Hver kannast ekki við.........

Ég er alveg ótrúlega mikill "sökker" fyrir lélegu sjónvarpsefni. Mér finnst nánast jafn gaman að horfa á gott sjónvarps efni eins og lélegt. Ég þoli hins vegar mjög illa að horfa á miðlungs sjónvarpsefni. Reyndar verð ég að játa að ég horfi líklega mest á miðlungssjónvarpsefni, bæði vegna þess það er langmest framboð af því svo er það alveg ótrúlega heilakvílandi. Þó hann sé nú reyndar mjög sjaldan þreyttur vegna ofnotkunar.

 

Um síðustu helgi vaknaði ég þunnur, eins og vill gerast. Þegar ég kveikti á sjónvarpinu var nýr sjónvarpsmarkaður!!! Þegar ég var Ungur og kom heim úr skólanum þá var iðulega sjónvarpsmarkaðurinn í sjónvarpinu og strax á eftir var Bold and the beautiful. Maður fékk því alveg úrvals lélegt sjónvarpsefni þegar maður kom heim úr skólanum. Reyndar er gangandi sjónvarpsmarkaður á milli bæna á Ómega, ég hef reyndar aldrei horft neitt að viti á honum.

 

Þess sjónvarpsmarkaður er reyndar öðruvísi heldur aðrir því að kynningar eru gerðar af Íslendingum og sjónvarpsefnið líka. Kynnirinn er ungur grásprengdur myndarlegur karlmaður með alveg sæmilega framsögn. Ég er ekki alveg viss hver þetta er en ég held að þetta sé bróðir hans Fjölnis Þorgeirssonar. Herleg heitin nefnist vörutorg.is. Þarna er að finna allt þetta týpíska sem selt er í sjónvarpsmörkuðum, þar að segja hnífasett, íþróttavörur og annað drasl. Reyndar held ég að tímasetningin sé miðuð selja jólafitubollunum sem mest af drasli sem á að reyna að draga úr samviskubiti þeirra.

 

Draslið (e. gadget)höfðar alltaf mest til mín, kannski vegna þess að ég veit að það er hægt að finna nákvæmlega eins vörur í verslunum skammt undan. Einn af hápunktum þessa morguns var þegar SÚKKULAÐI gosbrunnurinn var kynntur. Ég er ekki að grínast það er verð að selja þetta. Gráni (kynnirinn): Hver kannast ekki við að halda partý, þig langar að gera eitthvað öðruvísi, eitthvað sem eingin hefur gert áður?.  Þetta er nákvæmlega vandamál sem allir að lenda í, eða hvað, auðvita er þá kjörið að kaupa súkkulaði gosbrunn.

 

Það er einnig hægt að kaupa lofttæmanlegan brauðkassa. Þarf aðeins að ýta á einn takka þá loft tæmir kassinn sig, alveg hreint ótrúleg uppgötvun. Gráni (kynnirinn): Hver kannast ekki við myglað brauð? Ætlar að fá þér brauð en brauðið er myglað!. Vörutorg.is kynnir fullkomna lausn á þessu vandamáli Loftæmanlega brauðkassann. Þú getur tekið hann hvert sem er með þér (kona sýnt setja hann út í bíl), í ferðalagið, á gólfvellin, í hesthúsið eða í raunin hvert sem er. Mér þætti reyndar alveg ótrúlega gaman að sjá einhvern koma með svona kassa á golfvellin, bjóða svo öðrum upp á lofttæmt brauð. Sá yrði öfundaður, líklega er næsta útfærsla að byggja svona kassa inn í kerrurnar. Eða í hesthúsið, hestarnir ættu ekki lengur að fá myglað brauð.

 

Fyrir utan það að vörunar sé alveg hreint magnað hallærislegar þá er dagskrágerðin á alveg ótrúlega lélegum standart. Sem reyndar vill einkenna sjónvarpsmarkaði. Þetta er greinilega tekið upp í yfirgefnu skrifstofuhúsnæði, settið eru tvö gervi blóm og borð frá BoConsept. Stundum koma gestir þangað upp til að kynna vörurnar betur. Uppáhaldið mitt er hann Haraldur Daðason sem er titlaður líkamsræktarfrömuður (án þess að ég viti hvað það þýði). Persónulega hefði ég notað þetta orð um konuna sem byrjaði með morgunleikfimina, Valdimar Örnólfsson, Magnús Schving, Björn Leifsson, Jónínu Benediktsdóttir og eða Ágústu Johnsson. En það getur velverið að þessi hel massaði gaur sé frömuður, alveganna er hann það í kynningum vörutorg.is.

 

Eins og gefur að skilja þá er vörutorg.is með vefsíðu. Hún er reyndar ekki upp á marga fiska, það ótrúlega er að sjónvarpsmarkaður árið 2007 bjóði til að mynda ekki upp á netverslun. Heldur þarf viðkomandi að hringja í símanúmer til að panta vörurnar. How 95 er það, reyndar er þetta allt eins þruma út úr fortíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband