Airwaves 2007 (föstudagur)

Þriðji í Airwaves er að baki. Gæði dagskrárliða föstudagsins var mikið meiri en á hinum tveimur kvöldunum. Skipuleggendum hefur tekist að skapa eðlilegt flæði á milli staða ólíkt því sem var á tveimur síðustu hátíðum. Það gerir það að verkum að bærinn iðar af lífi á götunum út, sem betur fer hefur verið sæmilegt veður.

 

Ég heyrði það frá einum að í rauninni væru heitustu hljómsveitir á Airwaves, þau bönd sem væru búin að gera minnst. Það er rétt hjá þeim vitra manni, fyrir mér er Airwaves hátíð til að þess að láta koma sér á óvart, upplifa eitthvað nýtt. Þess vegna hef ég nánast unnið enga heimavinnu áður en ég fer út á kvöldin, leyfi kvöldinu að líða áfram í fullkominni óvissu.

 

Reyndar verð ég að byrja á að segja frá atriði sem átti sérstað á listsafninu í gær. Þannig er mál með vexti að á karlaklósettinu þá eru pissuskálarnar við spegil, sem gerir það að verkum að það er auðvelt að fylgjast með hvað fer fram fyrir framan pissuskálina. Menn eru mis spéhræddir, undirritaður hefur ekki talist vera mjög spé hræddur, án þess þó að vera með einhverja sýniþörf. Um kvöldi þá voru greinilega þeir spéhræddu meira mál en öðrum. Þegar ég fór á klósettið þá voru um 20 manns að bíða, flestir karlmenn reyndar eitthvað af stelpum, engin af þessum hafði götz að reyna klósettskálina. Ég taldi þetta nú lítið mál, fór að fyrstu pissuskálinni, og þá skildi ég af hverju engin vildi nota hana. Ég fékk óskiptaathygli, var mældur út í laumi. Það endaði með því að ég fékk sviðskrekk og ekkert gerðist. Það var til þess að ég þurfti að hrofa á Múm í spreng. En þá að viðburðum dagsins:

 

13. Mr. Silla og Mongoose

Fyrsta atriði kvöldsins var hún Mr. Silla ásamt honum mongoose. Ég hafði ekki séð þau áður á sviði, ég hafði hlustað talsvert á þau á Myspace og verið mjög hrifin. Reyndar hef ég átt lag með mongoose á Itunes frá því á dögum Mp3.is. Ég var spenntur fyrir þeim. Mr. Silla er frábær söngkona frá náttúrurnar hendi. Hún hefur einstaka rödd og tilfinningu til að tjá hana. Það vantaði samt eitthvað hjá þeim tveimur, ég hefði viljað sjá tónlistina útsetta fyrir hljómsveit, það vantaði að fylla upp ákveðið rými. Stundum var kliðurinn ofurseldur tónlistinni, sem var truflandi. En margt mjög flott við þetta tvíeyki.

 

14. Bloodgroup

Ég einnig mjög spenntur fyrir Bloodgroup, hef fylgst með þeim í gegnum Myspace líkt og Mr. Silla. Þau voru hreint útsagt frábært, lögin fín, frami staðan frábær og orkan sem þau gáfu frá sér var ótrúleg. Voru kannski á erfiðum tíma, fyrir tónlistina þeirra. Þau þurftu að rífa salinn upp á rassgatinu til að fara dansa, og það fyrir klukkan níu. Viti menn að þeim tókst það, allt var iðandi og allir komnir með bros á vör. Það besta so far á Airwaves.

 

15. Esja

Næst hentumst við yfir á Iðnó, til að sjá Krumma og Daníel Ágúst. Við höfðum kynnt okkur þá á Myspace. Auk þess þá sáum við athyglisvert sólóverkefni hjá Daníel Ágúst á Airwaves í fyrra. Samstarf þeirra svínvirkar, raddir þeirra ná undarlega vel saman. Einnig eru nokkrir augljósir hittarar hjá þeim. Reyndar var ég stundum að furða mig á þessum píanóleikar sem þeir voru með og heyrðist ekkert í, ég var ekki viss hvort hann væri plöggaður. Einnig held ég að session bassaleikari myndi hjálpa bandinu mikið og gera þetta massívara. Engu að síður það var þetta fínt hjá þeim, enda báðir pró að þeir verða.

 

16. Trentmöller

Við þurftum að bíða í röð fyrir utan Listó, sem var alls ekki svo slæmt. Við heyrðum samtal íslendinganna Bertels og Bertels við breta sem kynnti sig sem klámmyndastjörnuna Naked Nathalie. Það var eins og góður skets úr Office. Þegar við komum inn þá var dúndrandi danstónlist inni. Við vorum ekki alveg í gír við Trentmöller, en miðað við stemminguna þá var hann að gera vel. Við gáfum honum ekki gaum, hvíldum þess í stað lúna fætur undir átök kvöldsins.

 

17. Múm

Ég hef ekki gefið Múm nægilegan gaum, mig langaði að tékka á því hvort þeir stæðu undir öllu því buzzzi sem þau hafa fengið í gengum árin. Ójá, þau voru æðislegt, allt við þau var á heimsmælikvarða. Fékk þó nokkrum sinnum gæsa húð og svo voru þau skemmtileg út á við. Gaman að sjá hljómsveitarstjórann Gunna Tynes stjórna hersveitinni eins og herforingi. Einnig var frábært að sjá hina hæfileikaríku Mr. Sillu með Múm.

 

18. Of Montreal

Ég hefði lítillega kynnt mér Of Montreal á myspace og var einnig búin að lesa um það á netmiðlum að þau væru yfirburðarhress. Það reyndist rétt, hressleikinn er þeirra sérgrein, reyndar fannst mér (ólíkt mörgum öðrum), það vera það eina sem hljómsveitin hafði fram að færa. Reyndar höfðu þau gott grúf. Mér fannst þau eins og B-Sissors Sisters, fínt að láta þau mæta ef skipuleggendur hafa ekki efni á Skæra systrunum. Þrátt fyrir að sándgaurinn þeirra hafi mætt í vinnufötunum, þá var þetta í fyrsta skipti í ár þar sem sándið hefur verið í ólagi í ár á Listasafninu.

 

19. GusGus

Ég náði síðustu metrunum af GusGus á Nasa, og þvílík geðveiki sem greinilega var búið að vera í gangi þar. Fólk var eins og nýkomið úr sturtu í öllum fötunum með sælubros á vör. Þegar ég kom inn þá var Einar Örn að syngja með þeim það liggur í augum úti. Allt var crazy. Maður sogaðist inn í stemminguna og var fljótlega farin að missa stjórn á útlimunum, enda ekki annað hægt undir þessum seiðandi tónum.

 

20. Ghostigtal

Einar og Curver spiluðu með GusGus á meðan þeir voru að stilla upp. Ég hef farið slatta oft á tónleika með Ghostigital, annað hvort hafa þeir verið ömurlegir eða geggjaðir. Ég hef nánast alltaf séð þá Airwaves. Þeir eru í raun Airwaves fyrir mér, ögrandi, skemmtilegir og óútreiknalegir. Auk þess þá er tónlist þeirra þannig að hún er nánast snertanleg, sem er líklega vegna bassans, sem gerir hana svo sterka upplifun þegar maður nær snertingu við hana. Því niður náði ég ekki snertingunni í gær, þeir voru samt ekki slæmir, það var frekar ég sem var ekki mótækilegur.

 

21. Jagúar

Á heimleiðinni þá komum við við á Iðnó, þar var Jagúar að spila. Ég hafði nákvæmlega engan áhuga á að kíkja á þá en gerði það samt. Þeir voru búin að kokka upp rífandi stemmingu. Þeir voru búnir að sanka að sér stelpum í strákaleit upp á svið til sín sem dönsuðu eins og þær væru á síðasta söludegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband