13.8.2007 | 20:05
June Carter-Cash á Amie Street
Amie Street, vefurinn sem ég hef verið að vinna fyrir, er að fyllast af tónlist. Þeir sem hafa séð myndina I walk the line, sem fjallar um ævi Johnny Cash muna eftir June Carter. Fyrir skömmu síðan þá var gefin út plata sem var tileinkuð June Carter og hennar tónlistararflegð.
Platan heitir Anchored in Love hana er hægt að nálgast hana á Amie Street. Listamenn á borð við Willie Nelson, Elvis Costello, Sheryl Crow, Billy Bob Thornton Loretta Lynn, Kris Kristofferson, og stjúpsysturnar Rosanne Cash og Carlene Carter.
Þetta er einstaklega athyglisverð plata, sem ég mæli með. Hægt er að nálgast hana hérna. Hægt er að nálgast efni á plötunni með því að skrá inn lykilorðið iceland þar sem stendur promotional code. Þá fæst credit til að kaupa af Amie Street.
Hér í tónlistarspilaranum má heyra Walk the line með engum öðrum en Elvis Costello.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.