Er hægt að bjóða fólki upp á endanlausan viðbjóð

Það er ekki nóg með að laugardalshöllin hafi verið úttroðin með afmælistónleikum, jólatónleikum, endurkomum og viðhafnar runki. Þar sem hljómsveitir og listmenn hafa verið uppteknir af því að covera sjálfan sig, spila tónlistina sem þeir sömdu þegar þeir voru enn skapandi listamenn. Þá streymir inn í landið allskonar meðalmennsku listamenn eins Herra blunt sem og John Fogerty og Clapton (búin að gera 4 plötur með frumsömdu efni á síðustu 27 árum)sem eru löngu útbrunnir.

Auðvita er frábært að það sé markaður sé fyrir því að meðalmennskan fái að njóta sín. Lengi lifi meðalmennskan. Það verður forvitnilegt að sjá hver verður næstur, Cliff Richard? nei hann er ný búin að koma.


mbl.is James Blunt með tónleika 12. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona aftansöngur er ástæða þess að maður fer á Hróarskeldi til að sjá almennilegt stuff

Sibbi (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehe.. Það sem mér finnst merkilegast er að það er endalaus markaður fyrir svona drasl. Reyndar neitust þeir sem ætluð að covera Stg. Peppers til að flytja sig í háskólabíó vegna áhugaleysis.

Ingi Björn Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Bingo ! svo er enn til hellingur af miðum á Eagles coverið, nákvæmlega sömu söngvarar og í þessu Bítladrasli.

Þórður Helgi Þórðarson, 19.3.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

hver borgar níu þúsund krónur fyrir bítla karíókí?!

Ólafur Björnsson, 19.3.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehe.. Tilhugsunin við þennan Eagles óskapnað kallar á engan smá kjánahroll.. Já hvað er málið með þessa verðlagningu? Kostar nýru og lifur að fara viðhafnar kareokí útgáfur...

Ingi Björn Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband