Íslensk Tónlist á Amie Street

Eins ég greindi frá í færslunni hér á undan þá er ég að vinna að verkefni með Útflutningstofu íslenskrar tónlistar og tónlistarmiðilsins Amie Street. Það gengur út á það að kynna íslenska tónlist á Amie Street og kynna Amie Street fyrir íslenskum tónlistarmönnum. Ég mun fjalla nánar um þetta verkefni þegar verður puðrað út fréttatilkynningum um málið. Ef svo ólíklega vildi til að einhver áhugasamur læsi þessi skrif þá má við komandi hafa samand við mig (ingibs@gmail.com).

Nú þegar eru um 50 íslenskar hljómsveitir inn á Amie Street að selja tónlist sína. Þeim hefur gengið sæmilega. Það er meira um að ungar og óþekktar hljómsveitir hafa séð Amie Street sem tækifæri fyrir til að miðla tónlistinni sinni. Sumar hljómsveitir kjósa að hafa einungis nokkur lög inn á vefnum sumar heilu plöturnar. Meirað segja er hægt að finna heilu meistaraverkin eins og Platana frá skátum.

Allnokkrar hljómsveitir nýta Amie Street til þess að gefa út eitt og eitt lag. Sum útgáfu fyrirtæki sjá tækifæri í Amie Street að gefa út singla á Amie Street. En markaður fyrir Singla hefur minkað mjög mikið miðað við hvað hann var áður fyrr. Kerfið á Amie Street miðast að því að búa til hype fyrir tónlistarmenn. Íslenska hljómsveitina Morðingarnir voru í síðustu viku að gefa út lagið Ekki í dag út á Amie Street. 

Flestar hljómsveitir eru að nýta sér einhverja kynningarleið í gegnum vefinn. Sumar hljómsveitir sitja sveittar við að reyna að eignast eins marga myspace vini eins og þær geta. Það er ekki óalgengt að íslenska bönd séu búnar að safna allt að 10 þúsund myspace vinum. Hingað til hafa þær hinsvegar ekki verið selja tónlist sína á þessum vettvangi. Með því að skrá sig inn á Amie Street þá eiga hljómsveitir möguleika á búa til þessi Widget (netspegill?) sem ég kynnti hér á undan.  Tónlistarmaðurinn Steve Sampling hefur verið að nota þessa Widget til að kynna tónlistina sína erlendis.

Það eru til fleiri tónlistar miðlar en Amie Street, sumir hafa verið tregir til þess að gefa út tónlistina sína út þar af því hún er til sölu annars staðar. Mitt mat er það að Amie Street er eins konar smásala á tónlist, það er lagið að sama tónlistin sé til sölu í Skífunni og Kaupfélaginu í Blönduósi. Hann Siggi Pálma hefur átta sig á þessu en hann setti inn plötuna sína Stories inn á Amie Street í Janúar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband