7.8.2007 | 22:45
Þegar Google eyðilagði góða sögu
Ég hef lengi verið á því að Lee Hazelwood hafi verið mikil snillingur. Að mínu mati þá er lagið Some Velvet Morning eitt af flottari lögum sem ég hef heyrt. Anstæðurnar Lee og Nancy Sinatra, hann dimmraður og drungalegur og Nancy með engla rödd. Hraði takturinn þegar hann syngur og hægláti takturinn þegar Nancy syngur. Alveg ótrúlegt lag, sem ég mun alltaf muna eftir hvenær ég féll fyrst fyrir.
En það var einmitt um verslunarmannahelgi fyrir nokkrum árum. En þá var ég í útilegu og kynntist manni sem vildi endilega kynna mig fyrir Nancy og Lee. Hann spilaði Summer Wine og téð lag hér að ofan. Á meðan sagði hann mér alveg ótrúlegar sögur af Nancy og Lee. Söngur sem ég hlustaði agndofa af hrifningu. Hann sagði mér frá helling af sögum af ástarsambandi Nancy og Lee. Hann hafi verið eldgömul fyllibita á meðan að Nancy hefði verið uppreisnargjörn dekurdrottning. Engum var verr við þetta ásta samband heldur en Frank. Átti Frank að hafa fengið Mafíuna til liðs við sig til þess að ganga frá Lee. Þessi saga var mikið meira djúsí heldur en sagan af Sid og Nancy.
Þar sem ég hef mjög gaman að segja fólki sögur. Þá hafði ég þessa sögu all oft eftir og skreyti hana jafnvel en meira. Ég kynnti fullt af fyrir tónlist þeirra Lee og Nancy. Svo fyrir stuttu síðan þá datt mér einhvern vegin í hug að sannreyna þess sögu. Mér leið pínu kjánalega að hafa breyt út þennan hugarburð útilegumannsins.
Það er kannski kaldhæðni orlagana að Lee hafi látist um verslunarmannahelgina. Kannski enn undarlegra að ég að vinna fyrir breska hljómsveit um þessar mundir sem heitir tja... Some Velvet Morning...
Hér í tónlistarspilaranum ætla má finna Some Velvet Morning með Nancy og Lee ásamt laginu Losing My Mind með hljómsveitinni Some Velvet Morning.
Lee Hazlewood látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég féll fyrir Lee Hazlewood fyrir nokkrum árum en hafði ekki neinar svona djúsí sögur :-) Fyrir utan efnið með Nancy og Lee er ég mjög skotinn í plötunni "Cowboy in Sweden" sem er alveg frábær :-)
Kristján Kristjánsson, 7.8.2007 kl. 22:57
Já frábært takk kærlega fyrir þá ábendingu. Þarf að tékk á henni. Vonandi gefa sem flestir tíma til að hlusta á Some Velvet Morning, sem er frábær hljómsveit. Seinna þá mun ég segja frá mjög skrítnum samræðum sem ég verið á síðustu vikum við tvær tónlistargoðsagnir í sambandi við þá ágætu hljómsveit.
Ingi Björn Sigurðsson, 7.8.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.