Airwaves 2007 (Sunnudagur)

 

Það var átak að rífa sig upp á rassgatinu og fara í vinnuna. Fimmti í Airwaves var í gær, ég var reyndar eitthvað hálf tjónaður af þreytu þegar við fórum á lokadag Airwaves. Í fyrra þá langaði mig að fara á sunndagskvöldið en gat það ekki vegna heilsuleysis. Það kom mér óvart hversu vel atburðirnir voru sóttir, það var nánast fullt allstaðar.

 

31. The Magic Numbers

Það var óvænt ánægja að fá að sjá Magic Numbers á Airwaves í ár. Ég hafði hlustað á slagarana þeirra og þótt nokkuð til hljómsveitarinnar koma. Sem hljómsveit voru þau þétt og gaman að sjá bassafantinn þruma hljómsveitinni áfram. Ég var reyndar orðin frekar þreyttur undirlokin, fannst settið hjá þeim frekar boring undir restina. Pínu langdregið, hefði verið til á að heyra alla slagaranna í einni súpu.

 

32. Sudden Weather Change

Ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að sjá þessa pilta. En þeir gistu hjá tengdapabba mínum þegar þeir voru að spila í Frakklandi með tilheyrandi ævintýrum. Það var líka gaman að lesa alla lofsamlegu gagnrýnina um þá á hátíðinni. Búið að skapa hellings Buzz í kringum þá. Þeir voru þrælskemmtilegir, ærslafullir og gredda rann af þeim. Þurfa samt að bæta ýmislegt ef þeir ætla að meika það.

 

33. Cut off your hands.

Seinasta bandið sem við sáum var frá Nýja Sjálandi. Þegar komið var við sögu þá var þreytan að ná heljartökum mér. Þeir virkuðu kröftugir og vel æfðir. Spiluðu svipað rokk og var boðið upp hjá mörgum hljómsveitunum á undan. Það var eitthvað við söngvaran sem minnti ungan Morrisay. Ég hefði viljað sjá þetta band fyrr á hátíðinni, eða í betra tómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband