Amie Street og Amazon

Tónlistarvefsíðan Amie Street sem ég hef verið að vinna fyrir á síðustu mánuðum var seld að hluta til internetsrisans Amazon. Það eru auðvita frábærar fréttir fyrir þennan litla tónlistarmiðils sem við höfum verið að skapa síðast um það bil árið. Fyrst og fremst er það mikil viðurkenning fyrir stofnendurnar og það starf sem þeir hafa unnið, sem rosalegt.

 

Við þennan samruna mun koma um 1000 hljómsveitir inn á vefinn á næstu dögum. Nú þegar er byrjað að streyma inn tónlist. Sem dæmi má finna gamlar perlur með Johnny Cash, Elvis og Ellu Fisgerald. Einnig má finna gamlar Airwaves hetjur á borð við Datarock og Thivery Cooperation. Einnig er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum nýkomin inn en það er hljómsveitin Cardigans.

 

Ég veit ekki enn hvaða þýðingu þessi samruni hefur fyrir mig persónulega, það kemur í ljós. Ýmislegt er þá í deiglunni í sambandi við Íslenska tónlist inn á síðunni. Inn á síðunni hérna er mesta selda lagið á Amie Street, það er Losing My Mind með hljómsveitinni Some Velvet Morning.

 

Ef einhver þarna úti hefur áhuga á að vita meira um Amie Street, eða hefur áhuga á koma tónlistinn sinni þarna út. Þá má hafa samband við mig.. ingibs@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband