Mars Volta coverar Sykurmolana og smá skúbb

Fyrir einhverja tilviljun fór ég að fá senda til mín upplýsingar frá Universial Records um hvað væri á döfunni hjá þeim. Ég fæ oft boð um að taka þátt í leikjum í kringjum hljómsveitir sem eru undir þeirra merkjum og svo framvegins.

Á föstudaginn síðasta þá fékk sendingu frá þeim. Þar voru þeir að auglýsa nýjustu plötu The Mars Volta "The Bedlem in Goliat". Mars Volta hefur verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Báðar eldri plöturnar hafa verið fengið reglulega hlutstun síðan þær komu út. Einhverra hluta þá er ég ekkert svo spenntur fyrir þessari þriðju plötu þeirra félaga

Ásamt auglýsinguna um hina væntanlegu plötu Mars Volta var, þá var gjöf til aðdáenda sveitarinnar, en það var einmitt upptaka af laginu Birthday með Sykurmolunum. Meirað segja býsna góð útgáfa af laginu. Útgáfuna finna hérna.

 Ég var lengi að ná Sykurmolunum, það var ekki fyrr en 1999 sem ég kveikti á þeim. Þá bjó ég í USA og fattaði fyrst hvað Sugercubes voru svakalega stórir. Þá var ég oft spurður, já bíddu þessi Björk var hún ekki söngkonan í Sugercubes. Einnig var alveg ótrúlegasta fólk sem hafði séð þá tónleikum. Út frá þessu ótrúlegu upplýsingum fór ég að gefa tónlistinni gaum og þau áttu í það minnsta allt það lofa sem þau fengju fullkomlega skilið. Seinna meir þá kynnist gamla umboðsmanninum hjá Sykurmolunum mjög vel í gegnum hann þá hef ég heyrt helling af skemmtilegum sögum frá þessum tíma. Í mínum huga þá er Sykurmolarnir ásamt Maus uppáhalds popp hljómsveitirnar mínar.

Ég fann fyrir mikla tilviljun annsi áhugavef www.medialux.com. Það er umboðsskrifstofa fyrir aðila sem eru að semja sjónvarps og auglýsingatónlist. Einn af þessum listamönnum er Arnar Guðjónsson góð vinur minn. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hann var að gera tónlist fyrir nokkuð stóra kvikmynd. Hún heitir The Broken og var frumsýnd sem ein af aðalmyndum Sundance kvikmyndahátíðarinnar. Þetta er Hryllingsmynd í stíl Hitchcock, en leikstjórinn þykir einn efnilegasti leikstjóri Breta í dag. Hún hefur fengið fína dóma, í einu dómi sem ég las um hana er að einn af hápunktum myndarinnar hafi verið notkun leikstjórans á tónlistinni og algjöri þögn.  Hann hlýtur að eiga við snilldarverk Arnars sem má finna inn á hinni frábæru heimasíðu medialux


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The Mars Volta = Besta starfandi band í dag!

Patrick Bateman (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:51

2 identicon

Ég kynntist Björk í einhvern tíma á árunum 1984-86. Man það ekki alveg en ég man að Björk sendi mér póstkort þegar hún fór á fyrsta túrinn með Sykurmolunum. Mig minnir að ég hafi fengið þetta kort 1987. Ekki ósennilegt að það hafi verið byrjunin á þessari frægð sem þú ert að vitna í. En þetta var túr um Bretland.

Ég á eina plötu með Sykurmolunum og þykir voða vænt um hana, rétt eins og mér þykir ofboðslega vænt um hana Björk og finnst hún alveg hreint stórkostlegur listamaður.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband