21.10.2007 | 18:23
Airwaves 2007 (laugardagur)
Úff, þá er fjórði í Airwaves að baki. Af minni hálfu þá var meira drukkið en áður, því kannski ekki allt sem er eins skýrt og í fyrri pistlum. Kvöldið var samt þrælskemmtilegt. Margar frábæra hljómsveitir, fullt af hápunktum. Allir sem ég hef hitt eru yfir sig ánægðir með hátíðina, þá sérstaklega skipulagninguna. Nánast engar raðir og flæði á milli tónleikastaða er gott. Reyndar hafa hljómsveitir sem hafa spilað á Lídó verið óánægðar með mætinguna. Reyndar er staðurinn mjög stór og því virðist kannski færri vera inn á staðnum en eru raunverulega inn í. Staðurinn er reyndar pínu útúr.
22. Amina
Ég byrjaði daginn á skreppa í næst hús, Fríkirkjuna. Ég hef séð Aminu nokkrum sinnum hita upp fyrir Sigurrós, ég hef ekki séð þær í aðalhlutverki áður. Ég hef heldur ekki áður farið á tónleika í Fríkirkjunni, þó að kirkjan sé í túnfætinum hjá mér. Þrátt fyrir óæskilegar súlur og harða bekki þá er Fríkirkjan fín tónleikastaður. Einnig er eitthvað kirkjulegt við tónlist Aminu. Ég væri til í að sjá Aminu spila í Skálholti, þar sem ég er alin upp. Mér fannst tónlist Aminu undurfalleg og skemmtileg, þær nutu aðstoðar trommar sem bætti stemminguna. Sem sagt mjög flottir tónleikar.
23. Borko
Við sáum lokalagið hjá Borko, virtist vera góð stemming í salnum. Hefði verið forvitnilegt að rannsaka hvað hátthlutfall inn á Iðnó hafi einhvern tíman verið í MH.
24. Lada Sport
Við röltum yfir á Nasa og Lada Sport var að spila. Ég hef ekki séð þá síðan þeir spiluðu á Músíktilraunum. Þeim hefur farið helling fram, besta lagið var lagið sem söngvarnir syngja báðir. Samt er enn einhver unglingabólu bragur yfir þeim, verður gaman að sjá hvað verður úr þeim þegar þeir hafa náð meiri þroska.
25. Dikta
Þéttasta bandið á Airwaves 2007 er Dikta. Alveg ótrúlega vel æfðir og þéttir. Heyrði bara fyrstu tvö lögin þeirra og þau voru mjög flott. Eru greinilega að breyta um stíl hægt og rólega. Hef séð þá 100 sinnum áður og ákvað því að hasla mér völl annarsstaðar.
26. Hjaltalín
Við náðum tveimur síðustu lögunum hjá Hjaltalín og þau voru bæði frábær. Ég var búin að gefa mér að hljómsveitin væri eins konar Arcade Fire Íslands en það var af og frá. Hafa algjörlega sinn eigin stíl sem þau eru búin að mastera. Ég ætla fara sem fyrst og sjá þá heila tónleika með þeim. Mjög lofandi.
27. Hafdís Huld
Það kom mér í opna skjöldu að Listasafnið var hálftómt þegar Hafdís Huld byrjaði. Ég hélt að hún væri ásamt MÚM helstu íslensku aðdráttaröflin á hátíðinni. Listasafnið var ekki alveg staðurinn fyrir lágstemmta tónlist Hafdísar. Hún stóðst ekki væntingar mínar sem voru miklar. Langar næst að sjá hann minna ríma og jafnvel með sætum.
28. Leaves.
Næst sá ég félaga mína í hljómsveitinni Leaves. Ég hef séð ótrúlega hátt hlutfall tónleika þeirra á Íslandi. Þeir stóðu fyrir sínu, sýndu meiri spila gleði en oft áður. Ég hefði viljað heyra meira af nýju lögum frá þeim. Það var gaman að sjá Gogo dansarana fremst hjá þeim.
29. !!!
Ég bjóst aldrei við að komast inn á !!! án þess að fara í röð. Þeir voru Headline á hátíðinni ásamt Bloc Party og Chromero. Og, þvílíkt band. Þau voru rosaleg, eitt markmið það var að skemmta. Það tókst þeim svo sannarlega. Var aldrei dauðstund hjá þeim og lögin hjá þeim voru mjög góð. Söngvarinn leit út eins og Will Farrell og virtist kunna öll trixinn í bókinni. Svo sannarlega hápunkturinn á hátíðinni.
30. Radio Luxemborg.
Við kíktum aftur upp á Lídó. Ég var eiginlega komin í þannig ástand að ég man ekki alveg eftir bandinu. Samt virtist það vera frambærilegt og proffessional. Væri til í gefa þeim tækifæri seinna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.