10.8.2007 | 16:37
Að haga stærð eftir hentugleika.
Á háskóladögum mínum þá nam ég aðferðafræði og grein sem kallaðist Almenningsálit hjá þeim mikla meistara Ólafi Þ. Harðarsyni. Eftir þá kúrsa þá öðlaðist ég nýja sýn á fjölmiðla og upplýsingar frá fyrirtækjum. Ólafur kenndi mér meðal annars að það væri til þrennskonar lýgi. Hrein lýgi, hvít lýgi og tölfræði. Flest fyrirtæki reyna að haga tölum sér í hag, vegna þess að þykir styrkja ímynd og sjálfsmynd fyrirtækja.
Upp á síðkastið hefur 365 verið að reyna að verja slæmar ákvarðanir í verðlagsmálum á fótbolta. Það vill svo til að deildarstjóri tekjusviðs er útlærður almannatengsla maður (PR). Almannatengslamenn eiga að meðal annars að sjá til þess að fréttaflutningur sé fyrirtækjum hagstæður. Ef hann er ekki hagstæður þá beygja þeir hann, nota aðferðir sem ég lærði hjá Meistar Ólafi Þ. Harðarsyni. Pétur tekjustjóri, hefur notað ótrúlegar aðferðir til að hagræða verðskrá 365 eftir hentugleika, því miður hans vegna þá hefur það mistekist hjá honum.
365 er þannig í sveit sett að það vill svo heppilega til að fyrirtækið með markaðsráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði. Því hefur Pétur verið alveg einstaklega heppin með viðmælendur, þrátt fyrir það hefur allt mistekist hjá honum. Hann fór til að mynda í drottningaviðal hjá Framsóknar Denna í íslandi í dag. Denni kom að því viðtalinu sem er eiginlega inntak þessa pistils, hann klifaði á þeir sem eru ónægðir sé hávær minnihluti.
Þessi fullyrðing hávær minnihluti hefur farið pínu fyrir brjóstið á mér. Hvað hafði Steingrímur fyrir sér að það væri aðeins hávær minnihluti sem væri óánægður með verðið hjá 365. Ætli hann hafi Capacent rannsókn til að styðjast við? Ætli að meirihluti heimila landsins hafi verið þá þegar keypt aðgang að sýn2? Ætli að hann hafi gert vinnustaðakönnun og fæstir hafi verið óánægðir með verðlagningu 365? Varla, hann slengdi þessu út í loftið tilhæfulausu. Hver var tilgangurinn? Jú líklega til að reyna að skapa hype í kringum sýn2.
Bennitikt Bóas blaður DV hélt áfram með þessa klifun, hávær minnihluti, notaði hana hana á sömu forsendum og Denni.
Téður Pétur hér að ofan, hefur vitnað í skoðankönnun sem 365 lét gera hjá viðskiptamönnum sýnar (þeirrar gömlu góðu). Sem hann hefur rangtúlkað annað hvort viljandi eða af vankunnáttu (hefði átt að sytja tíma hjá Óla Þ). Þar blæs hann því út að 80% af kúnnum sýnar hafi verið með enska boltan. Út frá þeim upplýsingum finnur hann út að 20% væntanlegra kúnna sýnar2 séu að borg hæðsta mögulega verðið fyrir enska boltan. Augljós aðferða villa hjá Pétri, líklegast notuð til þess að sýna fram á þenna meinta háværa minnihluta.
Á forsíðu visir.is, segir frá því að áskriftasala sýnar2 gangi frábærlega, sú ályktun er dregin út frá orðum sjónvarpsstjórans sem lætur hafa eftir sér ,,áskriftarsalan er betri en ég þorði að vona". Gaman er vita hverjar væntingar Hilmars sjónvarpstjóra hafi verið áður en salan hófst. En ég leyfi mér að fullyrða að þessi frétt sé skrifuð undir formerkjum Almannatengsla Péturs, með sömu formerkjum og það sem ritað er hér að ofan.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
sniðugt það sem kennarinn þinn sagði um lygina. Annars fær maður alveg aulahroll við að lesa hinar ýmsu greinar sem eru unnar úr capacent rannsóknum. oft eru tölur einmitt túlkaðar á frjálslegan og asnalegan hátt og stundum hefur það komið fyrir að tveir fjölmiðlar telja sig vinsælastan út frá sömu könnun. Svo er líka skemmtilega að sjá þegar notast er við myndræna framsetningu sem er gagngert til að gabba og auka áhrif- svona eins og þegar bilið er óeðlilega langt á súlnariti....
Íris E, 11.8.2007 kl. 09:51
hehe.. ég er áskrifandi af fjölmiðlakönnun Capacent, bara til þess að fylgjast með túlkunum á þeim. Það er líka annað sem kemur fram, sem er ekkert talað um er minni notkun á hefðbundum fjölmiðlum yfir höfuð.
Ég reiknaði einu sinni út að meðal fjölskyldan er að borga c.a 600-700 á klukkutíman hjá stöð2. Búið að leiðrétta út fyrir fréttum og auglýsingum. Í gær eftir fréttir á stöð2 var verið að sýna 5 ára gamlan friends þátt í læstri dagskrá með auglýsingahlé. Hvað er það ofan á brauð?
Ingi Björn Sigurðsson, 11.8.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.