2007 (uppgjör)

Það er ekki seinna vænna en að gera upp árið áður en það verður hallærislega langt um liðið. Ég var reyndar búin að skrifa þennan pistil áður en viti menn tölvan mín krassaði á ögurstund. Árið 2007 var mjög viðburðaríkt ár. Að sjálfsögðu skiptust á skyn og skúrir, þó það mál sem mér hafi þótt mikilvægast hefði ekki farið á þann veg sem ég óskaði, þá var næst besti kosturinn ekki eins slæmur og ég bjóst við.

 

Í upphafi árs var ég mikilli sálarkreppu, hún var reyndar í formi ritgerðarskrifa og skila. En ég skilaði þessari blessaðri Masters ritgerð í upphafi árs. Þessi blessaða ritgerð reyndi á mig, en árinu 2006 hafði ég varið að mestu leiti að skrifa þennan bastarð. Vörnin gekk vonum framar og hin snubbótta Bifrastar útskrift gekk vel. Ég sem hafði ákveðið að ég vildi ekki útskriftarveislu, fékk eina í hausinn. Tinna mín heitt elskað hélt fyrir mig suprise partý, þar voru samkomin fjölskylda og mínir bestu vinir. Ég var reyndar það þunnur að ég áttaði mig ekkert á þessu daginn eftir veisluna, mikið svakalega var ég hissa þá. Tinna útskrifaðist svo um vorið úr mannfræði, þá var haldin stórveisla Tinnu-style.

 

Ég hafði verið duglegur að sækja um vinnu á meðan ég var námi. Fljótlega eftir útskrift þá komst ég að námi mitt var fullkomlega gagnslaust. Ég var sá eini sem sá einhverja nytsemi að vera sérhæfður í nýsköpun og frumkvöðla fræðum, skildu ekki alveg námið mitt. Mér telst til að ég hafi sótt um 500 störf og fór í ótal viðtöl. Mér leið eins og ég væri holdsveikur. Skemmtilegast þótti mér að fara í viðtöl hjá ráðgjöfum ráðningarskrifstofum, setning ársins var "er hægt að laga lesblindu"

 

Stuttu eftir útskrift þá fór ég vinna við húsamálningu. Ég var fullkomlega óhæfur í það starf, ég get ekki málað beina línu, ég get ekki verið hreinn, ég hef ekkert auga fyrir málun eða neinu sem tengist einhverju fíngerðu. Auk þess finnst mér hundleiðinlegt að mála. Þetta var samt lærdómsríkur tími, ég vann við mála í 6 mánuði, flesta mánuðina var ég að mála Hótel Cabin en var þá síðustu Kaupþings skrímslinu. Þetta segir meira en mörg orð um það hvað það er mikil þensla á iðnaðarmannamarkaði.

 

Það var ekki fyrr en í júlí að það voru fleiri en ég sáu mig sem óslípaðan demant. Ég var reyndar komið á það stig að taka öllum atvinnutilboðum, reyndar leyst mér ekkert svo vel á fyrirtækið sem réði mig í Júlí. Áhyggjur mínar höfðu enga innistæðu, fyrirtækið er mjög spennandi, vel stjórnað og mikill vöxtur. Jafnframt opnuðust leiðir fyrir líti verkefni, sem ég er sérfræðingur í að taka að mér.

 

Við Tinna reyndum að komast sem oftast út á land síðasta sumar, oftar en ekki þá fórum við á bóndabæ foreldra minna, Votamýri. Maríanna dóttir mín á þar sinn ævintýra heim. Það eru ótrúleg forréttindi fyrir okkur að hafa þessa aðstöðu, frelsið í sveitinni hefur jákvæð áhrif á hana.

 

Þó foreldar mínir eigi heil ósköp af hestum þá fór ég alltof sjaldan á bak síðasta sumar. Í einu af fáum skiptum þá tókst mér að handleggsbrjóta mig. En eitt afrekið á minn langa meiðsla lista, en ég var fljótur að jafn mig. Það kom seinna á árinu í ljós að ég var með brotið bein í ökklanum, en ég hafði slasað mig fyrir tveimur árum síðan. Einnig komst í samband við lækni til þess að laga á mér hnéð, sem hefur verið að hrjá mig í tíu ár.

 

Í október fórum við skötuhjúin til NY. Ég stefndi að því að verða milljóner eftir þá ferð. En það fór lítið fyrir fundum meira fyrir búðum. Þannig að heimils bókhaldið kom í halla eftir þá ferð. Við gistum hjá Arnari Frey vini mín og það voru frábærir endurfundir. Strax eftir ferðina þá fórum við Airwaves hátíðina, sem var frábær, betur skipulögð en áður. Ég brá mér í gagnrýnenda fötin eins og má sjá hér að aftan á síðunni minni.

 

Það er orðið ljóst að 2008 á eftir að verða mjög viðburðarríkt. Strax hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir. Meira um það seinna.


Risarnir að taka við sér.

Það er ánægjulegt að útgáfurisarnir séu að taka við sér, og bregðast við breytu markaðsaðstæðum. EMI var fyrst að leyfa afritunarlausa tónlist og núna er Warner að taka við sér. Ég hef verið að vinna fyrir tónlistar miðilin Amie Street sem er dóttur fyrir Amazon. Vefurinn hefur verið fá skerf af viðskiptum frá risunum sem nú þegar hafa samið við móðurfyrirtækið. Þetta er því gleðilegar fréttir fyrir mig persónulega.

Það er samt ein hindrun sem trufla risana í samstarfi við Amie Street. En það er að Amie Street neitar að setja landfræðilegar hindranir á tónlist. Það þýðir að fólk hvar sem er getur keypt tónlist af okkur hjá Amie Street, jafnframt þýðir það að listamenn allstaðar að geta selt tónlist hjá okkur. Risarnir eru en að reyna að verja dreifileiðir sínar, með því að selja miðlum aðgang að tónlist á ákveðnu markaðsvæði. Það er okkar skoðun að það er úrelt hugmyndafræði, um leið og tónlist er gefin út þá halda ekki landfræðilegargirðingar henni. 

Verðfyrirkomulagið fer einnig fyrir brjóstið á Risunum, en verðið Amie Street ræðst af eftirspurn. Eftir því sem tónlistin er vinsælli þeimum dýrari er hún. 

Það er hellingur af íslenskri tónlist á Amie Street, það erum 50 íslenskar hljómsveitir sem eru inn á vefnum. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga að skoða vefin geta skrifað orðið "iceland" þar sem stendur promotion code í innskráningar ferlinu. 


mbl.is Amazon.com mun selja tónlist frá Warner Music á Mp3 sniði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir Google

Ég sá þessa athyglisverðu mynd fyrir tilviljun. Sjálfur hef ég alltaf mjög hrifin af google. Ég nota leitarsíðuna þeirra oft á dag og ég nota gmail fyrir persónuleg e-mail samskipti. Ólíkt mörgum þá virðast þeir alltaf hugsa um það hvað notandinn vill, ólíkt öðrum fyrirtækjum sem hafa einblýnt á sem þeir geta náð rukka neytendanna. Allt þeirra umhverfi er opið, hægt að komast áfram nánast hindrunarlaust. Viðskiptavild google er því mjög mikil og er í rauninni ástæðan fyrir þessari yfirburðarstöðu sem þeir eru í.

Þessi mynd segir meira en mörg orð um vöxt google á undanförnum árum.

yfirburðir google


Hvar er best að auglýsa á netinu?

Í gær þá birti ég lista yfir 100 vinsælustu vefsíðurnar hér á landi, samkvæmt Alexa.com. Listinn er um margt athyglisvert og ætti gefa ágætis mynda af nethegðun á Íslandi. Erlendar heimasíður skipa fyrstu 4 sætinn, um 10 pólskar síður eru á listanum og ein tælensk. Íslendingar virðast stunda skráskipti grimmt og einnig eru nokkrar klámsíður á þessum lista.

Netið er líka skemmtilegur miðil þar sem það er erfitt að búa til einokandi samkeppnistöðu eins og hjá dagblöðum og sjónvarpstöðvum. Dreifing á sjónvarpsmerkjum og dagblöðum er kostnaðarsöm á meðan fjölmiðlun í gegnum netið er ódýrt og dreifing nær nánast á öll heimili landsins (tæplega 90% af heimilum á íslandi nettengd).

Með það í huga þá er þessi listi athyglisverður, það kom mér til að mynda að youtube sé vinsælasta síða landsins. Miðað við netneyslu sem er mjög mikil hér á landi þá hreinlega spurning hvort youtube sé vinsælli miðill en t.d stöð 2 og skjár einn. Kannski er ég bera saman epli og appelsínur, en samt er þetta umhugsunarvert.

Ég hef ekki hugmynd hvert svarið er við tiltli þessar færslu? En ef einhver telur sig vita meira endilega látið mig vita, vegna verkefnis sem ég er að vinna að.  


mbl.is Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 vinsælustu netsíðurnar á Íslandi

Talning á heimsóknum á íslenskar netsíður er oft athyglisverðar. Ég hef komið nálægt nokkrum verkefnum í kringum íslenskar vefsíður. Ég hef oft spurt mig hvað síður eru vinsælastar, ég fékk lista frá vef fyrirtækinu Alexa.com um vinsælustu síðurnar. Reyndar má ýmislegt setja út á þá aðferðafræði sem fyrirtækið beitir við mælingar. Engu að síður gefur þessi listi ákveðna hugmyndir um hvaða síður eru vinsælastar. Mbl.is sem ber höfuð og herðar yfir íslenskar síður á þessum lista, en hún á þá nokkuð í land með því að ná YouTube, google og Myspace. Fjöldi Pólskra síðna kemur á óvart. Íslendingar virðsta vera ginkeyptir fyrir netsamfélögum, síðum sem hýsa myndir, klámi og skráskiptasíðum. 

 

Ég tel það nokkuð ljóst að netið er langmest notaði fjölmiðillinn hér á landi. Fólk eyðir meiri tíma á netinu heldur en það horfir á sjónvarp, les blöðin eða hlustar á útvarp. Þetta er því athyglisverður listi fyrir til að mynda auglýsendur. Netauglýsingar hér á landi eru frekar dýrar, mínir útreikningar sýna að það er allt að 1000 sinnu ódýra að versla auglýsingar á erlendum miðlum.  Hér á eftir er listi sem sýnir vinsælustu síður landsins ásamt útlistun á þeim. 

1.

YouTube

Kom mér á óvart.. Líklega er meira horft á Youtube á hverju degi en tja.. Stöð 2 eða Skjá Einn... 

2.

Google

.Com er greinilega vinsælli en .is.. Samkvæmt rannsóknum mínum þá er google vefsvæðið .is og .com langvinsælustu netsvæðin á Íslandi. Auk þess langódýrast að auglýsa þar.. 

3.

Google.is

Það er auðvelt að kaupa auglýsingar í gegnu adwords.google.com. 

4.

Myspace

Það er nokkuð þúsund Íslendingar með myspace síðu.. Stærsta netsamfélagi

5.

Mbl.is

Langvinsælasti íslenski vefurinn..

6.

Central.is

Blogg kerfi vísis, greinilega það vinsælasta

7.

Yahoo!

Örugglega með fyrstu síðunum sem undir ritaður notaði á netinu. Stórveli hér á landi 

8.

Flickr

Fyrir myndasjúka Íslendinga.. Íslendingar eiga reyndar vinsælasta meðliminn á þessum ljósmynda samfélagsvef hana Rebekku. 

9.

Vísir

Hinn net risin á Íslandi. Mikil munur á mbl.is og visir.is..

10.

Wikipedia

Alfræðisafni á ómissandi

11.

Facebook

Hinn samfélagsrisinn.. gaman væri að sjá hvort Facebook sé að sækja á Myspace.. Samkvæmt mælingum þá er vefirnir nánast jafnstórir globally. 

12.

Microsoft Network (MSN)

Flaggskip Microsoft á netinu, það eru örugglega flestir íslendingar sem nota msn forritið á hverjum degi.. Það er að öllum líkindum ekki þarna inn í

13.

Windows Live

Leitarvélin sem kemur automatískt upp þegar maður finnur ekki eitthvað í explorer

14.

Onet.pl

Pólsk afþreyingarsíða, fyrir ný-íslendinga.. kemur á óvart ó-þó

15.

Hugi.is

Eitt af eldri samfélögum á Íslandi. Lifir greinilega góðu lífi sem fjórða stærsta síðan hér á landi. 

16.

Einkamal.is

Hvað ætli einkamal.is hafi fjölgað þjóðinni mikið síðan hún var stofnuð. Greinilega mjög vinsæl, enda einmanna fólk fátt betra að gera. 

17.

The Internet Movie Database

Annað alfræðisafn.. núna eru það kvikmyndir.. Frábær síða.. 

18.

Blog.is

Ég sem hélt að ég tilheyrði vinsælastablogvef landsins.  

19.

Megarotic.com

Hef ekki vitað um þessa síðu áður.. En hún virðist vera einhver dónasíða.. Við frekari rannsóknir þá má finna videó þarna eins og amzing asshole og young Russian teen.. Jahérna hér, íslendingar.

20.

Torrent.is

Sú umdeilda síða.. Írónískt að tónlist.is er sé í 100 sæti..

21.

Blogger.com

Bloggsjúka þjóð..

22.

Ja.is

Ætli að símaskráin sé enn vinsælasta bók landsins? Það er minnsta kosti mjög langt síðan að ég notaði hana.

23.

Fotbolti.net

Vinsælasti fréttavefurinn í eigu annara en stór fyrirtæki. Strákarnir á fotbolti.net hafa unnið alveg ótrúlegt starf að viðhalda þessu vef. Fótboltavefur á heimsvísu.

24.

Youporn.com

Annar dónavefur.. Mér sýnist að þessi svipi til Youtube, nema með efni sem er ekki leyfilegt að birta á youtube.

25.

Leikjanet.is

Sniðugur leikjavefur. Hægt að spila tölvuleiki í gegnum síðuna.

26.

Veoh.com

Hægt að horfa á marga af vinsælustu sjónvarpsseríum heims í gegnum þennan netsjónvarpsmiðil. Spennandi að sjá hvernig þessi vefur þróast..

27.

Allegro

Pólsk síða.. Nenni ekki að rannsaka hvar þar fer fram.

28.

Wirtualna Polska

Fjórða vinsæla Pólska síðan..

29.

Barnaland.is

Ég bjóst við þessum vef vinsælli, kannski ástæðan fyrir að hann er ekki hærra listanum er öll geðveikin sem þrífst þarna. Mér hefur alla veganna ekki dottið í hug að tengja mitt barn við þennan óskapnað.

30.

B2.is

Ég bjóst við þessum vinsælli.. en hann er þó í 11 sæti af innlendum vefum.

31.

Rapidshare.com

Einhvers konar skráar útdeilingarforrit.. ekki alveg að fatta , greinilega margir að nota það

32.

Háskóli Íslands

16 þúsund nemendur, skýra vinsældirnar frekar en aðlagandi vefur

33.

Síminn Internet

Stærsta vef þjónustuaðili landsins. Margir með @simnet.is e-mail.com

34.

Google Polska

Sko Google.. Pólverjar nota google eins og íslendingar

35.

Interia.pl

Fimmta vinsælasta pólska vefsíðan..á topp35 eru 5 pólskir vefir 13 íslenskir og 17 á ensku.

36.

Glitnir

Vinsælasti bankavefurinn. Hjálpar til í pissukeppni bankanna.

37.

EBay

Bjóst við þessum vef hærra.. En líkalega skýrist það af fjarlægð og flóknum tollalögum..Ekkert grín að vera eyja út í rassgati

38.

Bloggar.is

Ungu Ísfirðingarnir eiga fjórða vinsælasta blogvefinn..

39.

Gras.is

Pointless að fara á þennan vef ef maður skoðar fotbolti.net.

40.

Landsbanki.is

Næst vinsælasti bankavefurinn..

41.

Microsoft Corporation

Flestir líklega að updeita hugbúnaðinn sinn.

42.

Leit.is - íslenska leitarvélin

Til hvers ef þú hefur google.

43.

Amazon.com

Væri ofar ef við værum ekki á tollverndaðri eyju. Getur reyndar verið vísbending um að íslendingar stunda ekki mikil viðskipti á netinu.

44.

Kaupþing

Markaðsdeildin í kaupþingi hlýtur að vera gráti næst..

45.

Ljosmyndakeppni.is

Allir crazy með stafrænu myndavélarnar sínar..

46.

Dci.is

Var þessari síðu ekki lokað eins og torrent?

47.

123.is

Einhvers konar samfélag ásamt bloggi. Flott consept, en er ekki alveg að gera sig í tæknilega

48.

4chan.org

Einhvers konar tölvunörda síða..

49.

Siminn.is

Starfsmenn símans eru örugglega aðal notendurnir á bakvið þessa síðu..

50.

Hi5

Netsamfélag.. Enn eitt

51.

Bilasolur.is

Uppáhalds síða heimilsföðursins sem lætur sig dreyma um nýjan bíl.. fyrir utan kannski porn síðurnar.

52.

69.is

Bjóst við þessum mikið hærra.

53.

StatCounter.com

Þetta er svona teljara síða, getur látið hana telja og greina um ferðina á heimasíðunni þinni.

54.

Icelandic National Broadcasting Service

Getur horft á alla innlendu dagskránna í gegnum netið, fyrir þá sem nenna ekki að fara eftir dagskrá sjónvarpstöðvanna.

55.

Radioblogclub.com

Algjör snilldar vefur, hefði ekki búist við honum svona hátt. Hefði talið Last Fm verið líklegra tilvinsælda. Ef mig vantar hugmyndir af nýrri tónlist og eða heyri um eitthvert áhugavert band þá leita ég þarna.

56.

GameSpot

Vefur um tölvuleiki frá snillingunum í Cnet. Getur nálgast upplýsingar um helstu tölvuleiki í tilað mynda playstation og xbox.

57.

Fotka.pl

Örugglega einhver pólsk myndasíða..

58.

Stockvault.net

Enn ein myndasíðan.

59.

Adult Friendfinder

Dóna síða sem er mikið auglýst, oft kostulegt að sjá stúlkur í siðlegu stellingum og stendur gullbringusýsla undir.

60.

Kvikmynd.is

Snilldarsíða, mætti uppfærast hraðar svo hún gæti veitt youtube samkeppni á innanlandsmarkaði.

61.

Friendster

Enn eitt netsamfélagið..

62.

Trophy manager

Fótboltaleikur á netinu. Minnir á gamla Chamionship Manager.

63.

Dump.com

Sóðaklám

64.

BBC Newsline Ticker

Fyrir íslenska heimsborgara.

65.

Adultadworld.com

Heitið á þessari boðar ekki gott, þori ekki að kíkja á hana boðar aldrei gott að sjá eitthvað sem tengist klám og auglýsingum.

66.

Nordic Adventure Travel

Fyrsta túristasíðan

67.

Mininova

Skráskipta forrit

68.

Alluc.org

Hægt að horfa á nánast alla erlenda sjónvarpsþætti sem eru sýndir hér á landi.. Mikið notað heima hjá mér..

69.

Nasza-klasa.pl

Enn ein pólska síðan

70.

Sparisjóðirnir

Í síðasta sæti í bankapissukeppni

71.

O2.pl

Ætli þetta sé símafyrirtækið O2.. líklega

72.

Islandia - polski portal dla islandofilów

Upplýsingar um Ísland á pólsku.

73.

Skutull.is

Ég vissi af þessu.. hélt að BB væri vinsælasti vefur vestfjarða

74.

Fiskaspjall.is

Mér hefur alltaf fundist eitthvað hjákátlegt að halda gullfiska. Mjög forvitnilegur vefur fyrir meinfýsnamenn eins og mig..

75.

Vuilen.com

Tælenskur vefur.. Ekki bara pólskir innflytjendur sem nota vefinn hér á landi

76.

Vit.is

Er þetta bara í gengum farsíma?

77.

The Pirate Bay

Vinsældirnar hafa örugglega aukist á síðustu misserum.

78.

EVE Online

Umferðin á þennan ágæta leik kemur greinilega mest öll erlendis. Skutull.is og fiskaspjall.is eru vinsælli en Eve-online

79.

Dailymotion.com

Svipað og youtube.. Sé oft mörk dagsins þarna nokkrum mínútum eftir þau eru skoruð

80.

Mentor.is

Upplýsingaveita fyrir grunnskóla landsins

81.

SiteSell.com

Virðist vera einhverskonar píramída netsíðugerð.. Hef ekki vitað um þetta áður

82.

Megaupload

Til þess að skiptast á skrám..

83.

Private.is

Einkamál.is eru greinilega mun vinsælli en private.is

84.

IQ69 - Mainstream Webmasters Forum

Vefur fyrir netnörda eða vefumsjónamenn

85.

Wowhead

Vefur sem tengist tölvuleiknum World of Warcraft..

86.

IGN

Áhugaverð afþreyingasíða byggist mest á tölvuleikum

87.

Leikjaland.is

Leikjanet er greinilega mikið vinsælla.

88.

Textavarpið

Örugglega mest notað til það skoða úrslit í fótboltaleikjum og komutíma flugvéla.

89.

Bæjarins besta

Skutull.is er vinsælli. Skrítið að Suðurland.net, víkurfréttir og skessuhorn sé ekki inn á þessum vef.

90.

Amazon.co.uk

Mun einfaldar að panta í gegnum breska amazon en það ameríska.

91.

Photobucket image hosting and photo sharing

En einn vefurinn sem geymir ljósmyndir.

92.

Hattrick

Fótboltanetleikur. Búin að vera vinsæll í mörg ár.

93.

Clint : Urban-Rivals

Tölvuleikur svipaður og Eve-online.

94.

Isohunt.com

En einn torrent síðan.

95.

Landslög

Þetta hlítur að vera eitthvað grin.. Lögfræðistofan landslög að slá í gegn í netheimum. Með meiri umferð en Og Vodafone.

96.

Filelist.org

Klám og tónlist..

97.

Og Vodafone

Litli bróðir í símasamkeppninni

98.

Peb.pl

Ég er búin að missa töluna á öllum pólsku vefnum.

99.

Thottbot

Online leikur.

100.

Tonlist.is

Þetta getur ekki verið ásættanleg niðurstaða fyrir þennan útvörð íslenskrar tónlistar.

 

 

 


Hugleiðingar um frístundabyggð í Skálholti.

Ég var ekki gamall þegar ég heyrði hugmyndir um að koma upp byggð í Skálholti. Ég bjó fyrstu ár ævi minnar á þessum merka stað og var þar eins mikið og ég gat til fimmtán ára aldurs. Ástaðan er að Afi minn og Amma bjuggu þar í yfir 45 ár. Þau voru bændur þar, Afi minn ræktaði upp það manngerða landslag sem landsmenn sjá í dag. Auk þess var Afi staðarhaldari síðustu búskapar ár sín. Ég hef alltaf haft skiljanlegar sterkar taugar til Skálholts, vegna fortíðar minnar. Mamma mín er líklega síðasti einstaklingurinn sem fæddist í Skálholti. 

Afi sagði alltaf það myndi verða uppbygging í Skálholti í framtíðinni, hann reiknaði með að húsunum myndi fjölgja þar sem sumarbúðirnar eru núna. Hann talaði alltaf um að það yrði sett upp Elliheimili upp fyrir uppgjafa Presta. Ég veit ekki hvort það verði rauninni hvort þessi Frístundabyggð eigi að vera griðarstaður uppgjafa presta.

skálholt

Það er ljóst frístundabyggðin er staðsett á gríðarlega fallegum stað, líklega byggilegasta staðnum í Skálholti. Síðasta mannvirkið sem var á þessum stað var fjárhús sem Afi minn átti. Einnig var gert ráð fyrir að byggja bændaskóla þarna fyrir allnokkrum tugum ára síðan. Ég fór þarna síðasta sumar til þess að sína hverina þarna, en þarna eru fallegir hverir sem kenndir eru við Þorlák Helga. Ekki langt frá er Skálholts tunga sem er gríðarlega löng slétta.

Ég hef spurt mig þeirra spruninga hvort það væri mögulegt að ég hefði áhuga að eiga frístundahús þarna á æskuslóðum mínum. Ég efa það. En það væri vissulega gaman að koma þarna og keyra betri vegi, einnig væri gaman að eiga möguleika á að fara á hestbak í skálholtstungu. 


Airwaves 2007 (Sunnudagur)

 

Það var átak að rífa sig upp á rassgatinu og fara í vinnuna. Fimmti í Airwaves var í gær, ég var reyndar eitthvað hálf tjónaður af þreytu þegar við fórum á lokadag Airwaves. Í fyrra þá langaði mig að fara á sunndagskvöldið en gat það ekki vegna heilsuleysis. Það kom mér óvart hversu vel atburðirnir voru sóttir, það var nánast fullt allstaðar.

 

31. The Magic Numbers

Það var óvænt ánægja að fá að sjá Magic Numbers á Airwaves í ár. Ég hafði hlustað á slagarana þeirra og þótt nokkuð til hljómsveitarinnar koma. Sem hljómsveit voru þau þétt og gaman að sjá bassafantinn þruma hljómsveitinni áfram. Ég var reyndar orðin frekar þreyttur undirlokin, fannst settið hjá þeim frekar boring undir restina. Pínu langdregið, hefði verið til á að heyra alla slagaranna í einni súpu.

 

32. Sudden Weather Change

Ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að sjá þessa pilta. En þeir gistu hjá tengdapabba mínum þegar þeir voru að spila í Frakklandi með tilheyrandi ævintýrum. Það var líka gaman að lesa alla lofsamlegu gagnrýnina um þá á hátíðinni. Búið að skapa hellings Buzz í kringum þá. Þeir voru þrælskemmtilegir, ærslafullir og gredda rann af þeim. Þurfa samt að bæta ýmislegt ef þeir ætla að meika það.

 

33. Cut off your hands.

Seinasta bandið sem við sáum var frá Nýja Sjálandi. Þegar komið var við sögu þá var þreytan að ná heljartökum mér. Þeir virkuðu kröftugir og vel æfðir. Spiluðu svipað rokk og var boðið upp hjá mörgum hljómsveitunum á undan. Það var eitthvað við söngvaran sem minnti ungan Morrisay. Ég hefði viljað sjá þetta band fyrr á hátíðinni, eða í betra tómi.


Airwaves 2007 (laugardagur)

Úff, þá er fjórði í Airwaves að baki. Af minni hálfu þá var meira drukkið en áður, því kannski ekki allt sem er eins skýrt og í fyrri pistlum. Kvöldið var samt þrælskemmtilegt. Margar frábæra hljómsveitir, fullt af hápunktum. Allir sem ég hef hitt eru yfir sig ánægðir með hátíðina, þá sérstaklega skipulagninguna. Nánast engar raðir og flæði á milli tónleikastaða er gott. Reyndar hafa hljómsveitir sem hafa spilað á Lídó verið óánægðar með mætinguna. Reyndar er staðurinn mjög stór og því virðist kannski færri vera inn á staðnum en eru raunverulega inn í. Staðurinn er reyndar pínu útúr.

 

22. Amina

Ég byrjaði daginn á skreppa í næst hús, Fríkirkjuna. Ég hef séð Aminu nokkrum sinnum hita upp fyrir Sigurrós, ég hef ekki séð þær í aðalhlutverki áður. Ég hef heldur ekki áður farið á tónleika í Fríkirkjunni, þó að kirkjan sé í túnfætinum hjá mér. Þrátt fyrir óæskilegar súlur og harða bekki þá er Fríkirkjan fín tónleikastaður. Einnig er eitthvað kirkjulegt við tónlist Aminu. Ég væri til í að sjá Aminu spila í Skálholti, þar sem ég er alin upp. Mér fannst tónlist Aminu undurfalleg og skemmtileg, þær nutu aðstoðar trommar sem bætti stemminguna. Sem sagt mjög flottir tónleikar.

 

23. Borko

Við sáum lokalagið hjá Borko, virtist vera góð stemming í salnum. Hefði verið forvitnilegt að rannsaka hvað hátthlutfall inn á Iðnó hafi einhvern tíman verið í MH.

 

24. Lada Sport

Við röltum yfir á Nasa og Lada Sport var að spila. Ég hef ekki séð þá síðan þeir spiluðu á Músíktilraunum. Þeim hefur farið helling fram, besta lagið var lagið sem söngvarnir syngja báðir. Samt er enn einhver unglingabólu bragur yfir þeim, verður gaman að sjá hvað verður úr þeim þegar þeir hafa náð meiri þroska.

 

25. Dikta

Þéttasta bandið á Airwaves 2007 er Dikta. Alveg ótrúlega vel æfðir og þéttir. Heyrði bara fyrstu tvö lögin þeirra og þau voru mjög flott. Eru greinilega að breyta um stíl hægt og rólega. Hef séð þá 100 sinnum áður og ákvað því að hasla mér völl annarsstaðar.

 

26. Hjaltalín

Við náðum tveimur síðustu lögunum hjá Hjaltalín og þau voru bæði frábær. Ég var búin að gefa mér að hljómsveitin væri eins konar Arcade Fire Íslands en það var af og frá. Hafa algjörlega sinn eigin stíl sem þau eru búin að mastera. Ég ætla fara sem fyrst og sjá þá heila tónleika með þeim. Mjög lofandi.

 

27. Hafdís Huld

Það kom mér í opna skjöldu að Listasafnið var hálftómt þegar Hafdís Huld byrjaði. Ég hélt að hún væri ásamt MÚM helstu íslensku aðdráttaröflin á hátíðinni. Listasafnið var ekki alveg staðurinn fyrir lágstemmta tónlist Hafdísar. Hún stóðst ekki væntingar mínar sem voru miklar. Langar næst að sjá hann minna ríma og jafnvel með sætum.

 

28. Leaves.

Næst sá ég félaga mína í hljómsveitinni Leaves. Ég hef séð ótrúlega hátt hlutfall tónleika þeirra á Íslandi. Þeir stóðu fyrir sínu, sýndu meiri spila gleði en oft áður. Ég hefði viljað heyra meira af nýju lögum frá þeim. Það var gaman að sjá Gogo dansarana fremst hjá þeim.

 

29. !!!

Ég bjóst aldrei við að komast inn á !!! án þess að fara í röð. Þeir voru Headline á hátíðinni ásamt Bloc Party og Chromero. Og, þvílíkt band. Þau voru rosaleg, eitt markmið það var að skemmta. Það tókst þeim svo sannarlega. Var aldrei dauðstund hjá þeim og lögin hjá þeim voru mjög góð. Söngvarinn leit út eins og Will Farrell og virtist kunna öll trixinn í bókinni. Svo sannarlega hápunkturinn á hátíðinni.

 

30. Radio Luxemborg.

Við kíktum aftur upp á Lídó. Ég var eiginlega komin í þannig ástand að ég man ekki alveg eftir bandinu. Samt virtist það vera frambærilegt og proffessional. Væri til í gefa þeim tækifæri seinna.


Airwaves 2007 (föstudagur)

Þriðji í Airwaves er að baki. Gæði dagskrárliða föstudagsins var mikið meiri en á hinum tveimur kvöldunum. Skipuleggendum hefur tekist að skapa eðlilegt flæði á milli staða ólíkt því sem var á tveimur síðustu hátíðum. Það gerir það að verkum að bærinn iðar af lífi á götunum út, sem betur fer hefur verið sæmilegt veður.

 

Ég heyrði það frá einum að í rauninni væru heitustu hljómsveitir á Airwaves, þau bönd sem væru búin að gera minnst. Það er rétt hjá þeim vitra manni, fyrir mér er Airwaves hátíð til að þess að láta koma sér á óvart, upplifa eitthvað nýtt. Þess vegna hef ég nánast unnið enga heimavinnu áður en ég fer út á kvöldin, leyfi kvöldinu að líða áfram í fullkominni óvissu.

 

Reyndar verð ég að byrja á að segja frá atriði sem átti sérstað á listsafninu í gær. Þannig er mál með vexti að á karlaklósettinu þá eru pissuskálarnar við spegil, sem gerir það að verkum að það er auðvelt að fylgjast með hvað fer fram fyrir framan pissuskálina. Menn eru mis spéhræddir, undirritaður hefur ekki talist vera mjög spé hræddur, án þess þó að vera með einhverja sýniþörf. Um kvöldi þá voru greinilega þeir spéhræddu meira mál en öðrum. Þegar ég fór á klósettið þá voru um 20 manns að bíða, flestir karlmenn reyndar eitthvað af stelpum, engin af þessum hafði götz að reyna klósettskálina. Ég taldi þetta nú lítið mál, fór að fyrstu pissuskálinni, og þá skildi ég af hverju engin vildi nota hana. Ég fékk óskiptaathygli, var mældur út í laumi. Það endaði með því að ég fékk sviðskrekk og ekkert gerðist. Það var til þess að ég þurfti að hrofa á Múm í spreng. En þá að viðburðum dagsins:

 

13. Mr. Silla og Mongoose

Fyrsta atriði kvöldsins var hún Mr. Silla ásamt honum mongoose. Ég hafði ekki séð þau áður á sviði, ég hafði hlustað talsvert á þau á Myspace og verið mjög hrifin. Reyndar hef ég átt lag með mongoose á Itunes frá því á dögum Mp3.is. Ég var spenntur fyrir þeim. Mr. Silla er frábær söngkona frá náttúrurnar hendi. Hún hefur einstaka rödd og tilfinningu til að tjá hana. Það vantaði samt eitthvað hjá þeim tveimur, ég hefði viljað sjá tónlistina útsetta fyrir hljómsveit, það vantaði að fylla upp ákveðið rými. Stundum var kliðurinn ofurseldur tónlistinni, sem var truflandi. En margt mjög flott við þetta tvíeyki.

 

14. Bloodgroup

Ég einnig mjög spenntur fyrir Bloodgroup, hef fylgst með þeim í gegnum Myspace líkt og Mr. Silla. Þau voru hreint útsagt frábært, lögin fín, frami staðan frábær og orkan sem þau gáfu frá sér var ótrúleg. Voru kannski á erfiðum tíma, fyrir tónlistina þeirra. Þau þurftu að rífa salinn upp á rassgatinu til að fara dansa, og það fyrir klukkan níu. Viti menn að þeim tókst það, allt var iðandi og allir komnir með bros á vör. Það besta so far á Airwaves.

 

15. Esja

Næst hentumst við yfir á Iðnó, til að sjá Krumma og Daníel Ágúst. Við höfðum kynnt okkur þá á Myspace. Auk þess þá sáum við athyglisvert sólóverkefni hjá Daníel Ágúst á Airwaves í fyrra. Samstarf þeirra svínvirkar, raddir þeirra ná undarlega vel saman. Einnig eru nokkrir augljósir hittarar hjá þeim. Reyndar var ég stundum að furða mig á þessum píanóleikar sem þeir voru með og heyrðist ekkert í, ég var ekki viss hvort hann væri plöggaður. Einnig held ég að session bassaleikari myndi hjálpa bandinu mikið og gera þetta massívara. Engu að síður það var þetta fínt hjá þeim, enda báðir pró að þeir verða.

 

16. Trentmöller

Við þurftum að bíða í röð fyrir utan Listó, sem var alls ekki svo slæmt. Við heyrðum samtal íslendinganna Bertels og Bertels við breta sem kynnti sig sem klámmyndastjörnuna Naked Nathalie. Það var eins og góður skets úr Office. Þegar við komum inn þá var dúndrandi danstónlist inni. Við vorum ekki alveg í gír við Trentmöller, en miðað við stemminguna þá var hann að gera vel. Við gáfum honum ekki gaum, hvíldum þess í stað lúna fætur undir átök kvöldsins.

 

17. Múm

Ég hef ekki gefið Múm nægilegan gaum, mig langaði að tékka á því hvort þeir stæðu undir öllu því buzzzi sem þau hafa fengið í gengum árin. Ójá, þau voru æðislegt, allt við þau var á heimsmælikvarða. Fékk þó nokkrum sinnum gæsa húð og svo voru þau skemmtileg út á við. Gaman að sjá hljómsveitarstjórann Gunna Tynes stjórna hersveitinni eins og herforingi. Einnig var frábært að sjá hina hæfileikaríku Mr. Sillu með Múm.

 

18. Of Montreal

Ég hefði lítillega kynnt mér Of Montreal á myspace og var einnig búin að lesa um það á netmiðlum að þau væru yfirburðarhress. Það reyndist rétt, hressleikinn er þeirra sérgrein, reyndar fannst mér (ólíkt mörgum öðrum), það vera það eina sem hljómsveitin hafði fram að færa. Reyndar höfðu þau gott grúf. Mér fannst þau eins og B-Sissors Sisters, fínt að láta þau mæta ef skipuleggendur hafa ekki efni á Skæra systrunum. Þrátt fyrir að sándgaurinn þeirra hafi mætt í vinnufötunum, þá var þetta í fyrsta skipti í ár þar sem sándið hefur verið í ólagi í ár á Listasafninu.

 

19. GusGus

Ég náði síðustu metrunum af GusGus á Nasa, og þvílík geðveiki sem greinilega var búið að vera í gangi þar. Fólk var eins og nýkomið úr sturtu í öllum fötunum með sælubros á vör. Þegar ég kom inn þá var Einar Örn að syngja með þeim það liggur í augum úti. Allt var crazy. Maður sogaðist inn í stemminguna og var fljótlega farin að missa stjórn á útlimunum, enda ekki annað hægt undir þessum seiðandi tónum.

 

20. Ghostigtal

Einar og Curver spiluðu með GusGus á meðan þeir voru að stilla upp. Ég hef farið slatta oft á tónleika með Ghostigital, annað hvort hafa þeir verið ömurlegir eða geggjaðir. Ég hef nánast alltaf séð þá Airwaves. Þeir eru í raun Airwaves fyrir mér, ögrandi, skemmtilegir og óútreiknalegir. Auk þess þá er tónlist þeirra þannig að hún er nánast snertanleg, sem er líklega vegna bassans, sem gerir hana svo sterka upplifun þegar maður nær snertingu við hana. Því niður náði ég ekki snertingunni í gær, þeir voru samt ekki slæmir, það var frekar ég sem var ekki mótækilegur.

 

21. Jagúar

Á heimleiðinni þá komum við við á Iðnó, þar var Jagúar að spila. Ég hafði nákvæmlega engan áhuga á að kíkja á þá en gerði það samt. Þeir voru búin að kokka upp rífandi stemmingu. Þeir voru búnir að sanka að sér stelpum í strákaleit upp á svið til sín sem dönsuðu eins og þær væru á síðasta söludegi.


Airwaves 2007 (fimmtudagur)

Annar í Airwaves að baki. Kvöldið var mun betra en það fyrsta. Eins og áður voru við með lítið planað, leifðum í raun kvöldinu að þróast. Við fórum meðal annars á Lídó, hef ekki komið þar inn áður.. Staðurinn er flottur, minnir á Súlnasal, kjörin fyrir árshátíðir. Spúsu minni fannst kjörið að stofna stað þarna fyrir fólk í endurvinnslu hugleiðingum (makalega þar að segja), eins konar 101 players. Fín hugmynd. Reykingarbannið setur skemmtilegan svip á Airwaves 2008, það þýðir meira flæði inn á staðina. Fólk fer beint í röð, þegar það fer út að reykja. Reykir í röðinni. Einnig hefur áfengisverðið lækkað miðað við Airwaves 2006. Bjór á Nasa kostar 600 kr í staðin fyrir 750 og lítil dós á listó kostar 500 í stað 600 kr. Eins er framkvæmdin mikið betri núna en í fyrra. Ég skil reyndar ekki afhverju við þurftum að bíða í 10 mín í röð fyrir utan listó og staðurinn var tómur. Eins og ég sagði áður þá léttum við kylfu ráð kasti við val á uppákomum í gær. Útkoman var þokkaleg.

 

7. Ampop

Það er reyndar ótrúlega erfitt að fjalla í svona útlistum um listamenn sem maður þekkir mjög vel. Ég hef fylgst með list sköpun hans Bigga manna best frá því að hann var 13 ára, og mann eftir fyrsta tölvufælnum sem hann sýndi mér og hét ampop í Huldulandinu. En hvað um það, þeir áttu gott mót, spilagleðin skein af þeim. Voru þéttir, nýju lögin voru misjöfn, seinasta lagið er hittari. Kom mér á óvart hvað listasafnið hentaði þeim vel, taldi að þeir myndu henta betur í litlu rími. En það reyndist vera rugl í mér.

 

8. Wulfgang

Okkur langaði mikið að sjá hvernig lídó liti út, því örkuðum við uppeftir. Wulfgang var að spila, ég hafði séð þá einu sinni áður live og þeir voru þá mjög daprir. En þetta var mikið betra hjá þeim nú, líklega hefur sándið skipt sköpum. Þeir voru þéttir og taktfastir. Reyndar er eitthvað við sándið hjá þeim sem ég er ekki að fíla, eins er þetta kannski alveg minn tebolli. Þrátt fyrir það voru þeir fínir.

 

9. Boys in a Band

Næstir á svið var hin "færeyska" Jakobínarína. Voru alveg ótrúlega hressir, rétt stíliseraðir og kunnu öll trixinn. Mikið skemmtilegra band en íslenska unglingabandið. Veit ekki hvort ég hefði nennu í að hlusta á heilaplötu með þeim, en þeir voru rosalegir Live. Það besta hingað til á Airwaves. Þegar þeir byrjuð þá voru 3 á dans gólfinu (það er svona parketlagt dansgólf á Lídó), en það var fljótt að fyllast og ég efast um að það hafi verið einhver sem hafi leiðst þarna. Svona á að gera þetta, áfram Færeyjar.

 

10. Ólöf Arnalds

Ég er búin að vita af Ólöfu Arnalds mjög mörg ár, ég held að við séum jafngömul. Ég hef séð hann nokkrum sinnum live en aldrei þó eina. Ég fékk plötuna í afmælisgjöf fyrr á árinu, ein besta afmælisgjöfin sem ég fékk þetta árið. Ólöf spilaði á Iðnó, mínum uppáhalds tónleika stað. Það var stúttfullt út að dyrum, ástæðan var samt ekki að það væru það margir inn á staðnum. Heldur var eitthvað fólk búið að taka sér það bessaleyfi að setjast á gólfið og fólkið fyrir aftan þurfti að standa í troðning. Engan vegin ásættalegt. En fluttningur hennar var frábær, hún er stútfull af hæfileikum, var mjög örugg og hafði þægilega nærveru. Ég ætla að far við fyrsta tækifæri aftur á tónleika með henni. Og að sjálfsögðu eiga allir að eiga plötuna með henni Við og Við.

 

11. Grizzly Bears.

Eins kemur fram í færslu hér á framan þá kom ég frá NY á miðvikudaginn. Grizzly Bears voru með mér í flugvélinni, ásamt reyndar öðrum böndum, þeir voru eina bandið sem ég þekkti. Ég kunni ekki við annað en að sjá þá, var búin að hlusta á þá. Þeir eru mjög fínt band, en því miður þá átti ég í erfiðleikum með að njóta tónleikana, vegna kliðs. Þeir eru stútfullir allir af hæfileikum, Eiga örugglega 100 hljóðfæri, sem þeir kepptust við að spila á. Vor reynda stundum full mikið að rembast við að sýna öll hljóðfærin sín. Þeir syngja líka allir eins og englar, örugglega verið kórdrengir á uppvaxtar árum sínum. En því miður fannst mér þeir ekki alveg vera að gera sig. Ég væri til í að horfa á þá í þjóðleikhúsinu eða Óperunni, en ekki í portinu á Hafnarhúsinu.

 

12. The Duke Spirit

Það var ekkert spennandi eftir 12 í gær í gangi, má kannski skrifa það á skipuleggendur. Við ákváðum að fara á Lídó eftir að við vorum búin að rannsaka Airwaves bæklinginn. Auk þess þá búum við rétt hjá Lídó, stutt heim eftir tónleikana. Úff, þessi grúppa var ekki að gera sig. Hún er skipuð söngkonu og fjórum gaurum. Strákarnum sáu um að búa til þungagítarveggi, og söngkonan sá um laglínuna. Söngkonan sem er lagleg, hefði hæglega getað tekið þátt í Rockstar Supernova, en hún passaði ekki alveg við þetta band og bandið passaði ekki við hana. Mjög mikil meðalmennska í gangi. Langt frá því að vera spennandi band.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband