Forgotten Lores á Amie Street.

Líklega vinsældast og virtasta rapphljómsveit Íslands gefur út plötuna sína “Frá heimsenda” út á Amie Street. Þegar þetta er skrifað þá er hægt að ná í plötuna frítt, en það verður ekki lengi. Ég hvet sem flesta að skrá sig inn ná í plötuna, því hún er frábær. Persónulega þá féll ég fyrir þeim á Airwaves 2005 en þar voru þeir með live band með sér. Þið ykkar sem hafið áhuga á íslensku tungumáli þá er þetta eitthvað sem þið verið að skoða.  Ég tók mér það bessaleyfi að vitna í Helgu Þórey Jónsdóttir tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins.  

Besta plata ársins

Forgotten Lores – Frá heimsenda... Fimm stjörnur

.....Hljómsveitin samanstendur af tveimur plötusnúðum og þremur röppurum og eru þeir allir framúrskarandi á sínu sviði. Það er ekkert óþægilegt við tónlistina, hún flæðir vel og í henni er að finna mikil djassáhrif. Hljóðvinnslan er afskaplega vönduð, þeir hafa mikinn metnað fyrir góðri tónlist, það heyrist vel á Frá heimsenda....

......Að öðrum ólöstuðum eru rímnasmiðir og rapparar Forgotten Lores þeir bestu á Íslandi. Textagerð þeirra er beitt og ákveðin. Það eru margir sem fjalla um stjórnmál, lífið og heimspekileg málefni en ekki á sama hátt og þessir strákar. Þeir eru hnyttnir, málefnalegir, hreinskilnir og einlægir.....

.....Þetta eru rímnasmiðir 21. aldarinnar, megi íslenskufræðingar taka það til athugunar....

....Í tilfelli Frá heimsenda hafa þeir svo sannarlega tekið framförum sem hljómsveit. Þessi plata er það besta sem ég hef nokkurn tímann heyrt þá gera, ég fórna höndum yfir snilld þeirra, ég vil æpa yfir vegfarendur Laugavegsins: Kaupið Frá heimsenda!.......

.......Frá fyrsta lagi til síðasta skila reynsla og hæfileikar þeirra sér óumdeilanlega. Frá heimsenda kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrirsjánlegrar tónlistar. Hver endurtekningin á fætur annarri fyllir hillur tónlistarverslananna og mega þeir vara sig sem ekki senda frá sér smekklega útsetta meðalmennsku. Forgotten Lores minna mig á afhverju ég elska tónlist. Þeir eru fullir af metnaði og gleði. Þeir koma mér í gott skap í hvert sinn sem ég hlusta á þá. Loksins kemur út plata sem hyllir þá eins og þeir eiga skilið. Frá heimsenda með Forgotten Lores er án efa besta íslenska platan sem ég hef heyrt á þessu ári...........

Endilega tékkið á þessu sem og annarri tónlist á amiestreet.com. Það er sérstakt Íslands tilboð á Amie Street. Þeir skrá sig þurfa að skrifa iceland þar sem stendur promotional code, við það þá fá þeir 2$ til þess að kaupa sér tónlist. www.amiestreet.com/signup

Síða Forgotten Lores á Amie Street er: http://amiestreet.com/viewProfile.php?id=44237 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband