Airwaves 2007 (fimmtudagur)

Annar í Airwaves að baki. Kvöldið var mun betra en það fyrsta. Eins og áður voru við með lítið planað, leifðum í raun kvöldinu að þróast. Við fórum meðal annars á Lídó, hef ekki komið þar inn áður.. Staðurinn er flottur, minnir á Súlnasal, kjörin fyrir árshátíðir. Spúsu minni fannst kjörið að stofna stað þarna fyrir fólk í endurvinnslu hugleiðingum (makalega þar að segja), eins konar 101 players. Fín hugmynd. Reykingarbannið setur skemmtilegan svip á Airwaves 2008, það þýðir meira flæði inn á staðina. Fólk fer beint í röð, þegar það fer út að reykja. Reykir í röðinni. Einnig hefur áfengisverðið lækkað miðað við Airwaves 2006. Bjór á Nasa kostar 600 kr í staðin fyrir 750 og lítil dós á listó kostar 500 í stað 600 kr. Eins er framkvæmdin mikið betri núna en í fyrra. Ég skil reyndar ekki afhverju við þurftum að bíða í 10 mín í röð fyrir utan listó og staðurinn var tómur. Eins og ég sagði áður þá léttum við kylfu ráð kasti við val á uppákomum í gær. Útkoman var þokkaleg.

 

7. Ampop

Það er reyndar ótrúlega erfitt að fjalla í svona útlistum um listamenn sem maður þekkir mjög vel. Ég hef fylgst með list sköpun hans Bigga manna best frá því að hann var 13 ára, og mann eftir fyrsta tölvufælnum sem hann sýndi mér og hét ampop í Huldulandinu. En hvað um það, þeir áttu gott mót, spilagleðin skein af þeim. Voru þéttir, nýju lögin voru misjöfn, seinasta lagið er hittari. Kom mér á óvart hvað listasafnið hentaði þeim vel, taldi að þeir myndu henta betur í litlu rími. En það reyndist vera rugl í mér.

 

8. Wulfgang

Okkur langaði mikið að sjá hvernig lídó liti út, því örkuðum við uppeftir. Wulfgang var að spila, ég hafði séð þá einu sinni áður live og þeir voru þá mjög daprir. En þetta var mikið betra hjá þeim nú, líklega hefur sándið skipt sköpum. Þeir voru þéttir og taktfastir. Reyndar er eitthvað við sándið hjá þeim sem ég er ekki að fíla, eins er þetta kannski alveg minn tebolli. Þrátt fyrir það voru þeir fínir.

 

9. Boys in a Band

Næstir á svið var hin "færeyska" Jakobínarína. Voru alveg ótrúlega hressir, rétt stíliseraðir og kunnu öll trixinn. Mikið skemmtilegra band en íslenska unglingabandið. Veit ekki hvort ég hefði nennu í að hlusta á heilaplötu með þeim, en þeir voru rosalegir Live. Það besta hingað til á Airwaves. Þegar þeir byrjuð þá voru 3 á dans gólfinu (það er svona parketlagt dansgólf á Lídó), en það var fljótt að fyllast og ég efast um að það hafi verið einhver sem hafi leiðst þarna. Svona á að gera þetta, áfram Færeyjar.

 

10. Ólöf Arnalds

Ég er búin að vita af Ólöfu Arnalds mjög mörg ár, ég held að við séum jafngömul. Ég hef séð hann nokkrum sinnum live en aldrei þó eina. Ég fékk plötuna í afmælisgjöf fyrr á árinu, ein besta afmælisgjöfin sem ég fékk þetta árið. Ólöf spilaði á Iðnó, mínum uppáhalds tónleika stað. Það var stúttfullt út að dyrum, ástæðan var samt ekki að það væru það margir inn á staðnum. Heldur var eitthvað fólk búið að taka sér það bessaleyfi að setjast á gólfið og fólkið fyrir aftan þurfti að standa í troðning. Engan vegin ásættalegt. En fluttningur hennar var frábær, hún er stútfull af hæfileikum, var mjög örugg og hafði þægilega nærveru. Ég ætla að far við fyrsta tækifæri aftur á tónleika með henni. Og að sjálfsögðu eiga allir að eiga plötuna með henni Við og Við.

 

11. Grizzly Bears.

Eins kemur fram í færslu hér á framan þá kom ég frá NY á miðvikudaginn. Grizzly Bears voru með mér í flugvélinni, ásamt reyndar öðrum böndum, þeir voru eina bandið sem ég þekkti. Ég kunni ekki við annað en að sjá þá, var búin að hlusta á þá. Þeir eru mjög fínt band, en því miður þá átti ég í erfiðleikum með að njóta tónleikana, vegna kliðs. Þeir eru stútfullir allir af hæfileikum, Eiga örugglega 100 hljóðfæri, sem þeir kepptust við að spila á. Vor reynda stundum full mikið að rembast við að sýna öll hljóðfærin sín. Þeir syngja líka allir eins og englar, örugglega verið kórdrengir á uppvaxtar árum sínum. En því miður fannst mér þeir ekki alveg vera að gera sig. Ég væri til í að horfa á þá í þjóðleikhúsinu eða Óperunni, en ekki í portinu á Hafnarhúsinu.

 

12. The Duke Spirit

Það var ekkert spennandi eftir 12 í gær í gangi, má kannski skrifa það á skipuleggendur. Við ákváðum að fara á Lídó eftir að við vorum búin að rannsaka Airwaves bæklinginn. Auk þess þá búum við rétt hjá Lídó, stutt heim eftir tónleikana. Úff, þessi grúppa var ekki að gera sig. Hún er skipuð söngkonu og fjórum gaurum. Strákarnum sáu um að búa til þungagítarveggi, og söngkonan sá um laglínuna. Söngkonan sem er lagleg, hefði hæglega getað tekið þátt í Rockstar Supernova, en hún passaði ekki alveg við þetta band og bandið passaði ekki við hana. Mjög mikil meðalmennska í gangi. Langt frá því að vera spennandi band.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband