Tónlistariðnaðurinn er að breytast

Áður fyrir þá spiluð hljómsveitir á tónleikum til þess að selja geisladiska, en nú er öldin önnur (reyndar í orðsins fyllstu). Stór tíðindi er að gera gerst í tónlistarbransanum þessa dagana. Tvö af stæstu böndum Bretlands eru að gefa tónlist sína á netinu. Charlatans og Radiohead. Ástæðan er sú í báðum tilvikunum að þeir telja sig báðar fá meira út úr því að gefa tónlist sína út sjálfir en að gera samning við einhvern útgáfurisa. Aðferðir hljómsveitana er mismunandi, Charlatans hefur augljóslega gert fínan samning við útvarpstöðina xfm í Bretlandi fyrir að dreifa plötunni. Radiohead kýs hinsvegar að leyfa fólki að ráða hvað það borgar fyrir tónlistina. Höfða þannig kannski pínu inn á samvisku neytandans.

Sjálfur hef ég tekið þátt í starfsemi tónlistarmiðilsins Amie Street. Við erum búin að ræða þetta framferði hljómsveitan fram aftur í dag og í gær, það sérstaklega gær. Við erum mjög ánægðir með þessi tíðindi, en er þetta í takt við það sem við höfðum spáð, hljómsveitir fara meira út í það að gefa út sjálfar en styðjast við útgáfufyrirtækja. Þess vegna er það einbeittur vilji okkar að starfa sjálfstæðir, gefa öllum kost á því að stunda viðskipti með tónlist hjá okkur. Við höfum ekki verið að loka svæðum, þannig ákveðnir hópar gætu ekki keypt tónlistina og svo framvegins. Reyndar höfum við orðið af viðskiptum vegna þessara ákvarðana okkur, eða reyndar þeirra sem starfa NY. (Ég ræð ekki svo miklu)

 Við metum það sem svo að samskipta hraðin hafi aukist svo að það er í rauninni ekki hægt að útloka ákveðin markaðsvæði. Internetið hefur breyt kynningarleiðum, breyt dreifingu. Upplýsingatækni hefur breyst upptöku mynstri og gert upptöku kostnað minni. Áður fyrir þá voru þá stækkuðu útgáfufyrirtækin í krafti þess að þeir höfðu yfirburði í dreifingu, áttu greiðan aðgang að kynningu og áttu jafnvel stúdíóinn. Síðan þá hefur veruleiki þeirra breyst, síðasta hálmstráið þeirra var einokun þeirra á dreifingu. Þar að segja að koma geisladiskum í búðum. Fréttir fyrradagsins, eru fyrst og fremst þær að það hafa orðið breytingar í dreifing og sölu á tónlist.

Útgáfufyrirtækin hafa því ekki sama punktak sem þau höfðu áður, eina sem þau sitja upp með er útáfu- og dreifingaréttur á eldri titlum. Á þessum réttindum sínum liggja þau eins og ormar á gulli. Þau þrást við og vilja selja tónlist á svipuðum eða sama prís í gengum netið og á geisladiskaformi. Sem er náttúrlega ótrúlegt, vegna þess að virðiskeðjan online er svo mikið minni en á netinu.

Það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður, hvort það verði fleiri hljómsveitir sem feta í fótspor Radiohead og Charlatans.  


mbl.is Ný plata frá Radiohead eftir tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband