19.1.2007 | 17:13
Eigandi Framsóknarflokksins með afmælistónleika
Ég las það í blaðinu Sirkus (sem verður lélegra og lélegra með hverju eintakinu) að Ólafur Ólafsson, eigandi sérhagsmunasamtakanna sem kallaður Framsóknarflokkurinnn, væri að fara að halda upp 50 ára afmælið sitt. Ekkert til sparað við veislu höldin og ætlar hann að flytja inn erlenda hljómsveit fyrir um 70 milljónir króna. Það er enn ekki komið í ljós hvaða hljómsveit þetta er. En ég er búin að pæla í þessu allan daga hvaða hljómsveit þetta er.
Þetta er áhugavert sérstaklega í ljósi umræðunnar um spila mennsku Duran Duran í nýársveislu kaupþings-Ármans. Einhvers staðar sá ég að það hefði kostað 35 milljónir, því er þetta einhver helmingi stærri hljómsveit heldur en Duran Duran. Reyndar væri það týpískt að Framsóknar-Ólafur fengi Duran Duran til þess að spila helmingi lengur í sinni veislu en Ármann. Þó það væri týpískt fyrir íslenska plebba þá á ég erfitt með að kaupa það að Framsóknar-Ólafur muni ekki vera hugmyndaríkari enn þetta. Einnig yrði hann dæmdur í Plebbalandi sem hermikráka og það vill xb-óli alveg örugglega ekki. Jafnframt hafa Duran Duran spilað nýlega á Íslandi (verst spilandi band sem undirritaður hefur séð spila á stór tónleikum)
Kannski reynir XB-Óli að toppa KB-Ármann með því saman eina Wham aftur. Fá George Micheal og Andrew Ridgley saman aftur, þannig væri hann búin að ulla laglega framan í KB-Ármann og kókaín-kynslóðina sem stýrir Kaupþingi. En Ólafur er einn af stærstu eigendum þess banka. Reyndar held ég að það þurfi meira til en 70 milljónir og afmæli ríkasta óþokka íslands, svo þeir komi aftur fram. George Michael spilaði reyndar í einhverju Rússa partýi á nýja árinu fyrir meiri pening en 70 milljónir. Hann myndi varla fórna virðingu sinni frekar, svo er hann líka samkynhneigður það myndi ekki fara vel í sannkristna Framara.
Mér þykir reyndar alveg ljóst að þetta band hafi verið vinsælt, þegar Ólafur var ungur. Látum okkur sjá Ólafur var tvítugur 1977, ári áður en ég fæddist. Þá var diskóbylgjan í algleymingi. Einhvers staðar las ég að The Supremes væri að koma aftur saman, án þess að vera beint diskó og vinsælar að eins fyrr, þá gæti það vell verið. Einnig held ég að KC and the Sunshine Band, sé líka en að spila. Reyndar held ég að þessar hljómsveitir kosti ekki nærri því svona mikið. Ég meina Sister Sledge spiluðu á Brodway án þess að nokkur tók eftir því.
Reyndar held ég að það verði boðið upp á einhvern viðbjóð, ég held að Ólafur sé ekki smekkmaður á tónlist frekar en annað. Totó að koma til landsins þannig það er ekki líklegt að það verði boðið upp á þann viðbjóð í tvígang. Reyndar væri það viðhæfi að Ólafur myndi syngja með þeim Afrika, vegna þess að hann keypti sér syndaflausn með styrk til Afríku. Micheal Bolton er búin að koma, þannig það væri old-news og varla er það Rod Steward. Celine Dion kostar meira en 70 milljónir. Reyndar gæti verið að það yrði keypti einhver dramadíva til þess að syngja. Þannig að hann gæti fengið Whitney Huston (myndi skemmta sér vel með kaupþingsgenginu), Maríu Carey, Barböru Streisand. En það myndi ekki passa að láta þessar dívur spila í einhverri frystigeymslu. Reyndar fengi Óli prik, prik ef hann myndi flytja Dolly Parton inn.
Reyndar gæti verið að Óli væri dulin rokkari myndi finna eitthvað sem myndi hæfa fyrstigeymslunni. Gæti verið hann sé að flytja Billy Idol inn? Eða Ozzy Osbourne? Nei varla. Frekar myndi hann flytja inn Billy Joel eða Elvis Costello. Þó svo að mér þætti það yfir náttúrlega hallærslegt að hlusta á þá í frystigeymslu. Kannski verða Guns and Roses aðalnúmerið eða iðnaðarrokkarnir í Bon Jovi. Hver veit?
Svo er náttúrlega séns á að XB-Ólafi sé mikið um að verða hipp og kúl. Hann gæti flutt Robbie Williams inn til að heilla kaupþingsliðið upp úrskónum eða jafnvel meistar Timberlake. Reyndar myndi það topp allt ef Britney Spears og París Hilton myndu mæta, djöfulli væri framsóknar- Óli kúl þá. Myndir af Öfugnafna mínum honum Birni Inga og Framsóknar Denna, með sitthvora kókdísina upp á arminn í Séð Heyrt. Þetta gæti jafnvel halað inn x-b atkvæðum, óþó.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.