Færsluflokkur: Vefurinn
19.12.2007 | 16:52
Yfirburðir Google
Ég sá þessa athyglisverðu mynd fyrir tilviljun. Sjálfur hef ég alltaf mjög hrifin af google. Ég nota leitarsíðuna þeirra oft á dag og ég nota gmail fyrir persónuleg e-mail samskipti. Ólíkt mörgum þá virðast þeir alltaf hugsa um það hvað notandinn vill, ólíkt öðrum fyrirtækjum sem hafa einblýnt á sem þeir geta náð rukka neytendanna. Allt þeirra umhverfi er opið, hægt að komast áfram nánast hindrunarlaust. Viðskiptavild google er því mjög mikil og er í rauninni ástæðan fyrir þessari yfirburðarstöðu sem þeir eru í.
Þessi mynd segir meira en mörg orð um vöxt google á undanförnum árum.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 21:27
Hvar er best að auglýsa á netinu?
Í gær þá birti ég lista yfir 100 vinsælustu vefsíðurnar hér á landi, samkvæmt Alexa.com. Listinn er um margt athyglisvert og ætti gefa ágætis mynda af nethegðun á Íslandi. Erlendar heimasíður skipa fyrstu 4 sætinn, um 10 pólskar síður eru á listanum og ein tælensk. Íslendingar virðast stunda skráskipti grimmt og einnig eru nokkrar klámsíður á þessum lista.
Netið er líka skemmtilegur miðil þar sem það er erfitt að búa til einokandi samkeppnistöðu eins og hjá dagblöðum og sjónvarpstöðvum. Dreifing á sjónvarpsmerkjum og dagblöðum er kostnaðarsöm á meðan fjölmiðlun í gegnum netið er ódýrt og dreifing nær nánast á öll heimili landsins (tæplega 90% af heimilum á íslandi nettengd).
Með það í huga þá er þessi listi athyglisverður, það kom mér til að mynda að youtube sé vinsælasta síða landsins. Miðað við netneyslu sem er mjög mikil hér á landi þá hreinlega spurning hvort youtube sé vinsælli miðill en t.d stöð 2 og skjár einn. Kannski er ég bera saman epli og appelsínur, en samt er þetta umhugsunarvert.
Ég hef ekki hugmynd hvert svarið er við tiltli þessar færslu? En ef einhver telur sig vita meira endilega látið mig vita, vegna verkefnis sem ég er að vinna að.
Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 18:10
100 vinsælustu netsíðurnar á Íslandi
Talning á heimsóknum á íslenskar netsíður er oft athyglisverðar. Ég hef komið nálægt nokkrum verkefnum í kringum íslenskar vefsíður. Ég hef oft spurt mig hvað síður eru vinsælastar, ég fékk lista frá vef fyrirtækinu Alexa.com um vinsælustu síðurnar. Reyndar má ýmislegt setja út á þá aðferðafræði sem fyrirtækið beitir við mælingar. Engu að síður gefur þessi listi ákveðna hugmyndir um hvaða síður eru vinsælastar. Mbl.is sem ber höfuð og herðar yfir íslenskar síður á þessum lista, en hún á þá nokkuð í land með því að ná YouTube, google og Myspace. Fjöldi Pólskra síðna kemur á óvart. Íslendingar virðsta vera ginkeyptir fyrir netsamfélögum, síðum sem hýsa myndir, klámi og skráskiptasíðum.
Ég tel það nokkuð ljóst að netið er langmest notaði fjölmiðillinn hér á landi. Fólk eyðir meiri tíma á netinu heldur en það horfir á sjónvarp, les blöðin eða hlustar á útvarp. Þetta er því athyglisverður listi fyrir til að mynda auglýsendur. Netauglýsingar hér á landi eru frekar dýrar, mínir útreikningar sýna að það er allt að 1000 sinnu ódýra að versla auglýsingar á erlendum miðlum. Hér á eftir er listi sem sýnir vinsælustu síður landsins ásamt útlistun á þeim.
1. | YouTubeKom mér á óvart.. Líklega er meira horft á Youtube á hverju degi en tja.. Stöð 2 eða Skjá Einn... |
2. | .Com er greinilega vinsælli en .is.. Samkvæmt rannsóknum mínum þá er google vefsvæðið .is og .com langvinsælustu netsvæðin á Íslandi. Auk þess langódýrast að auglýsa þar.. |
3. | Google.isÞað er auðvelt að kaupa auglýsingar í gegnu adwords.google.com. |
4. | MyspaceÞað er nokkuð þúsund Íslendingar með myspace síðu.. Stærsta netsamfélagi |
5. | Mbl.isLangvinsælasti íslenski vefurinn.. |
6. | Central.isBlogg kerfi vísis, greinilega það vinsælasta |
7. | Yahoo!Örugglega með fyrstu síðunum sem undir ritaður notaði á netinu. Stórveli hér á landi |
8. | FlickrFyrir myndasjúka Íslendinga.. Íslendingar eiga reyndar vinsælasta meðliminn á þessum ljósmynda samfélagsvef hana Rebekku. |
9. | VísirHinn net risin á Íslandi. Mikil munur á mbl.is og visir.is.. |
10. | WikipediaAlfræðisafni á ómissandi |
11. | Hinn samfélagsrisinn.. gaman væri að sjá hvort Facebook sé að sækja á Myspace.. Samkvæmt mælingum þá er vefirnir nánast jafnstórir globally. |
12. | Microsoft Network (MSN)Flaggskip Microsoft á netinu, það eru örugglega flestir íslendingar sem nota msn forritið á hverjum degi.. Það er að öllum líkindum ekki þarna inn í |
13. | Windows LiveLeitarvélin sem kemur automatískt upp þegar maður finnur ekki eitthvað í explorer |
14. | Onet.plPólsk afþreyingarsíða, fyrir ný-íslendinga.. kemur á óvart ó-þó |
15. | Hugi.isEitt af eldri samfélögum á Íslandi. Lifir greinilega góðu lífi sem fjórða stærsta síðan hér á landi. |
16. | Einkamal.isHvað ætli einkamal.is hafi fjölgað þjóðinni mikið síðan hún var stofnuð. Greinilega mjög vinsæl, enda einmanna fólk fátt betra að gera. |
17. | The Internet Movie DatabaseAnnað alfræðisafn.. núna eru það kvikmyndir.. Frábær síða.. |
18. | Blog.isÉg sem hélt að ég tilheyrði vinsælastablogvef landsins. |
19. | Megarotic.comHef ekki vitað um þessa síðu áður.. En hún virðist vera einhver dónasíða.. Við frekari rannsóknir þá má finna videó þarna eins og amzing asshole og young Russian teen.. Jahérna hér, íslendingar. |
20. | Torrent.isSú umdeilda síða.. Írónískt að tónlist.is er sé í 100 sæti.. |
21. | Blogger.comBloggsjúka þjóð.. |
22. | Ja.isÆtli að símaskráin sé enn vinsælasta bók landsins? Það er minnsta kosti mjög langt síðan að ég notaði hana. |
23. | Fotbolti.netVinsælasti fréttavefurinn í eigu annara en stór fyrirtæki. Strákarnir á fotbolti.net hafa unnið alveg ótrúlegt starf að viðhalda þessu vef. Fótboltavefur á heimsvísu. |
24. | Youporn.comAnnar dónavefur.. Mér sýnist að þessi svipi til Youtube, nema með efni sem er ekki leyfilegt að birta á youtube. |
25. | Leikjanet.isSniðugur leikjavefur. Hægt að spila tölvuleiki í gegnum síðuna. |
26. | Veoh.comHægt að horfa á marga af vinsælustu sjónvarpsseríum heims í gegnum þennan netsjónvarpsmiðil. Spennandi að sjá hvernig þessi vefur þróast.. |
27. | AllegroPólsk síða.. Nenni ekki að rannsaka hvar þar fer fram. |
28. | Wirtualna PolskaFjórða vinsæla Pólska síðan.. |
29. | Barnaland.isÉg bjóst við þessum vef vinsælli, kannski ástæðan fyrir að hann er ekki hærra listanum er öll geðveikin sem þrífst þarna. Mér hefur alla veganna ekki dottið í hug að tengja mitt barn við þennan óskapnað. |
30. | B2.isÉg bjóst við þessum vinsælli.. en hann er þó í 11 sæti af innlendum vefum. |
31. | Rapidshare.comEinhvers konar skráar útdeilingarforrit.. ekki alveg að fatta , greinilega margir að nota það |
32. | Háskóli Íslands16 þúsund nemendur, skýra vinsældirnar frekar en aðlagandi vefur |
33. | Síminn InternetStærsta vef þjónustuaðili landsins. Margir með @simnet.is e-mail.com |
34. | Google PolskaSko Google.. Pólverjar nota google eins og íslendingar |
35. | Interia.plFimmta vinsælasta pólska vefsíðan..á topp35 eru 5 pólskir vefir 13 íslenskir og 17 á ensku. |
36. | GlitnirVinsælasti bankavefurinn. Hjálpar til í pissukeppni bankanna. |
37. | EBayBjóst við þessum vef hærra.. En líkalega skýrist það af fjarlægð og flóknum tollalögum..Ekkert grín að vera eyja út í rassgati |
38. | Bloggar.isUngu Ísfirðingarnir eiga fjórða vinsælasta blogvefinn.. |
39. | Gras.isPointless að fara á þennan vef ef maður skoðar fotbolti.net. |
40. | Landsbanki.isNæst vinsælasti bankavefurinn.. |
41. | Microsoft CorporationFlestir líklega að updeita hugbúnaðinn sinn. |
42. | Leit.is - íslenska leitarvélinTil hvers ef þú hefur google. |
43. | Amazon.comVæri ofar ef við værum ekki á tollverndaðri eyju. Getur reyndar verið vísbending um að íslendingar stunda ekki mikil viðskipti á netinu. |
44. | KaupþingMarkaðsdeildin í kaupþingi hlýtur að vera gráti næst.. |
45. | Ljosmyndakeppni.isAllir crazy með stafrænu myndavélarnar sínar.. |
46. | Dci.isVar þessari síðu ekki lokað eins og torrent? |
47. | 123.isEinhvers konar samfélag ásamt bloggi. Flott consept, en er ekki alveg að gera sig í tæknilega |
48. | 4chan.orgEinhvers konar tölvunörda síða.. |
49. | Siminn.isStarfsmenn símans eru örugglega aðal notendurnir á bakvið þessa síðu.. |
50. | Hi5Netsamfélag.. Enn eitt |
51. | Bilasolur.isUppáhalds síða heimilsföðursins sem lætur sig dreyma um nýjan bíl.. fyrir utan kannski porn síðurnar. |
52. | 69.isBjóst við þessum mikið hærra. |
53. | StatCounter.comÞetta er svona teljara síða, getur látið hana telja og greina um ferðina á heimasíðunni þinni. |
54. | Icelandic National Broadcasting ServiceGetur horft á alla innlendu dagskránna í gegnum netið, fyrir þá sem nenna ekki að fara eftir dagskrá sjónvarpstöðvanna. |
55. | Radioblogclub.comAlgjör snilldar vefur, hefði ekki búist við honum svona hátt. Hefði talið Last Fm verið líklegra tilvinsælda. Ef mig vantar hugmyndir af nýrri tónlist og eða heyri um eitthvert áhugavert band þá leita ég þarna. |
56. | GameSpotVefur um tölvuleiki frá snillingunum í Cnet. Getur nálgast upplýsingar um helstu tölvuleiki í tilað mynda playstation og xbox. |
57. | Fotka.plÖrugglega einhver pólsk myndasíða.. |
58. | Stockvault.netEnn ein myndasíðan. |
59. | Adult FriendfinderDóna síða sem er mikið auglýst, oft kostulegt að sjá stúlkur í siðlegu stellingum og stendur gullbringusýsla undir. |
60. | Kvikmynd.isSnilldarsíða, mætti uppfærast hraðar svo hún gæti veitt youtube samkeppni á innanlandsmarkaði. |
61. | FriendsterEnn eitt netsamfélagið.. |
62. | Trophy managerFótboltaleikur á netinu. Minnir á gamla Chamionship Manager. |
63. | Dump.comSóðaklám |
64. | BBC Newsline TickerFyrir íslenska heimsborgara. |
65. | Adultadworld.comHeitið á þessari boðar ekki gott, þori ekki að kíkja á hana boðar aldrei gott að sjá eitthvað sem tengist klám og auglýsingum. |
66. | Nordic Adventure TravelFyrsta túristasíðan |
67. | MininovaSkráskipta forrit |
68. | Alluc.orgHægt að horfa á nánast alla erlenda sjónvarpsþætti sem eru sýndir hér á landi.. Mikið notað heima hjá mér.. |
69. | Nasza-klasa.plEnn ein pólska síðan |
70. | SparisjóðirnirÍ síðasta sæti í bankapissukeppni |
71. | O2.plÆtli þetta sé símafyrirtækið O2.. líklega |
72. | Islandia - polski portal dla islandofilówUpplýsingar um Ísland á pólsku. |
73. | Skutull.isÉg vissi af þessu.. hélt að BB væri vinsælasti vefur vestfjarða |
74. | Fiskaspjall.isMér hefur alltaf fundist eitthvað hjákátlegt að halda gullfiska. Mjög forvitnilegur vefur fyrir meinfýsnamenn eins og mig.. |
75. | Vuilen.comTælenskur vefur.. Ekki bara pólskir innflytjendur sem nota vefinn hér á landi |
76. | Vit.isEr þetta bara í gengum farsíma? |
77. | The Pirate BayVinsældirnar hafa örugglega aukist á síðustu misserum. |
78. | EVE OnlineUmferðin á þennan ágæta leik kemur greinilega mest öll erlendis. Skutull.is og fiskaspjall.is eru vinsælli en Eve-online |
79. | Dailymotion.comSvipað og youtube.. Sé oft mörk dagsins þarna nokkrum mínútum eftir þau eru skoruð |
80. | Mentor.isUpplýsingaveita fyrir grunnskóla landsins |
81. | SiteSell.comVirðist vera einhverskonar píramída netsíðugerð.. Hef ekki vitað um þetta áður |
82. | MegauploadTil þess að skiptast á skrám.. |
83. | Private.isEinkamál.is eru greinilega mun vinsælli en private.is |
84. | IQ69 - Mainstream Webmasters ForumVefur fyrir netnörda eða vefumsjónamenn |
85. | WowheadVefur sem tengist tölvuleiknum World of Warcraft.. |
86. | IGNÁhugaverð afþreyingasíða byggist mest á tölvuleikum |
87. | Leikjaland.isLeikjanet er greinilega mikið vinsælla. |
88. | TextavarpiðÖrugglega mest notað til það skoða úrslit í fótboltaleikjum og komutíma flugvéla. |
89. | Bæjarins bestaSkutull.is er vinsælli. Skrítið að Suðurland.net, víkurfréttir og skessuhorn sé ekki inn á þessum vef. |
90. | Amazon.co.ukMun einfaldar að panta í gegnum breska amazon en það ameríska. |
91. | Photobucket image hosting and photo sharingEn einn vefurinn sem geymir ljósmyndir. |
92. | HattrickFótboltanetleikur. Búin að vera vinsæll í mörg ár. |
93. | Clint : Urban-RivalsTölvuleikur svipaður og Eve-online. |
94. | Isohunt.comEn einn torrent síðan. |
95. | LandslögÞetta hlítur að vera eitthvað grin.. Lögfræðistofan landslög að slá í gegn í netheimum. Með meiri umferð en Og Vodafone. |
96. | Filelist.orgKlám og tónlist.. |
97. | Og VodafoneLitli bróðir í símasamkeppninni |
98. | Peb.plÉg er búin að missa töluna á öllum pólsku vefnum. |
99. | ThottbotOnline leikur. |
100. | Tonlist.isÞetta getur ekki verið ásættanleg niðurstaða fyrir þennan útvörð íslenskrar tónlistar. |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)