22.5.2007 | 18:35
Ráðherrar og Hæfileikar
Nú er það orðið ljóst að það verður jöfn kynjaskipting hjá xS. Nýfrjálshyggju kútarnir finnst fárráðlegt að velja ráðherra eftir kynferði en ekki hæfileikum. Þeir virðast telja að fólk sé hæfileikaríkar eftir því sem það er ofar á lista og eftir því í hvaða kjördæmi það er. Finnst t.d sjálfsagt að efsti maður ákveðis kjördæmis fái þingsæti. Ég sé engan mun á þessum kríteríum jafnaðarmanna og nýfrjáhyggju kútanna. Þess sett ég niður mína eigin kríteríu þar sem ég tel að mentun þroski hæfileika. Jafnframt ætti að reynsla að þroska þá en fremur.
Forsætisráðherra: Geir H með tvöfaldan MA. í hagfræði og stjórnmálafræði. Reyndar er hefð fyrir að lögfræðingar séu forsætisráðherrar xD
Utanríkisráðherra: ISG... Hún fór til LSE til að taka Evrópufræði í framhaldsnámi, Jafnvel Árni Páll hann er með framhaldsnám úr Evrópurétt. Bjössi B hefur einnig ritað mjög mikið um utanríkismál en því miður er herin farin og kalda stríðið búið.
Fjármálaráðherra: Illugi eða Ágúst Ólafur... Báðir hagfræðimenntaðir, reyndar er ÁÓÁ með samblöndu við lögfræði
Menntamálaráðherra: Dr. Guðfinna skýrir sig sjálft, Guðbjartur samfylkingarkall er líka gamall skólastjóri sem og Ragnheiður Ríkarharðs.
Dómsmálaráðherra: Þorgerður Katrín, ein af fjölmörgum lögfræðingum í hópnum. Líklegust vegna tignar hennar innan xd
kirkjumálaráðherra: Séra Karl augljóslega, Reydar kæmi Björgvin Sig til greina vegna heimspekimenntunar sinnar.
Sjávarútvegsráðherra: Dr Össi, reydnar sérfræðingur í Laxi. Einnig minnir mig að Krist Júl sé með skiptstjórnarréttindi og var stjórnarformaður Samherja.
Félagsmálaráðherra: Ásta Ragnheiður var í félagsfræði í gamla daga en kláraði ekki. Kata Júl var í mannfræði en kláraði ekki. það er böns af stjórnmálafræðingum í báðum flokkum á þingi. Það er því nokkuð margir sem koma til greina.
Heilbrigðisráðherra:Ásta Möller eini með heilbrigðismenntun,
Tryggingamálaráðherra: Pétur Blöndal Tryggingasérfræðingur þannig hann er líklegur.
Iðnaðarráðherra: Sturla Böðv hann er byggingartæknifræðingur að mig minnir.
Viðskiptaráðherra: Þó ótrúlegt megi virðast þá er engin viðskiptafræðingur inn á þingi fyrir flokkana, nema þá kannski Ólöf Norðdal ég held reyndar að hún sé Lögfræðingur. Þeir hagfræðimenntuðu því sterkir inn Illugi og ÁÓÁ. Reyndar hefur Björk Guðjónsdóttir stundað innflutning í 10 ár og Jón Gunnarsson átti búðir með konu sinni. Ótrúlegt en satt það ráðuneyti sem ætti að vera auðveldast ekki neinn augljós kanditad .
Samgönguráðherra: Gunnar Sverrisson er eini verkfræðingurinn augljóst.
Landbúnaðarráðherra: Árni Matt dýralæknir.. Reyndar er Kjartan Ólafsson garðyrkjuskóla gegninn.
Umhverfisráðherra: Dr. Össur eini fyrir utan Árna matt sem menntaður í náttúruvísindum.
Athugasemdir
Góðar hugmyndir hjá þér. En afhverju ekki Árna Johnsen sem Dómsmálaráðherra ? hann þekkir vel til þeirra mála.
Jens Sigurjónsson, 22.5.2007 kl. 18:55
Árni mundi standa sig vel í embætti Dómsmálaráðherra, hann veit út á hvað málin ganga.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.5.2007 kl. 18:58
Eða sem forseti Alþingis, yrði einn af handhöfum forsætisvalds og gæti því komist í aðstöðu til þess að náða fyrrum félaga sína..
Ingi Björn Sigurðsson, 22.5.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.