að borga 4400 krónur á mánuði fyrir Enska boltan, eða 44 þúsund krónur á ári. Ég trú ekki þú verðir að borga fleiri en 10 mánuði. Auðvita er 365 frjálst að verðleggja áskriftarleiðir sínar eins og þeim sýnist. Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun er auðvita útsetningaverðið sem þeir borguðu. Ég fer ekki út aðra pakka, einhvern tíman reiknaði ég það út að fólk er að borga 400 krónur per klukku tíma á stöð 2 miðað við áhorfendakannir Capacent, sem er líka rosalegur peningur. 

Ástæðan fyrir því að þeir geta ekki reikna með mínum penningum eru að ég horfi líklega um helming Liverpool leikja og kannski 10 aðra á leik tímabili. Því væri ég að borga c.a 1300 krónur fyrir hvern leik. Sem er eiginlega það há upphæð, að mér finnst vera hafa mig að fífili ef ég gerði slíkan samning. Þetta eru þrír bjórar á pöb með leiknum. Svo plús þá getur maður horft á highlight úr öðrum leikjum og mörk á youtube.

Ég væri kannski til í að borga 400 krónur per leik, með öðrum orðum ég þyrfti að horfa á 110 leiki á tímabili til þess að ég myndi spá í þessari fjárfestingu. það myndi þí að ég myndi horf á fótbolta í 160 klukkustundir sem er rétt um ein vinnumánuður í fótbolta gláp.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki efnaður, ný komin úr námi og á unga fjölskyldu, hef því nóg annað við penninga mína að gera, en að borga upp útsendingarkostnað fyrir 365. Ef ég ætti hins vegar nóg að penningum þá myndi ég fá mér Sky digital. Háskerputíðni og færustu sparkfræðingar í heimi beint í æð. Ég fatta rauninni afhverju þeir sem eru búnir að kaupa sér Háskerpusjónvarp, nýta það ekki. Annað hvort finnst þeim fyrst og fremst gaman að monta sig af HD merkinu framan af sjónvarpinu eða það er búið blekja þá það mikið að þeir vita ekki það þurfi HD útsetningu svo tækið virki.

 Fyrir utan það þá er áskriftarsjónvarp sem slíkt úrelt fyrirbæri. Gæti skrifað langar ritgerðir um það, kannski seinna. 


Ráðherrar og Hæfileikar

Nú er það orðið ljóst að það verður jöfn kynjaskipting hjá xS. Nýfrjálshyggju kútarnir finnst fárráðlegt að velja ráðherra eftir kynferði en ekki hæfileikum. Þeir virðast telja að fólk sé hæfileikaríkar eftir því sem það er ofar á lista og eftir því í hvaða kjördæmi það er. Finnst t.d sjálfsagt að efsti maður ákveðis kjördæmis fái þingsæti. Ég sé engan mun á þessum kríteríum jafnaðarmanna og nýfrjáhyggju kútanna. Þess sett ég niður mína eigin kríteríu þar sem ég tel  að mentun þroski hæfileika.  Jafnframt ætti að reynsla að  þroska þá en fremur.

Forsætisráðherra: Geir H með tvöfaldan MA. í hagfræði og stjórnmálafræði. Reyndar er hefð fyrir að lögfræðingar séu forsætisráðherrar xD

Utanríkisráðherra: ISG... Hún fór til LSE til að taka Evrópufræði í framhaldsnámi, Jafnvel Árni Páll hann er með framhaldsnám úr Evrópurétt. Bjössi  B  hefur einnig ritað  mjög mikið um  utanríkismál en því miður er herin farin  og  kalda stríðið búið.

Fjármálaráðherra: Illugi eða Ágúst Ólafur... Báðir hagfræðimenntaðir, reyndar er ÁÓÁ með samblöndu við lögfræði

 Menntamálaráðherra: Dr. Guðfinna skýrir sig sjálft, Guðbjartur samfylkingarkall er líka gamall skólastjóri sem og Ragnheiður Ríkarharðs.

 Dómsmálaráðherra: Þorgerður Katrín, ein af fjölmörgum lögfræðingum í hópnum. Líklegust vegna tignar hennar innan xd

kirkjumálaráðherra: Séra Karl augljóslega, Reydar kæmi Björgvin Sig til greina vegna heimspekimenntunar sinnar.

Sjávarútvegsráðherra: Dr Össi, reydnar sérfræðingur í Laxi. Einnig minnir mig að Krist Júl sé með skiptstjórnarréttindi og var stjórnarformaður Samherja.

 Félagsmálaráðherra: Ásta Ragnheiður var í félagsfræði í gamla daga en kláraði ekki. Kata Júl var í mannfræði en kláraði ekki.  það er böns af stjórnmálafræðingum í báðum flokkum á þingi. Það er því nokkuð margir sem koma til greina.

Heilbrigðisráðherra:Ásta Möller eini með heilbrigðismenntun,

Tryggingamálaráðherra: Pétur Blöndal Tryggingasérfræðingur þannig hann er  líklegur.

Iðnaðarráðherra: Sturla Böðv hann er byggingartæknifræðingur að mig minnir.

Viðskiptaráðherra: Þó ótrúlegt megi virðast þá er engin viðskiptafræðingur inn á þingi fyrir flokkana, nema þá kannski Ólöf Norðdal ég held reyndar að hún sé Lögfræðingur. Þeir hagfræðimenntuðu því sterkir inn Illugi og ÁÓÁ.  Reyndar hefur  Björk Guðjónsdóttir stundað  innflutning í  10 ár og  Jón Gunnarsson átti búðir með konu sinni.  Ótrúlegt en satt það  ráðuneyti sem ætti að vera auðveldast ekki  neinn augljós kanditad .

Samgönguráðherra: Gunnar Sverrisson er eini verkfræðingurinn augljóst.

Landbúnaðarráðherra: Árni Matt dýralæknir.. Reyndar er Kjartan Ólafsson garðyrkjuskóla gegninn. 

Umhverfisráðherra: Dr. Össur eini fyrir utan Árna matt sem menntaður í náttúruvísindum. 


Skátar á Amie Street!!!


Hljómsveitin Skátar gefa út plötu sína Ghost of the Bollocks to Come á tónlistarvefnum Amie Street. Það er hægt að nálgast plötuna fyrir rúmlega á 1$ hérna. Það tók mig smá tíma til þess að ná þessari plötu en hún er hreint út sagt frábær. Þetta er einhverskonar indý progrokk, reynd er að gera tónlistina eins óhefðbundna og hægt er. Stundum má segja að sum lögin séu í rauninni brot úr mörgum lögum. Með einhverjum undraverðum hætti þá mynda lögin einhverja óreiða heild. Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistargagnrýnandi hjá Mogganum hittir naglann á höfuðið í gagnrýni sinni. En ég tek mér það bessaleyfi að birta brot úr henni, en hún birtist 28 apríl síðast liðinn og gaf hún plötunni fjórar stjörnur.

 

    "Tónlistin sem þeir bjóða upp á á þessari annarri geislaplötu sinni er um margt ruglingsleg, og fyrstu hlustanir eru eins og að stinga hausnum inn í steypuhrærivél, svo ruglaður er maður í ríminu. Þegar línurnar fara að skýrast fer maður að heyra smá Sonic Youth (t.d. í gítarspili) en svo eru áhrif frá finnskri nýbylgju, íslensku pönki og progrokki ásamt auðvitað fullt af einhverju óútskýranlegu sem er bara hjá Skátunum."

 bilde?Site=XZ&Date=20070425&Category=LIFID0504&ArtNo=104250086&Ref=AR&NoBorder

 

Hérna í tónlistarspilaranum mínum má finna lagið Skálholt sem hefur heyrst X-inu og Reykjavík FM. Sjálfum þykir mér vænt um allt sem tengist Skálholti (ég er alin þar upp) og það er ástæðan fyrir því að ég vel lagið.

 

Fyrir ykkur sem eru orðin leið á hlusta á einhæfa tónlist sem er hætt að koma á óvart þá mæli ég með Skátum. Gefið tónlistinni tíma og þá er ekki aftur snúið, eitt sinn skáti ávallt Skáti.

 

Vegna einskærar góðmennsku minnar þá hef ég ákveðið að hjálpa þeim sem vilja eignast plötuna með því að opna aftur fyrir kynningar kóðann iceland. Þegar þið skráið ykkur inn skrifið þið orðið iceland þar sem stendur promotional code. Þá fáið þið kredit til að kaupa skáta plötuna og aðra tónlist á Amie Street.


Sáttmáli um framtíð Íslands

Ég fékk áskorun áðan sem ég tók. Tilefnið er að samtökin framtíðarlandið hefur komið fram með sáttmála um framtíð Íslands. Hægt er að nálgast upplýsingar um sáttmálan hérna . Ég hvet ykkur öll til þess að skoða sáttmálann. Sáttmálinn gengur í stuttumáli út á..

1. Við höfum kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag á Íslandi þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fær að njóta sín þeim sjálfum og öðrum til heilla.

2. Við sýnum komandi kynslóðum virðingu með því að láta lögfesta áætlanir um náttúruvernd áður en nokkuð frekar er aðhafst í orkuvinnslu.

3. Við öxlum ábyrgð á tímum viðsjárverðra loftslagsbreytinga í heiminum með því að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróðurhúsalofttegunda.

Ástæðan fyrir því að ég rita undir sáttmálan er fyrir framtíðina, ég tel okkar kynslóð ekki hafa rétt á að rýra lífsgæði komandi kynslóða. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að ráðstafa náttúruauðlindum fyrir dóttur mína.

1. Ég skrifa undir sáttmálann vegna þess að vitum svo lítið um náttúruna, þess vegna eigum við að reyna að hafa hana sjálfbæra, við eigum ekki að hætta á að sagða náttúruna með óþarfa megun. Nóg er hún orðin nú þegar.

2. Ég skrifa undir sáttmálann vegna þess að ég trúi á sjálfbæran efnahag, ég trú ekki á efnahagsstjórn sem gengur út á það að fjárfesta frekum iðnaði á nokkrar ára fresti. Í rauninni virkar það svipað og pissa í skóin sinn til að reyna að halda á sér hita. Það kemur innspíting inn í hagkerfið í stutta stund og þegar það byrjar að kólna þá kemur önnur innspíting, við vitum ekki hvað við getum spítt oft inn í hagkerfið. Keynísk hagfræði sem er heitið yfir þess aðferðir voru notaðar á eftirstríðsárunum og eru flestar þjóðir sem nota hættar að nota hana, Bretar notuðu þessar aðferðir þanngað til að gátu ekki spítt lengur inn í hagkerfið sitt.

3. Ég skrifa undir sáttmálann vegna þess að ég trúi á fjölbreytt atvinnulíf. Á Íslandi búa svo fáir, þess vegna er mjög brýnt að reyna að skapa fjölbreytt atvinnulíf. Ég hef reyndar undir höndunum þá neinar tölur um hvað mörg störf þessar aðgerðir gætu skapað en það er ljóst að það er mjög mörg störf, þetta eru rosalega miklar aðgerðir. Þátttaka á atvinnumarkaði á Íslandi er í kringum 83%, eðilegt annarsstaðar er að atvinnuþáttaka er í kringum 60%. Atvinnuleysi er lítið nánast ekki neitt, um 60% af hverjum árgangi útskrifast um framhaldsskóla og þeim fer alltaf fjölgandi. Það eru um 18 þúsund háskólanemar í skólum á Íslandi c.a 3 þúsund erlendis, árlega fjölgar þeim sem útskrifast úr grunnháskólanámi, framhaldsnámi og doktorsnámi.* Háskólamenntuðum fjölgar gífurlega ár frá ári, ísland er að breytast í þekkingarsamfélag. Því er það fullkomin tímaskekkja að atvinnustefna hins opinbera miðist við að fjölga störfum í frumframleiðslugreinum, í staðin fyrir að efla fyrirtæki hátækni og þekkingarfyrirtæki. Hjálpa nýjum fyrirtækum að spretta upp í staðin fyrir að greiða fyrir stofnun risa verksmiðja. Hjálpa nýjum atvinnugreinum að byggjast upp í staðin fyrir að einblýna á einhæfan iðnaðarframleiðslu. Færumst nær hugmyndum þekkingarhagkerfi frá hugmyndar heimi framleiðsluhagkerfisins, fólk framtíðarinnar þeir sem eru inn í háskólunum eru að gera það, það er komin tími á stjórnvöld.

4. Ég skrifa undir þennan sáttmála vegna þess að ég trúi á fólkið, afkomendur þeirra sem byggðu upp þetta land. Virkjum frekar kraftin í okkur í staðinn fyrir að ganga á það sem við fengum ósnortið í arð.

Ég skora á þá sem eru sammála þessum atrituðu að undirrita þennan sáttmála. Við verðum að taka á byrgð á því hvernig við viljum sjá framtíð okkar og framtíð barna okkar.

* hægt er að nálgast þessar upplýsingar í MA-ritgerðinni minni.


Forgotten Lores á Amie Street.

Líklega vinsældast og virtasta rapphljómsveit Íslands gefur út plötuna sína “Frá heimsenda” út á Amie Street. Þegar þetta er skrifað þá er hægt að ná í plötuna frítt, en það verður ekki lengi. Ég hvet sem flesta að skrá sig inn ná í plötuna, því hún er frábær. Persónulega þá féll ég fyrir þeim á Airwaves 2005 en þar voru þeir með live band með sér. Þið ykkar sem hafið áhuga á íslensku tungumáli þá er þetta eitthvað sem þið verið að skoða.  Ég tók mér það bessaleyfi að vitna í Helgu Þórey Jónsdóttir tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins.  

Besta plata ársins

Forgotten Lores – Frá heimsenda... Fimm stjörnur

.....Hljómsveitin samanstendur af tveimur plötusnúðum og þremur röppurum og eru þeir allir framúrskarandi á sínu sviði. Það er ekkert óþægilegt við tónlistina, hún flæðir vel og í henni er að finna mikil djassáhrif. Hljóðvinnslan er afskaplega vönduð, þeir hafa mikinn metnað fyrir góðri tónlist, það heyrist vel á Frá heimsenda....

......Að öðrum ólöstuðum eru rímnasmiðir og rapparar Forgotten Lores þeir bestu á Íslandi. Textagerð þeirra er beitt og ákveðin. Það eru margir sem fjalla um stjórnmál, lífið og heimspekileg málefni en ekki á sama hátt og þessir strákar. Þeir eru hnyttnir, málefnalegir, hreinskilnir og einlægir.....

.....Þetta eru rímnasmiðir 21. aldarinnar, megi íslenskufræðingar taka það til athugunar....

....Í tilfelli Frá heimsenda hafa þeir svo sannarlega tekið framförum sem hljómsveit. Þessi plata er það besta sem ég hef nokkurn tímann heyrt þá gera, ég fórna höndum yfir snilld þeirra, ég vil æpa yfir vegfarendur Laugavegsins: Kaupið Frá heimsenda!.......

.......Frá fyrsta lagi til síðasta skila reynsla og hæfileikar þeirra sér óumdeilanlega. Frá heimsenda kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrirsjánlegrar tónlistar. Hver endurtekningin á fætur annarri fyllir hillur tónlistarverslananna og mega þeir vara sig sem ekki senda frá sér smekklega útsetta meðalmennsku. Forgotten Lores minna mig á afhverju ég elska tónlist. Þeir eru fullir af metnaði og gleði. Þeir koma mér í gott skap í hvert sinn sem ég hlusta á þá. Loksins kemur út plata sem hyllir þá eins og þeir eiga skilið. Frá heimsenda með Forgotten Lores er án efa besta íslenska platan sem ég hef heyrt á þessu ári...........

Endilega tékkið á þessu sem og annarri tónlist á amiestreet.com. Það er sérstakt Íslands tilboð á Amie Street. Þeir skrá sig þurfa að skrifa iceland þar sem stendur promotional code, við það þá fá þeir 2$ til þess að kaupa sér tónlist. www.amiestreet.com/signup

Síða Forgotten Lores á Amie Street er: http://amiestreet.com/viewProfile.php?id=44237 

 


Íslensku hljómsveitirnar á Amie Street

 

Fyrir þá sem að fíla hip-hop þá er hægt að finna úrvals íslenskar hljómsveitir og listamenn. Hljómsveitir á borð við  Orginal Meldoy or Mystik One flytja mjög hefðbundið hip-hop. Einnig er hægt að finna listamenn sem er að búa til takta og sönglaust hip-hop. Beatmakin Troopa nýtur vinsælda og virðingar inn á Amie Street.. Steve Sampling og Dj B-Ruff hafa nýlega skráð sig inn Amie Street og eru mjög góðir.

 

Fyrir þá sem að fíla popp tónlist þá er hægt að finna helling af íslenskum lista mönnum inn á Amie Street. Hljómsveitin Vafurlogi spila órafmagnað rólindis popp. Binni P er trúbador sem spilar kassagítars popp. Binni er einnig meðlimur í hljómsveitinni Cellar Door, ásamt Binna er söngkonan Sandra í hljómsveitinni. Hún hefur mjög fagra rödd, hljómsveitin hefur notið vinsælda á Amie Street. Það eru fleiri söngkonur sem eru að gera það gott á Amie Street.  Íslenska raftónlistar gyðjan í  Beautiful Chaoz er inn á Amie Street. Einnig Worm is Green sem spila rafræna tónlist og hafa kvensöngvara. Get Down For Glory spila tilraunakennda raftónlist.

 

Fyrir þá sem fíla Rokk og ról þá er nóg af slíkri tónlist á Amie Street. Þeir sem eru þekktastir eru líklega Telepathetics . Tony the Pony hafa einnig verið vinsælir á íslandi, en þeir spila einhverskonar blöndu of rokki og poppi. Hljómsveitin Nögl spilar framsækið rokk. Shima spila einnig framsækið rokk, þykir tónlistin þeirra minna á hljómsveitir á borð við Tool og NIN. Royal Fanclub  Koda spila Indý skotið rokk. Sun Temple spila tilrauna kennt rokk er hliðarverkefni trommarans í Jakobínurínu. Bob spila einnig tilraunakennt rokk og platan þeirra dodbobqoqpop hefur hlotið mig góða gagnrýni víðast hvar. Stafrænn Håkon spilar draumkennda tilraunatónlist.

 

Fyrir þá sem fíla eitthvað harðar þá er hægt að mæla með Aston Cut. Það er jafnvel hægt að finna íslenskt pönk á Amie Street, Morðingjarnarnir og Pönkbandið Fjölnir.  Að lökum hvetjum við sem flesta til þess að skoða hljómsveitina Johnny and the Rest, en hún spilar blús tónlist.  


mbl.is Íslenskur dagur á erlendri tónlistarsíðu á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Air til Íslands

Ég frétti það í morgun að franski rafdúettinn Air er að koma til landsins í júlí. Air hefur verið ein af uppáhalds hljómsveitum mínum, frá því að ég eignaðist geisladiskinn Moon Safari. Ég hef ekki hlustað á neinn geisladisk jafn mikið og Moon Safari, kaupin á honum eru ein af mínum bestu fjárfestingum. Koma dúettsins er í tengslum við atburðinn "Franskt vor" sem byrjaði með frábæri myndlistasýningu á Listasafni Íslands.

 

Dúettinn var myndaður árið 1995 af arkitektanemanum Nicolas Godin og stærðfræðinemanum Jean-Benoit Dunckel. 1997 gáfu þeir út fimm laga þröngskífuna Premiers Sympomes, ári seinna kom fyrst stóra platan þeirra Moon Safari. Hún sló í gegn um allan heim fyrsti singullinn var lagið "Sexy Boy" í kjölfarið kom " Kelly Watch the Stars" og "All I Need". Platan fékk mjög góða dóma og var yfirleitt ofarlega í árs uppgjörum.

 

Tveimur árum seinna gerðu þeir félagar tónlistina fyrir kvikmyndina "The Virgin Suicides" eftir Sofíu Coppola. En þeir hafa einnig komið að tónlistinn fyrir aðrar myndir sem hún hefur gert eins og Lost in Translation og Marie Antoninette.

 

Önnur stóra platan þeirra var 10,000 Hz Legend. Á þeirri plötu nutu þeir liðsinnis meðal annars meistara Beck. Platan fékk ekki eins góða dóma og meistaraverkið  Moon Safari. En þó eru hún full af slögurum eins og "Radio #1" "How does it make you feel" og "Don´t be light".

 

Þriðja stóra platan þeirra kom út árið 2004 Talkie Walkie. Hún fékk þó nokkra athygli og seldist vel, náði meðal annars öðru sæti á breska vinsældalistanum. Persónulega finnst mér að hún hafi ekki fengið það lof sem hún á skilið, en mér finnst hún ekki síðri Moon Safari. Á plötunni eru lög á borð við ,,Cherry Blossom girl" "Surfing on a rocket" og "Alpha Beta Gaga". Ég þori að veðja að flestir hafa blístrað stefið úr síðast nefnda laginu en það er gjörsamlega búið að ofnota það í auglýsingum á Skjá einum.

 

Air-liðar komu einnig að gerð meistaraverki Charlotte Gainesbourg 5:55, ég hef reyndar ekki heyrt þá plötu en ég hef bara heyrt gott um hana.

 

Í næsta mánuði er væntanleg fjórða stóra platan frá Air, hún mun heita Pocket Symphony. Hún lofar vægast sagt mjög góðu hún er pródúseruð af ofurmenninu Nigel Godrich (Radiohead, Travis, Beck, Paul McCartney) og íslandsvinurinn Jarvis Cocker mun aðstoða þá. Væntanlega munu þeir spila efni af henni í Júlí.

Airpocketsymphony

 

Hægt er að hlusta á myspace-síðunni þeirra á fyrsta singullinn http://www.myspace.com/intairnet

 

Í tónlistar spilaranum hérna við hliðina á er hægt að hlusta á lagið Playground of Love sem hljómaði í kvikmyndinni The Virgin Suicides. 


Meira um Ronn Moss, fyrir áhugamenn Bold and the Beautiful

Stuttu eftir að ég skirfaði fyrri færsluna þá voru lög með Ronn Moss sett inn á Amie Street. Hægt er að nálgast þau frítt á síðunni. Einnig má heyra tóndæmi á síðunni hjá mér. Ég á von á allir aðdáendur bold and the beautiful nýti tækifæri að náð í lög með goðinu.... Verði ykkur að góðu....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband