Nýjir Undirtónar

Fyrir c.a þremur og hálfu ára þá stakk ég nebbanum inn í þennan fríblaða bransa. Það var rétt áður en að Undirtónar og Sánd hættu. Þó að mín tilraun hafi mistekist þá er ég búin að bíða eftir ungu og efnilegu fólki til þess að taka við kindlinum eftir að hin merku brautryðjenda rit Undirtónar og Sánd hættu. Ekkert hefur gerst þanngað til nú, reyndar hefur grapevine staðið sig mjög vel sem götu-fríblað. Auk þess þá er Fréttablaðið og Blaðið fríblöð, en samt í dagblaða formi en ekki götublaða formi. Reyndar er ég að gleym blaðinu sem Svanson.net gefur út

 Biggi og Snorri Baron eru reynslu miklir í þessum bransa, blaðið er í mjög góðum höndum. Reyndar eru þeir ekki unglömb enn þá, báðir yfir 30 að skrifa gefa út fjölmiðil fyrir fólk á aldrinum 16-25.  Þeir verð að passa sig að leyfa ungu og efnilegu fólki að koma að útgáfunni. Svo hún líti ekki út eins og hvað er hipp og cool fyrir þenna markhóp í augum gaura sem eru yfir þrítugt.

Ég mun alla vegana bíða spenntur. Ef ég ætti eitthvað ráð fyrir þá væri að samtvinna fleiri miðla en dagblaða rekstur. Nýta vefmiðlinn bæði með Video og Hljóði.  Með því þá væri hægt að þróa spennandi konsept, auk þess þá myndi efnistökin fá meiri snertingu heldur en ef þeir væru eingöngu með dagblaðs útgáfu.


mbl.is Nýtt blað fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband