7.2.2007 | 11:43
Söngvari dagsins: Ronn Moss a.k.a Rigde Forrester.
Eins og ég sagði frá í færslu hér að framan þá hef ég lúmskt gaman af lélegu sjónvarpsefni. Ég get játað upp á mig ýmsar syndir í þeim efnum og þar á meðal að hafa horft á Bold and the Beautiful. Reyndar skipti það ekki máli þó maður missti af einum eða tveimur eða jafnvel tuttugu þáttum, það hafði ekkert gerst. Nema stundum voru komnir nýir leikarar í hlutverk aðal persónanna. Ég ætla líka að játa það að mamma mín horfir á þáttinn en þann dag í dag og þess vegna hef ég ,,dottið" inn í þættina.
Bold and the beautiful er ekki bein ástæða fyrir þessu blogi heldur er það leikarinn sem leikur Ridge Forrester í þáttunum hann Ronn Moss. En ég er að vinna að verkefni fyrir hljómplötu fyrirtæki Audio Bee. Þegar ég var að renna í gegnum listamennina sem þeir hafa á sínum snærum þá var Ronn Moss einn af þeim. Já... þeir gáfu út plötuna Uncover með Ronn Moss í ágúst í fyrra. Ég ætla ekki að fjalla efnislega um plötuna, en David Hasselhoff má fara vara sig. Á undanförnum mánuðum hefur Ronn Moss og félagar verið á tónleika túr sem nefnist the sharp dressed man.
Hann hefur náð allnokkrum vinsældum í Ástralíu, sem svipar kannski við vinsældir David Hasselhoff í Þýskalandi. En þar er Mr. Moss eins konar cult hetja og til álita í kosningum sem Ástrali ársins. Þess ber að geta að Ronn Moss er fæddur og uppalin í Los Angeles.
Ronn Moss sem er í dag 55 áraþótt hann framúrskarandi efnilegur í Amerískum fótbolta. (Hefur líka lúkið í það). En það var tónlistin sem átti hug hans allan, hann byrjaði hljómsveitunum og Punk Rock and Count Zeppelin og Fabled Airship. Moss þótt efnilegur bassaleikari og árið 1976 gekk hann í hljómsveitina Player. Ég veit rosalegt nafn. En þeir voru eins smells hljómsveit (One hit wonder), og það var engin smá hittari. Það var lagið "Baby come back" sem ég held að nánast allir kannist við.
Því miður ég ekki nægilega tæknilega sinnaður til þess að setja inn myndbönd með Ronn Moss inn á síðuna en þau eru rosaleg og vil ég benda á áhuga sömum á heimasíðuna www.ronnmoss.com til þess að skoða þau.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.