19.2.2007 | 12:29
Íslensku hljómsveitirnar á Amie Street
Fyrir þá sem að fíla hip-hop þá er hægt að finna úrvals íslenskar hljómsveitir og listamenn. Hljómsveitir á borð við Orginal Meldoy or Mystik One flytja mjög hefðbundið hip-hop. Einnig er hægt að finna listamenn sem er að búa til takta og sönglaust hip-hop. Beatmakin Troopa nýtur vinsælda og virðingar inn á Amie Street.. Steve Sampling og Dj B-Ruff hafa nýlega skráð sig inn Amie Street og eru mjög góðir.
Fyrir þá sem að fíla popp tónlist þá er hægt að finna helling af íslenskum lista mönnum inn á Amie Street. Hljómsveitin Vafurlogi spila órafmagnað rólindis popp. Binni P er trúbador sem spilar kassagítars popp. Binni er einnig meðlimur í hljómsveitinni Cellar Door, ásamt Binna er söngkonan Sandra í hljómsveitinni. Hún hefur mjög fagra rödd, hljómsveitin hefur notið vinsælda á Amie Street. Það eru fleiri söngkonur sem eru að gera það gott á Amie Street. Íslenska raftónlistar gyðjan í Beautiful Chaoz er inn á Amie Street. Einnig Worm is Green sem spila rafræna tónlist og hafa kvensöngvara. Get Down For Glory spila tilraunakennda raftónlist.
Fyrir þá sem fíla Rokk og ról þá er nóg af slíkri tónlist á Amie Street. Þeir sem eru þekktastir eru líklega Telepathetics . Tony the Pony hafa einnig verið vinsælir á íslandi, en þeir spila einhverskonar blöndu of rokki og poppi. Hljómsveitin Nögl spilar framsækið rokk. Shima spila einnig framsækið rokk, þykir tónlistin þeirra minna á hljómsveitir á borð við Tool og NIN. Royal Fanclub Koda spila Indý skotið rokk. Sun Temple spila tilrauna kennt rokk er hliðarverkefni trommarans í Jakobínurínu. Bob spila einnig tilraunakennt rokk og platan þeirra dodbobqoqpop hefur hlotið mig góða gagnrýni víðast hvar. Stafrænn Håkon spilar draumkennda tilraunatónlist.
Fyrir þá sem fíla eitthvað harðar þá er hægt að mæla með Aston Cut. Það er jafnvel hægt að finna íslenskt pönk á Amie Street, Morðingjarnarnir og Pönkbandið Fjölnir. Að lökum hvetjum við sem flesta til þess að skoða hljómsveitina Johnny and the Rest, en hún spilar blús tónlist.
Íslenskur dagur á erlendri tónlistarsíðu á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.