Færsluflokkur: Tónlist
26.6.2008 | 09:58
Hellingur af noskri tónlist á Amie Street
Ég er sammála að frelsi í netviðskiptum sé trygging fyrir frjálsri samkeppni og þarf leiðandi komi neytendum best. Sem sérstakur áhugamaður um nákvæmlega þetta mál þá hef ég verið að aðstoða lítið fyrirtæki í New York sem heitir Amie Street. En þar geta hvaða tónlistarmenn sem er selt tónlistina sína sjálfir til þeirra sem þeir vilja. Það sem ætti að hrífa Þórlind en meira er að verðið á tónlistinni fer eftir eftirspurn. Því er líklegt að hann nái að kaupa mun meira af noskri tónlist á Amie Street en á Itunes fyrir sama pening.
Í síðustu viku þá heillaðist ég gjörsamlega af fyrirbæri sem heitir Jaman og svipar til Amie Street en sér hæfir sig í kvikmyndum. Ég er búin að horfa á helling af frábærum kvikmyndum þar inn á. Ég hvet Íslenska kvikmyndagerða menn að nýta sér þessa tækni og selja kvikmyndirnar sínar þarna inn á þessum frábæra vettvangi.
Vegna áhuga Þórlinds þá, ætla ég að bjóða upp á sérstaka SUS daga á Amie Street. Ég ælta því að gefa Susurum og öðrum 2$ til að kaupa norska tónlist. Skrifið orðið Iceland í promotion code.
Vill geta keypt norsk dægurlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 09:44
Til hamingju Biggi
Semur við Universal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 10:42
Er hægt að bjóða fólki upp á endanlausan viðbjóð
Það er ekki nóg með að laugardalshöllin hafi verið úttroðin með afmælistónleikum, jólatónleikum, endurkomum og viðhafnar runki. Þar sem hljómsveitir og listmenn hafa verið uppteknir af því að covera sjálfan sig, spila tónlistina sem þeir sömdu þegar þeir voru enn skapandi listamenn. Þá streymir inn í landið allskonar meðalmennsku listamenn eins Herra blunt sem og John Fogerty og Clapton (búin að gera 4 plötur með frumsömdu efni á síðustu 27 árum)sem eru löngu útbrunnir.
Auðvita er frábært að það sé markaður sé fyrir því að meðalmennskan fái að njóta sín. Lengi lifi meðalmennskan. Það verður forvitnilegt að sjá hver verður næstur, Cliff Richard? nei hann er ný búin að koma.
James Blunt með tónleika 12. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 09:30
Amie Street býður Íslendingum upp á tónlist Ashley Alexöndru Dupré
Hlutfallslega þá eru íslendingar stærsti kúnnahópurinn inn á Amie Street, upp undir 70 íslenskir listamenn nota síðuna til þess að koma tónlist sinni á framfæri. Í tilefni þess þá býður Amie Street íslendingum upp á tvo dollara til þess að kaupa tónlist fyrir. Það er einfaldlega hægt að skrá sig hérna.
Hér fyrir neðan er má heyra tónlist Ashley Alxöndru Dupré
Ashley slær í gegn í kjölfar skandals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 17:14
Tónlist með Ashley Alexöndru Dupré
Ég er meðal annars að vinna fyrir vefsíðuna www.amiestreet.com . Í dag hefur verið met dagur, ástæðan er að þeir eru að selja tónlist með Ashley Alexöndru Dupré.
Spitzer greiddi vændiskonu 300.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 15:54
Tilboð til Íslensku Þjóðarinnar
Núna standa yfir Íslenskir dagar á tónlistar vefnum Amie Street. Á vefnum eru Íslenskir tónlistarmenn kynntir sérstaklega.
Í tilefni þessara íslensku daga þá býður Amie Street Íslensku þjóðinni upp á inn eign til þess að versla tónlist. Þeir sem skrá sig inn hérna fá 2$ til þess að kaupa tónlist. Fasteignasalar eru sérstaklega velkomnir, örugglega ekki á hverjum degi sem þeir taka þátt í svona aðgerð sem gæti hrind afstað verð hækkun.
Hérna má sjá fréttina um íslensku böndin.
Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 01:33
Þangað til er hægt að nota Amie Street
Íslenskar hljómsveitir sem og hljómsveitir frá öðrum löndum geta opnað verslun á Amie Street til þess að selja tónlistinn sína á Myspace. Það er möguleikt að spegla versluninni sinn á Amie Street beint yfir á Myspace.
Þó að ég sé bullandi hlutdrægur í þessu tilfelli, þá er oft engilegt að sjá Íslenskar hljómsveitir sem eru búnar að safna sér nokkur þúsundum Myspace vini án þess að hafa ekkert Output. Það er hellingur af tónlistarmönnum sem gengur vel sem nýta Amie Street sem smásölu fyrir tónlistina sína. Hérna neðst niðri er ég að selja smáskífudagsins á Amie Street, Moving like a tiger með hljómsveitinni Bloodgroup.
Ef það eru einhverjar hljómsveitir sem lánast til þess að lesa þennan auma pistil minn þá og hafa áhuga að skrá sig endilega látið mig vita.
Núna eru Íslenskir dagar inn á Amie Street, þar er hægt að finna fjölmarga innlenda tónlistarmenn að selja tónlistina sína á mjög góðu verði. Íslensku þjóðinni er boðið upp á sérstök vildarkjör. Þeir sem hafa áhuga get skráð sig hér eða skrifað orðið Iceland þar sem stendur promotion code.
MySpace í viðræðum við útgáfurisana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2008 | 08:58
Íslensk Tónlist á Amie Street
Eins ég greindi frá í færslunni hér á undan þá er ég að vinna að verkefni með Útflutningstofu íslenskrar tónlistar og tónlistarmiðilsins Amie Street. Það gengur út á það að kynna íslenska tónlist á Amie Street og kynna Amie Street fyrir íslenskum tónlistarmönnum. Ég mun fjalla nánar um þetta verkefni þegar verður puðrað út fréttatilkynningum um málið. Ef svo ólíklega vildi til að einhver áhugasamur læsi þessi skrif þá má við komandi hafa samand við mig (ingibs@gmail.com).
Nú þegar eru um 50 íslenskar hljómsveitir inn á Amie Street að selja tónlist sína. Þeim hefur gengið sæmilega. Það er meira um að ungar og óþekktar hljómsveitir hafa séð Amie Street sem tækifæri fyrir til að miðla tónlistinni sinni. Sumar hljómsveitir kjósa að hafa einungis nokkur lög inn á vefnum sumar heilu plöturnar. Meirað segja er hægt að finna heilu meistaraverkin eins og Platana frá skátum.
Allnokkrar hljómsveitir nýta Amie Street til þess að gefa út eitt og eitt lag. Sum útgáfu fyrirtæki sjá tækifæri í Amie Street að gefa út singla á Amie Street. En markaður fyrir Singla hefur minkað mjög mikið miðað við hvað hann var áður fyrr. Kerfið á Amie Street miðast að því að búa til hype fyrir tónlistarmenn. Íslenska hljómsveitina Morðingarnir voru í síðustu viku að gefa út lagið Ekki í dag út á Amie Street.
Flestar hljómsveitir eru að nýta sér einhverja kynningarleið í gegnum vefinn. Sumar hljómsveitir sitja sveittar við að reyna að eignast eins marga myspace vini eins og þær geta. Það er ekki óalgengt að íslenska bönd séu búnar að safna allt að 10 þúsund myspace vinum. Hingað til hafa þær hinsvegar ekki verið selja tónlist sína á þessum vettvangi. Með því að skrá sig inn á Amie Street þá eiga hljómsveitir möguleika á búa til þessi Widget (netspegill?) sem ég kynnti hér á undan. Tónlistarmaðurinn Steve Sampling hefur verið að nota þessa Widget til að kynna tónlistina sína erlendis.
Það eru til fleiri tónlistar miðlar en Amie Street, sumir hafa verið tregir til þess að gefa út tónlistina sína út þar af því hún er til sölu annars staðar. Mitt mat er það að Amie Street er eins konar smásala á tónlist, það er lagið að sama tónlistin sé til sölu í Skífunni og Kaupfélaginu í Blönduósi. Hann Siggi Pálma hefur átta sig á þessu en hann setti inn plötuna sína Stories inn á Amie Street í Janúar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 22:25
The National á Amie Street (prufa)
Þetta er pínu tilraun hjá mér en ég er að vinna að pínu verkefni með Amie Street og Útón. Amie Street var að koma með fram með nýtt Widget. Ég veit ekkert hvað Widget er á Íslensku, en þeir sem kaupa og selja tónlist í gegnum Amie Street geta sett upp hjá sér svona Widget til þess að selja tónlist og spila á netsíðum.
Þetta sem ég birti núna er þröng skífa sem hljómsveitin the National gaf út rétt áður en þeir gáfu út plötuna Aligator. Mér ekki kunnugt að hún hafi verið seld hér á landi, fyrr en tja núna.
Þeir sem hafa áhuga á prufa Amie Street geta skráð sig inn skrifað inn iceland þar sem stendur promotion code
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 22:16
Mars Volta coverar Sykurmolana og smá skúbb
Fyrir einhverja tilviljun fór ég að fá senda til mín upplýsingar frá Universial Records um hvað væri á döfunni hjá þeim. Ég fæ oft boð um að taka þátt í leikjum í kringjum hljómsveitir sem eru undir þeirra merkjum og svo framvegins.
Á föstudaginn síðasta þá fékk sendingu frá þeim. Þar voru þeir að auglýsa nýjustu plötu The Mars Volta "The Bedlem in Goliat". Mars Volta hefur verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Báðar eldri plöturnar hafa verið fengið reglulega hlutstun síðan þær komu út. Einhverra hluta þá er ég ekkert svo spenntur fyrir þessari þriðju plötu þeirra félaga
Ásamt auglýsinguna um hina væntanlegu plötu Mars Volta var, þá var gjöf til aðdáenda sveitarinnar, en það var einmitt upptaka af laginu Birthday með Sykurmolunum. Meirað segja býsna góð útgáfa af laginu. Útgáfuna finna hérna.
Ég var lengi að ná Sykurmolunum, það var ekki fyrr en 1999 sem ég kveikti á þeim. Þá bjó ég í USA og fattaði fyrst hvað Sugercubes voru svakalega stórir. Þá var ég oft spurður, já bíddu þessi Björk var hún ekki söngkonan í Sugercubes. Einnig var alveg ótrúlegasta fólk sem hafði séð þá tónleikum. Út frá þessu ótrúlegu upplýsingum fór ég að gefa tónlistinni gaum og þau áttu í það minnsta allt það lofa sem þau fengju fullkomlega skilið. Seinna meir þá kynnist gamla umboðsmanninum hjá Sykurmolunum mjög vel í gegnum hann þá hef ég heyrt helling af skemmtilegum sögum frá þessum tíma. Í mínum huga þá er Sykurmolarnir ásamt Maus uppáhalds popp hljómsveitirnar mínar.
Ég fann fyrir mikla tilviljun annsi áhugavef www.medialux.com. Það er umboðsskrifstofa fyrir aðila sem eru að semja sjónvarps og auglýsingatónlist. Einn af þessum listamönnum er Arnar Guðjónsson góð vinur minn. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hann var að gera tónlist fyrir nokkuð stóra kvikmynd. Hún heitir The Broken og var frumsýnd sem ein af aðalmyndum Sundance kvikmyndahátíðarinnar. Þetta er Hryllingsmynd í stíl Hitchcock, en leikstjórinn þykir einn efnilegasti leikstjóri Breta í dag. Hún hefur fengið fína dóma, í einu dómi sem ég las um hana er að einn af hápunktum myndarinnar hafi verið notkun leikstjórans á tónlistinni og algjöri þögn. Hann hlýtur að eiga við snilldarverk Arnars sem má finna inn á hinni frábæru heimasíðu medialux
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)