Air til Íslands

Ég frétti það í morgun að franski rafdúettinn Air er að koma til landsins í júlí. Air hefur verið ein af uppáhalds hljómsveitum mínum, frá því að ég eignaðist geisladiskinn Moon Safari. Ég hef ekki hlustað á neinn geisladisk jafn mikið og Moon Safari, kaupin á honum eru ein af mínum bestu fjárfestingum. Koma dúettsins er í tengslum við atburðinn "Franskt vor" sem byrjaði með frábæri myndlistasýningu á Listasafni Íslands.

 

Dúettinn var myndaður árið 1995 af arkitektanemanum Nicolas Godin og stærðfræðinemanum Jean-Benoit Dunckel. 1997 gáfu þeir út fimm laga þröngskífuna Premiers Sympomes, ári seinna kom fyrst stóra platan þeirra Moon Safari. Hún sló í gegn um allan heim fyrsti singullinn var lagið "Sexy Boy" í kjölfarið kom " Kelly Watch the Stars" og "All I Need". Platan fékk mjög góða dóma og var yfirleitt ofarlega í árs uppgjörum.

 

Tveimur árum seinna gerðu þeir félagar tónlistina fyrir kvikmyndina "The Virgin Suicides" eftir Sofíu Coppola. En þeir hafa einnig komið að tónlistinn fyrir aðrar myndir sem hún hefur gert eins og Lost in Translation og Marie Antoninette.

 

Önnur stóra platan þeirra var 10,000 Hz Legend. Á þeirri plötu nutu þeir liðsinnis meðal annars meistara Beck. Platan fékk ekki eins góða dóma og meistaraverkið  Moon Safari. En þó eru hún full af slögurum eins og "Radio #1" "How does it make you feel" og "Don´t be light".

 

Þriðja stóra platan þeirra kom út árið 2004 Talkie Walkie. Hún fékk þó nokkra athygli og seldist vel, náði meðal annars öðru sæti á breska vinsældalistanum. Persónulega finnst mér að hún hafi ekki fengið það lof sem hún á skilið, en mér finnst hún ekki síðri Moon Safari. Á plötunni eru lög á borð við ,,Cherry Blossom girl" "Surfing on a rocket" og "Alpha Beta Gaga". Ég þori að veðja að flestir hafa blístrað stefið úr síðast nefnda laginu en það er gjörsamlega búið að ofnota það í auglýsingum á Skjá einum.

 

Air-liðar komu einnig að gerð meistaraverki Charlotte Gainesbourg 5:55, ég hef reyndar ekki heyrt þá plötu en ég hef bara heyrt gott um hana.

 

Í næsta mánuði er væntanleg fjórða stóra platan frá Air, hún mun heita Pocket Symphony. Hún lofar vægast sagt mjög góðu hún er pródúseruð af ofurmenninu Nigel Godrich (Radiohead, Travis, Beck, Paul McCartney) og íslandsvinurinn Jarvis Cocker mun aðstoða þá. Væntanlega munu þeir spila efni af henni í Júlí.

Airpocketsymphony

 

Hægt er að hlusta á myspace-síðunni þeirra á fyrsta singullinn http://www.myspace.com/intairnet

 

Í tónlistar spilaranum hérna við hliðina á er hægt að hlusta á lagið Playground of Love sem hljómaði í kvikmyndinni The Virgin Suicides. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem forvitnin alveg lekur af manni, er þetta þá áreiðanleg heimild sem þú hefur þetta eftir, eða eru þetta getgátur?

Mjög ánægjulegt samt ef satt reynist. 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 00:58

2 identicon

  ÉG fagna þeim fréttum að þeir í Air séu að koma til Íslands í júlí.  Ég verð að segja að ég á það sameiginlegt með greinarhöfundi að ég hef aldrei spilað neinn geilsadisk eins mikið og Moon Safari.  Fæ aldrei leið á henni, bíð spennt eftir útáfu nýjasta disks..

Maren (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 08:43

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þetta er auglýst í bæklingi sem kom inn á nánast hvert heimili með blaðinu í gær. Bæklingur fjallar um atburðinn franskt vor sem er nú þegar farin af stað. Ég tel að það séu nokkuð áræðanlegar heimildir. Reyndar ekki búið að festa niður einhvern dag í Júlí en væntanlega munu tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll.

http://www.pourquoipas.is/dagskra/?viewcategory=143

Einnig er Nouvelle Vague að koma til landsins og halda tónleika 26 apríl. Ég skora einnig á sem flesta að kíkja á lista safn Íslands og skoða verðmætustu málverk sem hafa verið sýnt hér á landi.

Ingi Björn Sigurðsson, 15.2.2007 kl. 09:42

4 identicon

 Air tónleikar á Íslandi er varla hægt að missa af.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband