Sáttmáli um framtíð Íslands

Ég fékk áskorun áðan sem ég tók. Tilefnið er að samtökin framtíðarlandið hefur komið fram með sáttmála um framtíð Íslands. Hægt er að nálgast upplýsingar um sáttmálan hérna . Ég hvet ykkur öll til þess að skoða sáttmálann. Sáttmálinn gengur í stuttumáli út á..

1. Við höfum kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag á Íslandi þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fær að njóta sín þeim sjálfum og öðrum til heilla.

2. Við sýnum komandi kynslóðum virðingu með því að láta lögfesta áætlanir um náttúruvernd áður en nokkuð frekar er aðhafst í orkuvinnslu.

3. Við öxlum ábyrgð á tímum viðsjárverðra loftslagsbreytinga í heiminum með því að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróðurhúsalofttegunda.

Ástæðan fyrir því að ég rita undir sáttmálan er fyrir framtíðina, ég tel okkar kynslóð ekki hafa rétt á að rýra lífsgæði komandi kynslóða. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að ráðstafa náttúruauðlindum fyrir dóttur mína.

1. Ég skrifa undir sáttmálann vegna þess að vitum svo lítið um náttúruna, þess vegna eigum við að reyna að hafa hana sjálfbæra, við eigum ekki að hætta á að sagða náttúruna með óþarfa megun. Nóg er hún orðin nú þegar.

2. Ég skrifa undir sáttmálann vegna þess að ég trúi á sjálfbæran efnahag, ég trú ekki á efnahagsstjórn sem gengur út á það að fjárfesta frekum iðnaði á nokkrar ára fresti. Í rauninni virkar það svipað og pissa í skóin sinn til að reyna að halda á sér hita. Það kemur innspíting inn í hagkerfið í stutta stund og þegar það byrjar að kólna þá kemur önnur innspíting, við vitum ekki hvað við getum spítt oft inn í hagkerfið. Keynísk hagfræði sem er heitið yfir þess aðferðir voru notaðar á eftirstríðsárunum og eru flestar þjóðir sem nota hættar að nota hana, Bretar notuðu þessar aðferðir þanngað til að gátu ekki spítt lengur inn í hagkerfið sitt.

3. Ég skrifa undir sáttmálann vegna þess að ég trúi á fjölbreytt atvinnulíf. Á Íslandi búa svo fáir, þess vegna er mjög brýnt að reyna að skapa fjölbreytt atvinnulíf. Ég hef reyndar undir höndunum þá neinar tölur um hvað mörg störf þessar aðgerðir gætu skapað en það er ljóst að það er mjög mörg störf, þetta eru rosalega miklar aðgerðir. Þátttaka á atvinnumarkaði á Íslandi er í kringum 83%, eðilegt annarsstaðar er að atvinnuþáttaka er í kringum 60%. Atvinnuleysi er lítið nánast ekki neitt, um 60% af hverjum árgangi útskrifast um framhaldsskóla og þeim fer alltaf fjölgandi. Það eru um 18 þúsund háskólanemar í skólum á Íslandi c.a 3 þúsund erlendis, árlega fjölgar þeim sem útskrifast úr grunnháskólanámi, framhaldsnámi og doktorsnámi.* Háskólamenntuðum fjölgar gífurlega ár frá ári, ísland er að breytast í þekkingarsamfélag. Því er það fullkomin tímaskekkja að atvinnustefna hins opinbera miðist við að fjölga störfum í frumframleiðslugreinum, í staðin fyrir að efla fyrirtæki hátækni og þekkingarfyrirtæki. Hjálpa nýjum fyrirtækum að spretta upp í staðin fyrir að greiða fyrir stofnun risa verksmiðja. Hjálpa nýjum atvinnugreinum að byggjast upp í staðin fyrir að einblýna á einhæfan iðnaðarframleiðslu. Færumst nær hugmyndum þekkingarhagkerfi frá hugmyndar heimi framleiðsluhagkerfisins, fólk framtíðarinnar þeir sem eru inn í háskólunum eru að gera það, það er komin tími á stjórnvöld.

4. Ég skrifa undir þennan sáttmála vegna þess að ég trúi á fólkið, afkomendur þeirra sem byggðu upp þetta land. Virkjum frekar kraftin í okkur í staðinn fyrir að ganga á það sem við fengum ósnortið í arð.

Ég skora á þá sem eru sammála þessum atrituðu að undirrita þennan sáttmála. Við verðum að taka á byrgð á því hvernig við viljum sjá framtíð okkar og framtíð barna okkar.

* hægt er að nálgast þessar upplýsingar í MA-ritgerðinni minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband