2007 (uppgjör)

Það er ekki seinna vænna en að gera upp árið áður en það verður hallærislega langt um liðið. Ég var reyndar búin að skrifa þennan pistil áður en viti menn tölvan mín krassaði á ögurstund. Árið 2007 var mjög viðburðaríkt ár. Að sjálfsögðu skiptust á skyn og skúrir, þó það mál sem mér hafi þótt mikilvægast hefði ekki farið á þann veg sem ég óskaði, þá var næst besti kosturinn ekki eins slæmur og ég bjóst við.

 

Í upphafi árs var ég mikilli sálarkreppu, hún var reyndar í formi ritgerðarskrifa og skila. En ég skilaði þessari blessaðri Masters ritgerð í upphafi árs. Þessi blessaða ritgerð reyndi á mig, en árinu 2006 hafði ég varið að mestu leiti að skrifa þennan bastarð. Vörnin gekk vonum framar og hin snubbótta Bifrastar útskrift gekk vel. Ég sem hafði ákveðið að ég vildi ekki útskriftarveislu, fékk eina í hausinn. Tinna mín heitt elskað hélt fyrir mig suprise partý, þar voru samkomin fjölskylda og mínir bestu vinir. Ég var reyndar það þunnur að ég áttaði mig ekkert á þessu daginn eftir veisluna, mikið svakalega var ég hissa þá. Tinna útskrifaðist svo um vorið úr mannfræði, þá var haldin stórveisla Tinnu-style.

 

Ég hafði verið duglegur að sækja um vinnu á meðan ég var námi. Fljótlega eftir útskrift þá komst ég að námi mitt var fullkomlega gagnslaust. Ég var sá eini sem sá einhverja nytsemi að vera sérhæfður í nýsköpun og frumkvöðla fræðum, skildu ekki alveg námið mitt. Mér telst til að ég hafi sótt um 500 störf og fór í ótal viðtöl. Mér leið eins og ég væri holdsveikur. Skemmtilegast þótti mér að fara í viðtöl hjá ráðgjöfum ráðningarskrifstofum, setning ársins var "er hægt að laga lesblindu"

 

Stuttu eftir útskrift þá fór ég vinna við húsamálningu. Ég var fullkomlega óhæfur í það starf, ég get ekki málað beina línu, ég get ekki verið hreinn, ég hef ekkert auga fyrir málun eða neinu sem tengist einhverju fíngerðu. Auk þess finnst mér hundleiðinlegt að mála. Þetta var samt lærdómsríkur tími, ég vann við mála í 6 mánuði, flesta mánuðina var ég að mála Hótel Cabin en var þá síðustu Kaupþings skrímslinu. Þetta segir meira en mörg orð um það hvað það er mikil þensla á iðnaðarmannamarkaði.

 

Það var ekki fyrr en í júlí að það voru fleiri en ég sáu mig sem óslípaðan demant. Ég var reyndar komið á það stig að taka öllum atvinnutilboðum, reyndar leyst mér ekkert svo vel á fyrirtækið sem réði mig í Júlí. Áhyggjur mínar höfðu enga innistæðu, fyrirtækið er mjög spennandi, vel stjórnað og mikill vöxtur. Jafnframt opnuðust leiðir fyrir líti verkefni, sem ég er sérfræðingur í að taka að mér.

 

Við Tinna reyndum að komast sem oftast út á land síðasta sumar, oftar en ekki þá fórum við á bóndabæ foreldra minna, Votamýri. Maríanna dóttir mín á þar sinn ævintýra heim. Það eru ótrúleg forréttindi fyrir okkur að hafa þessa aðstöðu, frelsið í sveitinni hefur jákvæð áhrif á hana.

 

Þó foreldar mínir eigi heil ósköp af hestum þá fór ég alltof sjaldan á bak síðasta sumar. Í einu af fáum skiptum þá tókst mér að handleggsbrjóta mig. En eitt afrekið á minn langa meiðsla lista, en ég var fljótur að jafn mig. Það kom seinna á árinu í ljós að ég var með brotið bein í ökklanum, en ég hafði slasað mig fyrir tveimur árum síðan. Einnig komst í samband við lækni til þess að laga á mér hnéð, sem hefur verið að hrjá mig í tíu ár.

 

Í október fórum við skötuhjúin til NY. Ég stefndi að því að verða milljóner eftir þá ferð. En það fór lítið fyrir fundum meira fyrir búðum. Þannig að heimils bókhaldið kom í halla eftir þá ferð. Við gistum hjá Arnari Frey vini mín og það voru frábærir endurfundir. Strax eftir ferðina þá fórum við Airwaves hátíðina, sem var frábær, betur skipulögð en áður. Ég brá mér í gagnrýnenda fötin eins og má sjá hér að aftan á síðunni minni.

 

Það er orðið ljóst að 2008 á eftir að verða mjög viðburðarríkt. Strax hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir. Meira um það seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki seinna vænna... Þú ert frábær. Hlakka mikið til að deila með ykkur gleði afdrifaríkra ákvarðanna:)

Vera Sölvadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:42

2 identicon

hæhæ, takk fyrir mailið, gaman að geta lesið annálinn fyrir 2007 :) biðjum að heilsa Tinnu skvís og Maríönnu pæju

kveðja frá DK

Svanhildur frænka og Óli Tage

Svanhildur (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband