Kaupþing býður upp á viðbóð

Mikið er ánægjulegt þegar íslensk fyrirtæki taka sig til og halda tónleika. En þegar þessir miðaldra kaupþingsmenn taka sig til þá verður fjandin laus. Ármann i London ofborgar útbrendum tónlistarmönnum á borð við Tom Jones og Duran Duran. Óli eigandi flytur inn stærsta kóktail listamann sögunar fyrir alltof mikin penning. Núna er hefur markaðsdeild Kaupþings borgað fyrir Concert örugglega milljónir króna fyrir að skipuleggja fyrir sig einhverju mesta tónlistar runki íslandssögunar.

Megnið af listamönnum voru upp á sitt besta á síðustu öld og spila nánast eingöngu tónlist sem var saminn á þeirri öld. Ungabrumið á tónleikunum, syngur coverlög eða lög sem er matreidd ofan í það. Það er árið 2007 en ekki 1997, það hefði hæglega getið verið sama lin-up árið 1997. Garðar í tónlistarskólanum, Luxor alvöru boy-band (en ekki sam sull fullorðina) og nælon stúlkna band. Kynnir var líka á topi síns tónlistarlega ferlis á þessum árum.

Ég kann að vera sjálfmiðaður, en það eru flestir. Ég vil óska þeim sem eru 40 ára og eldri og öðrum sem líkar vel við þessi leiðindi til hamingju með þetta stórglæsilega framtak Kaupþing Banka. Ég hef ekki áhuga..


mbl.is Kaupþing heldur tónleika í tilefni af afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er voðalega eitthvað EinarBárðarísk blanda og svo er B-unum tveimur hnýtt við. Svo finnst mér dagsetningin athygliverð. Er þetta ekki dagurinn fyrir menningarnæturtónleikana á Miklatúni. Menningarnótt fékk styrk rá Landsbankanum fyrir þá. Er þetta samkeppni bankanna um athygli sem spilar þarna inn í? Spyr sú sem ekki veit.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hehehe.. Já þetta er athyglisverð dagsetning, var ekki búin að pæla í þessar tengingu. Og Glitnir með Maraþonið.. Spurning hvort þetta sé liður í markhópaskiptingu bankana. Glitnir með íþróttafólkið, Landsbankið með Hip og Kúl liðið og Kaupþing með fólk sem er fast í síðustu öld.

Ingi Björn Sigurðsson, 3.8.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: My Music

Margt til í þessu. Ætli að kúnnahópurinn 20-30 ára sé ekki til hjá Kaupþingi? Ég þekki allavega engann í þessum aldurshópi sem fílar eitthvað af þessum listamönnum sem boðið er upp á þarna. Kaupþing hefði nú hæglega geta lætt inn svona eins og einu "hip og kúl" bandi sem er að gera það gott í dag. Það væri meira að segja hægt að fara þokkalegan milliveg og velja Pétur Ben, hann myndi krydda þetta dapra line-up svo um munar.

Landsbankinn kann þetta, þeir eru með fingurinn á púlsinum og eru duglegir að styðja hina svokölluðu jaðartónlist á Íslandi.

My Music, 3.8.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég sé þetta reyndar alveg fyrir mér..

Markaðsdeild kaupþing kemur saman fólk á aldrinum (30-40), jakkafataklædd og keyrir um á Range Rover. Þá stígur aðal flipparinn fram "Hey krakkar, höldum stærstu tónleika íslandssögunar á Laugardalsvellinum"

Þá segir næsti " Já svona Live Aid dæmi, nema bara meira svona live Kaupþing", þá fara hinir að hlægja.

Og þessi flibbaði heldur áfram ,,kaupum inn stærsta hljóðkerfi sem hefur verið flutt inn og þessu verður sjónvarpað í Rúv"

Þá heyrðist í einum ,, ég er alltaf að hita Einar Bárðar, hann er að gera geggjaða hluti í London, ég er með síman hjá honum hringjum"

"Vá" heyrist í þessum flyppaða " Djöful væri gaman ef Todmobile og SS Sól kæmu saman aftur fyrir þessa tónleika"

Þá heyrist í djammaranum út í horni "Hvað meinarðu, Todmobile og SSSÓL eru alltaf að spila á NASA. Geðveik stemming"

"Hvernig væri það að fá Bubba og Bo til að syngja saman, það væri söguleg stund" heyrist þá frá einni..

" Já, frábær hugmynd. Þetta var mér ekki búið að detta í hug. Kannski getum við látið fjölmiðla vita hvað þetta kostar þá vita allir hvað banki er stærstur og bestur" lætur flibbarinn út úr sér.

Og bætir við "Þetta verður geðveikt, höfum þetta deginum áður en menningarnótt er og þá tæklum við hina bankana. Erum einir um athyglina"

Ingi Björn Sigurðsson, 3.8.2007 kl. 14:34

5 identicon

jhehehhe þá heyrist í einum "hey já maður sjitt ég þarf að´kúka"

guddi (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:21

6 identicon

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:28

7 identicon

Hahaha, æðislegt!

Óli Marteins (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband