3.12.2007 | 21:27
Hvar er best að auglýsa á netinu?
Í gær þá birti ég lista yfir 100 vinsælustu vefsíðurnar hér á landi, samkvæmt Alexa.com. Listinn er um margt athyglisvert og ætti gefa ágætis mynda af nethegðun á Íslandi. Erlendar heimasíður skipa fyrstu 4 sætinn, um 10 pólskar síður eru á listanum og ein tælensk. Íslendingar virðast stunda skráskipti grimmt og einnig eru nokkrar klámsíður á þessum lista.
Netið er líka skemmtilegur miðil þar sem það er erfitt að búa til einokandi samkeppnistöðu eins og hjá dagblöðum og sjónvarpstöðvum. Dreifing á sjónvarpsmerkjum og dagblöðum er kostnaðarsöm á meðan fjölmiðlun í gegnum netið er ódýrt og dreifing nær nánast á öll heimili landsins (tæplega 90% af heimilum á íslandi nettengd).
Með það í huga þá er þessi listi athyglisverður, það kom mér til að mynda að youtube sé vinsælasta síða landsins. Miðað við netneyslu sem er mjög mikil hér á landi þá hreinlega spurning hvort youtube sé vinsælli miðill en t.d stöð 2 og skjár einn. Kannski er ég bera saman epli og appelsínur, en samt er þetta umhugsunarvert.
Ég hef ekki hugmynd hvert svarið er við tiltli þessar færslu? En ef einhver telur sig vita meira endilega látið mig vita, vegna verkefnis sem ég er að vinna að.
Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.