4.7.2007 | 19:51
365 og enski boltinn
Um dagin kom frétta tilkynning frá 365 um verð á enska boltanum sem fer á stað fyrst í Ágúst. Verðið fyrir herleg heitin verða í kringum 4400 krónur, en þeir hafa stofnað sér sjónvarpsrás til þess að sýna fótboltan. Reyndar eru möguleikar að borga minna ef þú skuldbindur þig í ársáskrift með einhverju öðru hjá 365. Hér má sjá verðupplýsingar frá 365 í sambandi við enska boltan.
Sýn 2 (enski boltinn) = 4.390 kr
Stöð 2 og Sýn 2 = 7.824 kr
Sýn og Sýn 2 = 8.890
Stöð 2 og Sýn og Sýn 2 með aukastöðvum Sýn = 10.710 kr
Mér finnst fáráðlegt að borga 4400 krónur á mánuði fyrir Enska boltan, eða 44 þúsund krónur á ári. Ég trú ekki þú verðir að borga fleiri en 10 mánuði. Auðvita er 365 frjálst að verðleggja áskriftarleiðir sínar eins og þeim sýnist. Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun er auðvita útsetningaverðið sem þeir borguðu. Ég fer ekki út aðra pakka, einhvern tíman reiknaði ég það út að fólk er að borga 400 krónur per klukku tíma á stöð 2 miðað við áhorfendakannir Capacent, sem er líka rosalegur peningur.
Ástæðan fyrir því að þeir geta ekki reikna með mínum penningum eru að ég horfi líklega um helming Liverpool leikja og kannski 10 aðra á leik tímabili. Því væri ég að borga c.a 1300 krónur fyrir hvern leik. Sem er eiginlega það há upphæð, að mér finnst vera hafa mig að fífili ef ég gerði slíkan samning. Þetta eru þrír bjórar á pöb með leiknum. Svo plús þá getur maður horft á highlight úr öðrum leikjum og mörk á youtube.
Ég væri kannski til í að borga 400 krónur per leik, með öðrum orðum ég þyrfti að horfa á 110 leiki á tímabili til þess að ég myndi spá í þessari fjárfestingu. það myndi þí að ég myndi horf á fótbolta í 160 klukkustundir sem er rétt um ein vinnumánuður í fótbolta gláp.
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki efnaður, ný komin úr námi og á unga fjölskyldu, hef því nóg annað við penninga mína að gera, en að borga upp útsendingarkostnað fyrir 365. Ef ég ætti hins vegar nóg að penningum þá myndi ég fá mér Sky digital. Háskerputíðni og færustu sparkfræðingar í heimi beint í æð. Ég fatta rauninni afhverju þeir sem eru búnir að kaupa sér Háskerpusjónvarp, nýta það ekki. Annað hvort finnst þeim fyrst og fremst gaman að monta sig af HD merkinu framan af sjónvarpinu eða það er búið blekja þá það mikið að þeir vita ekki það þurfi HD útsetningu svo tækið virki.
Fyrir utan það þá er áskriftarsjónvarp sem slíkt úrelt fyrirbæri. Gæti skrifað langar ritgerðir um það, kannski seinna.
Athugasemdir
Já takk fyrir þetta.. fyrir utan alls konar slíkar veitur. Sjálfur hef ég nýtt beina lýsingu hjá soccernet..
Heima hjá mér er horft á peekvid og alluc, í staðin fyrir þættina á stöð 2.
Ingi Björn Sigurðsson, 4.7.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.