Airwaves 2007 (upphitun)

Jæja þá er komið að því árlega.. Airwaves.. Má segja að það sé ígildi verslunarmannahelgar eða þjóðahátíð í mínu lífi. ég er kannski eins upptrekktur eins og oft áður fyrir kvöldið.. ástæðan er að ég kom heim frá NY í nótt. Reyndar var stórubróðurhátíð Icelandic Airwaves að byrja þar sem kallast cmj. Það voru skildi á hverju götuhorni að auglýsa staði, bönd og hátíðina í heild sinni. Ég veit ekki af hverju hátíðirnar rekast á, ég hélt að Airwaves ætti að vera viku á undan CMJ, en það hefur greinilega eitthvað skolast til.

Ég hef tekið það upp í vana minn að  blogga um það sem fyrir augu ber á airwaves. Ég byrjaði á þessari iðju árið 2002 og hef gert það síðan nem að ég sleppti út árinu 2004, þar að segja að blogga. Ég ætlaði að rifja upp þessar færslur en ég fann hvorki færslur ársins 2002 og 2003, þannig það fórst fyrir.

Ég fór á mjög eftirminnilega tónleika í NY með hljómsveitinni The National, þeir voru í einu orði rosalegir.  Bæði var staðurinn, Music Hall of Williamsburg, og hljómsveitin frábær. Þegar við komum fyrir utan hrörlegt atvinnuhúsanaði með múrsteinagluggum þá leist okkur ekki á blikuna, en inni þá var staður sem minnti á gamla Tunglið, með stórum svölum og upphækkað að aftan. Allt var retró og cool, við náðum að smygla okkur upp á svalirnar með aðstoð miskunnsams dyravarðar. Við fengum besta staðinn á svölunum. Miskunnsami dyrasvörðurinn vaktaði svæðið fyrir framan okkur og sá til þess að við fengum besta útsýnið. Ég var reyndar fyrir því óhappi að missa niður bjór fram af svölunum, nokkrir fílelftir blökkumenn kom upp og ætluðu að ganga frá mér. Aftur kom miskunnsami dyravörðurinn mér til bjargar og henti breiðu blökkumönnum út. Ég var reyndar of drukkin til þess að átta mig á því hvað hefði gerst hefði ég ekki notið þessa besta dyravarðar sem ég hef kynnst.

Að tónleikunum þá var það Elvis Perkins sem hitaði upp, það var undarlegur fýr. Eftir áhyggja var pínu Elvis í honum og pínu Carl Perkins. Hann var með upptúnað kántrý band með sér sem sett grallarislegan blæ á þetta. Þar með líka pínu hallærislegan. En þeir höfðu gaman, Trommarinn minnti á litla trommarann og Kontrabassaleikarinn leit út eins tveggja metra David Spade í kúrekaskóm með kúrekahatt.

The National birtist fljótlega eftir að Elvis Perkins var búin. Þeir komu mér á óvart. Ég bjóst við miklu en hvað þeir voru rosalega vel spilandi og þéttir. Söngvarinn var ótrúlegur, hvað er málið með þessa rödd. Reyndar benti samferðarfélagi minn réttilega á að þegar keyrslan var mest hjá bandinu þá heyrðist lítið í honum. Auk þess kom mér skemmtilega á óvart hvað sessionleikarinn sem spilaði með þeim spilaði stórt hlutverk. Sá spilaði á fiðlu, píanó og orgel. Fiðlan passa fullkomlega við allt, keyrði oft bandið áfram. Píanó kaflarnir voru flottir eins og í laginu Fake Empire. Mig grunnar að þessir tónleikar verði ekki toppaðir á Airwaves, en maður fer jú á að airwaves til þess að uppgötva eitthvað nýtt.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég mæli með því að þeir sem vilja kíkkja á cool og skemmtilega staði fari til Williamsburg. Greinilega mikil uppbygging þarna í gangi og allt hipp og cool..

Það var gaman að fylgjast með liðinu sem var á leiðina á Airwaves í flugvélinni á leiðinni heim. Sumir voru greinilega í hljómsveit, ég þóttist taka eftir bandinu Grizzly Bears meðal annars. Svo voru sumir mjög stíliseraði, ég gaf mér að það væri fjölmiðlafólk og svo voru sumir sem réðu sér ekki fyrir kæti sem voru greinlega áhorfendur... Skemmtilegt að upplifa Airwaves frá þessum enda..

Þetta verður forvitnileg hátíð, stöðunum hefur fjölgaði, ég vona að það verði til þess að það verði til þess að það verði auðveldara að rölta á milli. Dagskráin er skemmtileg, margt sem rekst á. Ég er ekki með eins mikið planað og oft áður, ætlar bara að rölta, upplifa og láta koma mér á óvart. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband